Litli Bergþór - des. 2018, Síða 12

Litli Bergþór - des. 2018, Síða 12
12 Litli-Bergþór Í síðasta tölublaði Litla-Bergþórs var fjallað um ferjuslysið við Iðu 18. september 1903. Það er nokkuð vel skrásett og eftir að hafa borið saman frásagnir sjónarvotta er ætlunin að fjalla hér um hvað tók við eftir þennan hörmungaratburð. Árni Sverrir Erlingsson hafði samband við mig eftir lestur greinarinnar og veitti mér upplýsingar sem ég er mjög þakklátur fyrir. Hannes Þorsteinsson þingmaður nefnir einn bátskænu sem notuð var við björgunartilraunir sjónarvotta: Vírstrengurinn „sveiflaðist fram og aptur, og þessvegna var heldur ekki unnt að komast að honum á bátskrifli litlu, er sett var út, þá er slysið bar að af þeim, sem á landi voru, enda ómögulegt að bjarga á þeirri kænu, þótt komizt hefði orðið að strengnum, auk þess, sem það skipti engum togum, að Runólfur heit. slitnaði af honum.“ Ég velti nokkuð vöngum yfir bátsskriflinu Hannesar og Árni reyndist luma á upplýsingum um þennan bát sem hann hafði skráð hjá sér 1971: „Faðir minn (Jón Erlingur Guðmundsson (1899-1985) frá Fjalli á Skeiðum) sagði mér og kvaðst hafa það eftir Sigríði (dóttur Guðrúnar Markúsdóttur frá Bakkakoti í Meðallandi og síðar á Iðu) sem búsett er í Hveragerði, að ferjubátarnir í Iðu, áður en dragferjan kom 1903, hafi verið tveir. Annar lítill sem einn maður reri, hinn var kallaður Skipið, var hann fjórróinn, þ.e. tvær árar á hvort borð.“ Samkvæmt þessu var það Skipið sem fjór- menningarnir réru þennan afdrifaríka dag en þegar sjónarvottar, væntanlega Iðumegin, sáu slysið þá hafa þeir hrundið fram kænunni í von um að geta bjargað Runólfi. Afdrif fjölskyldunnar Runólfur (1866-1903) og kona hans, Guðrún Markúsdóttir (1873-1965) voru bæði ættuð austan úr Meðallandi. Höfðu Runólfur og mágur hans flutt í Tungurnar úr Skaftafellssýslu ásamt fjölskyldum sínum. „Ég hef litið svo til Skaftfellinga, að þeir séu þrautseigir, nægjusamir, ráðvandir og góðsamir“, sagði séra Magnús Helgason (1857-1940) sem þjónaði á Torfastöðum árin 1884-1905. Runólfi var lýst sem efnismanni, duglegum og fylgnum sér. Hann var 37 ára að aldri og lét eftir sig auk eiginkonunnar þrjú börn, aldraðan föður og „uppgefna föðursystur.“ Þegar fyrirvinnan, til þess að gera ungur maður, féll frá stórfjölskyldu sinni blöstu miklir erfiðleikar við eftirlifendum. Ekkjan þurfti að tryggja afkomu fjölskyldu sinnar og koma í veg fyrir að hún leystist upp, því oft var eina ráðið á þessum tíma að senda börn í fóstur til annarra. Það gerði henni erfiðara fyrir að þurfa ekki aðeins að sjá fyrir 3 börnum heldur var hún komin 2 mánuði á leið með fjórða barn þeirra hjóna. Maður hlýtur því óhjákvæmilega að spyrja sig hvernig fjölskyldu Runólfs reiddi af eftir fráfall hans. Sú saga er að mörgu leyti merkileg og er viðfangsefni síðari hluta greinarinnar um ferjuslysið við Iðu. Runólfur var fæddur í Skurðbæ í Leiðvallahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 12. mars 1866. Þau hjónin höfðu flutt vestur í Biskupstungur 1899 að Neðra-Dal en að Iðu aldamótaárið. Guðrún, ekkja Runólfs sá fram á að þurfa að hrekjast frá Iðu eftir andlát hans, en bauðst þá óvænt aðstoð sem gerði henni kleift að búa áfram á Iðu næstu 10 árin eða til 1913. Ekkjan og vegfræðingurinn Eftir fráfall Runólfs blasti örbirgð við Guðrúnu ekkju hans. Hún var nú fyrirvinnulaus en með þrjár ungar dætur, þær Þorgerði tæpra átta ára, Sigríði tæplega fjögurra og litlu Guðnýju sem var eins og hálfs árs gömul. Til að bæta gráu ofan Ferjuslysið – seinni hluti Séra Magnús Helgason (1857-1940) frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi var prestur á Torfastöðum árin 1884-1905. Hann þekkti því vel til Runólfs og Guðrúnar og fleiri Skaftfellinga sem flutt höfðu í Tungurnar á þessum árum og lauk lofsorði á þá. Skúli Sæland:

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.