Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 109

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 109
The WorldPaper LÍFTÆKNI Siðfræði leikja með gen Verða krakkarnir stœrri? Eftir Carol Ezzell Toronto, Kanada Aðeins lítill hópur fólks mótmælti fyrstu tilraun í genameðferð í september síðastliðnum þar sem fjögurra ára stúlka með lífshættulegan sjúkdóm var með- höndluð þótt litlar vonir væru bundnar við árangur. Tilraunameðferðin var gerð á bandarísku heilbrigðisstofnuninni og var það í fyrsta skipti sem genetískri meðferð var beitt á manneskju með erfðasjúkdóm. Vísindamennirnir plöntuðu nýju geni í barnið sem þjáðist af sjaldgæfum erfðagalla sem varð þess valdandi að hún gat ekki varist eðlilegu smiti. Þessi meðferð vakti upp spurningar hjá lög- fræðingum, siðfræðingum og guðfræð- ingum víða um heim sem óttast að vís- indamenn geti í framtíðinni misnotað erfðavísindin og reynt að hafa áhrif á vöxt, greind og hæfileika. Nokkrir vísindamenn við bandaríska háskóla eru þegar farnir að gæla við hugmyndina að laga gölluð gen í fólki. Þessar siðfræðilegu spurningar snerta ekki eingöngu erfðavísindin. Læknar í Svíþjóð, Mexíkó og Bandaríkjunum eru byrjaðir að græða efni úr heilum fóstra, sem hefur verið eytt, í heila fólks sem þjáist af Parkinsonsveiki til að reyna að stemma stigu við frekari hrömunaráhrif- um. Þessar tilraunir hafa ekki borið mikinn árangur en hafa vakið mikla reiði fólks sem er andvígt fóstureyðing- um. Carol Ezzell er yfirmaður Washingtondeildar BioWorld sem er fréttaþjónusta um líftækni. Á síðasta ári hófst alþjóðlegt rann- sóknarverkefni sem miðar að því að finna lykilinn að genasamröðuninni. Þessi rannsókn á erfðamengi mannsins (sem kostar Bandaríkin ein 3 milljarða dala næstu 15 árin) mun leiða til þess að vísindamenn verða fljótari að staðsetja ný gen. Mikilvægasta spurningin í þessu sam- bandi, að mati Nancy Wexler sem fer fyrir siðanefnd sem er ráðgjafi þessa rannsóknarverkefnis, er hvernig upplýs- ingarnar verða notaðar. Wexler er taugasálfræðingur og hefur varið megn- inu af sínum starfsferli í rannsóknir á Huntingtons-veikinni, ólæknanlegum arfgengum heilasjúkdómi sem veldur hrörnun og vitstoli og leiðir til hægfara dauða. Þessi sjúkdómur liggur í ætt Wexlers en hún vill ekki láta rannsaka sig þrátt fyrir þá staðreynd að til eru áreiðanleg próf á þessum erfðagalla. Wexler segir það brjóta í bága við alla siðfræði að þróa genapróf út frá þeirri þekkingu sem fæst úr rannsóknarverk- efninu þar til lækning er fundin. „Fólk verður að hafa von um bata,“ segir hún. Möguleikinn á því að skipta út gölluð- um genum eða bæta inn þar sem á vant- ar getur breytt þessu öllu en vekur einn- ig upp siðfræðilegar spurningar með auknum líkum á „sérhönnuðum börn- um“. En til að koma í veg fyrir slíkt rík- ir stöðvun á alþjóðavettvangi í með- höndlun gena í sæði og eggjum. En Jeremy Rifkin, yfirmaður hag- fræðistofnunar í Washington, hefur enga trú á því að vísindamenn þurfi að meðhöndla sæðis- eða eggfrumur í gena- meðferð á sjúkdómum sem vitað er nú að ganga í erfðir. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að foreldrar framtíðar- innar leitist við að hafa áhrif á hæð barna sinna með því að láta planta aukageni með vaxtahormón svo þau verði stærri. „Hvað ef foreldrar hafa ekki efni á slíkri aðgerð? Eiga lágvaxin böm fram- tíðarinnar að gjalda þess?“ spyr Rifkin. „Kannski fá þau síður vinnu?“ The WorldPaper features fresh þerspectives from around the world on matters of global concern, apþearing monthly in English, Sþanish, Chinese or Russian editions in thefollowingþublications: ýrí ^r'f'H . f /jJ.llJÁ'Ý ; WOKÍUTIMIS 51 TTkibl m Mommai 1 . ASIA China & the World Beijing LATIN AMERICA The News Mexico City MIDDLE EAST Jhe Star Amman Economic Information Beijing Actualidad Económica Sanjosé USSR / Tii mboMlndiaí ~ Mainichi Daily News Tokyo Gerencia Guatemala City New Times Moscout The Business Star Manila Estrategia Bogotá NORTH ATLANTIC Heimsmynd Reykjavik 'ov,vl ' Executive HongKong Korea BusinessWorld Seoul E1 Diario de Caracas Caracas DailyJoumal Caracas President & Editor in Chief Crocker Snow, Jr. Business Review Bangkok E1 Cronista Comercial BuenosAires The Nation Lahore EI Diario Noticias Asunción The WorldPaper / Vferld Times Inc. Daily Observer Colombo La Epoca Santiago 210 Wbrld Trade Center, Boston MA 02210, USA Tel: 617-439-5400 Telex: 6817273 Business India Bombay Debate Lima Fax: 617-439-5415 Hoy Quito Volume XII, Number 10 ® Copyright World Times HEIMSMYND 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.