Litli Bergþór - Dec 2018, Page 31

Litli Bergþór - Dec 2018, Page 31
Litli-Bergþór 31 Torfastaðakirkja 125 ára Það áraði ekki vel í uppsveitum Árnessýslu árið 1892. Í blaðinu Þjóðólfi, 45. árgangi 1893, 4. tbl. 27. jan. bls. 15, segir í fréttapistli úr Biskupstungum af raunum bænda vegna lélegrar sauðasölu og lágs verðs til þeirra hjá kaupmönnum og Kaupfélagi Árnesinga, ótíð og lélegum heyfeng. Einnig er sagt frá óstandi í vegamálum, hugmyndum um brú á Brúará í stað flekans yfir gjána við Brúarfoss og beiðni til þingsins um annan lækni í Árnessýslu, er sitji ofar í sýslunni, t.d. í Skálholti. En læknir sat þá á Eyrabakka. Eftir allan barlóminn lýkur fréttaritari þó pistlinum á jákvæðu nótunum á þessa leið: „Nú hef ég verið svo fjölorður um hugsanir vorar og ráðagerðir, að mál er að geta um eitthvað, sem gert hefur verið, og er mér þá ekki annað hugkvæmara, en kirkjubygging Torfastaðasóknarmanna. Þeir reistu sér kirkju næstl. sumar, og gáfu til hennar í peningum 1.330 kr. En vinna sú og aðflutningur að kirkjunni er þeir inntu af hendi auk þess, mun lágt reiknað á 1000 krónur. Eru búendur í sókninni einir 18 að tölu, og eigi auðugri menn en gerist, að einum eða tveimur undanskildum. Þó að þetta sé allhár skattur á svona fáa menn, hygg ég að þeir standi jafnréttir eptir, og það þrátt fyrir það, hve illa lætur í ári. Hvað mundu allir Árnesingar, eða allir Íslendingar, geta gert í góðu ári, ef þeir sýndu sömu eindrægni og drengskap, sem þessi litli hópur?“ Kirkjan var vígð þ. 1. janúar 1893 og fagnaði því 125 árum þ. 1. janúar 2018. Prestur á Torfastöðum um það leyti er kirkjan var byggð, var sr. Magnús Helgason frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi, fæddur 1857, dáinn 1940 í Reykjavík. Meðal systkina hans voru Guðmundur prestur í Reykholti í Borgarfirði, Kjartan prestur í Hruna, Guðrún húsfreyja á Hrafnkelsstöðum, Ágúst bóndi í Birtingaholti og Katrín húsfreyja á Stóra Núpi, en hún var móðir Jóhanns Briem listmálara. Magnúsi voru veittir Torfastaðir 1884 og sat þar til 1905, er hann var skipaður kennari við Flensborgarskóla og síðar skólastjóri Kennaraskólans. Áður hafði hann verið prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd í eitt ár. Kona Magnúsar var Steinunn Skúladóttir Thor- arensen, fædd 1855, dáin 1929. Þau voru barnlaus. Árið 2011 afhenti Magnús Sigurðsson í Birtinga- holti Pétri Skarphéðinssyni, lækni í Laugarási, uppskrift af dagbók séra Magnúsar Helgasonar á Torfastöðum frá árinu 1892, þegar kirkjan var í byggingu. Þessa uppskrift hafði Magnús fundið í eftirlátnum munum föður síns, Sigurðar Ágústs- sonar, (1907-1991), bónda í Birtingaholti, kennara og tónskálds. Þess má geta að Sigurður kenndi m.a. í Reykholtsskóla hér í Tungunum á árunum 1964-1969. En eins og áður er getið, var Ágúst, faðir Sigurðar, bróðir séra Magnúsar. Fylgir dagbókin hér á eftir, eins og hún birtist í uppskriftinni, en ekki er vitað hver skrifaði hana upp. Þar sem ekki er um frumrit að ræða hefur hún að vísu minna heimildargildi, en hún lýsir þó á skemmtilegan hátt í sínum knappa stíl, árferði, lífi prests og aðbúnaði fólks á þessum árum. 1892 1. janúar. Messað í Haukadal. Sæmilega mannmargt en margir komu seint; færð ill. Að Múla fyrir dagsetur og spilað lengi. 9. janúar. Jarðaður Guðmundur frá Fljóti, gekk góður bóndi úr garði. Hér gistu Kópsvatnshjón Dagbók sr. Magnúsar Helgasonar frá byggingarári kirkjunnar 1892 Torfastaðakirkja, byggð 1892. Pétur Skarphéðinsson:

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.