Litli Bergþór - Dec 2018, Page 9

Litli Bergþór - Dec 2018, Page 9
Litli-Bergþór 9 atvinnu af því að selja lambakjöt erlendis, en ekki fyrir sauðfjárbændur sem kosta það. Lambakjöt er bara ferskt á haustin, sumargengna villilambið fæðist í maí og er slátrað í september/október. Þannig verður það að vera, það er okkar sérstaða. (Nema lömb séu alin á húsi, eða sumarið lengist!) Þess á milli er frosin kjötvara ekki slæmur kostur! Framleiðslu á landbúnaðarvörum þarf að aðlaga eins og hægt er að íslenskum markaði, og halda útflutningnum í lágmarki. Ég nefndi í síðustu ritstjórnargrein að margir eru orðnir meðvitaðir um þá mengun sem hlýst af því að flytja matvæli og aðrar vörur langar vegalengdir milli heimsálfa. Það mun því verða meiri eftirspurn eftir innlendri vöru og vörum úr héraði í framtíðinni. Vöru sem við vitum hvaðan kemur og hvernig er framleidd. Vöru sem hefur minna „kolefnisspor“ af því að hún er framleidd í næsta nágrenni. Bændur þurfa auðvitað að geta lifað af matvælaframleiðslu sinni, við erum vonandi ekkert láglaunaland. Spyrjum okkur sjálf hvort við viljum borga aðeins meira fyrir þau forréttindi að vita hvað við borðum? Íslensk matvælaframleiðsla og störfin í kringum hana er stór partur af því að viðhalda byggð og auka fjölbreytni í atvinnumöguleikum á landinu öllu. - Það er lítið gaman að ferðast um land sem er í eyði. Stöndum vörð um íslenska matvælaframleiðslu og berum gæfu til að bjóða okkur sjálfum og ferðamönnum uppá hreina og ómengaða matvöru hér á Íslandi, öllum til góðs. GS Rísum upp! Stöndum upp! Lifi byltingin! Raflagnir - Viðgerðir Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Tökum að okkur nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að við sækjum um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna Heimasími: 486 8845 Verkstæði: 486 8984 GSM: 893 7101 Gleðileg jól

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.