Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 33
Litli-Bergþór 33 Flóarima, þerrilítið, ég las yfir Kambaránssögu Brynjólfs. 31. ágúst Ég fór með Eyjólf tónara út á engjar til fólksins, bar pokann hans og fylgdi honum á leið. 5. sept Regn; slegnir bakkar og forarkrókur. 30. sept Ég pældi kálgarð með stúlkunum. 7. okt Gift í Tungu. Veisla alla nótt. 10. okt Frost nokkuð; smaladagur, gestagangur, ég las hátt söguna „umhverfis jörðina á 80 dögum“ 12. okt Giftur Björn að Brekku. Páll frá Múla kemur til veru. 14. okt Vegir erfiðir, gestir margir. Piltar fóru austur í Hreppa að sauðum. 19. okt Haugburður úr réttinni. Flóamaður býður kálf. 17. nóv Ég las ýmislegt og reit, gestagangur, snjór. 19. nóv Reit ég upp „Mannskaðann á Mosfellsheiði“ 26. nóv Kærufundur, ekki eftirgefið, myrkur og regn og hálka upp að Múla. Gisti þar. 4. des – sunnudagur. Messað í Tungu með tómu utansóknarfólki að kalla. Húsvitjað í hverfinu um kveldið. 13. des Las Ágúst Strindberg og fannst ei mikið um. 15. des Grenjandi bylur, las ég Heimskringlu Snorra 24. des Ég fór hvergi. Las og skoðaði fénað allan. 28. des Sigurður frá Miðdal o.fl. gistu, spilaði og gjörði ekki gagn. 31. des Vaknaði kl 4 til að ljúka vígsluræðu. Kom Halldór frá Vatnsleysu og fleiri gistu. 1893 1 janúar Besta veður og gangfæri, vígð kirkjan, 330 manns í henni, 5 næturgestir. Eftirmáli Í ritinu Inn til fjalla 1. bindi, hafa tvær Tungna konur ritað um þau Torfastaðahjón, Magnús Helgason og Steinunni, þær Guðríður Þórarinsdóttir og Viktoría Guðmundsdóttir. Einnig er þar birt kvæði eftir Steingrím Thorsteinsson, sem er kveðja til þeirra hjóna frá sveitungum. Til að varpa betra ljósi á dagbókarhöfund eru hér tilfærð nokkur ummæli þeirra Guðríðar og Viktoríu. „Séra Magnús þótti klerkur ágætur. Raddmaður var hann raunar enginn og tónaði eigi áheyrilega, en ræðumaður því betri.“ „Skyldurækinn var hann og samviskusamur og sótti fast að komast til útkirkna sinna, þó veður væri ill. Hræddist hann lítt ófærð á vetrum, og fór allra sinna ferða gangandi, ef hestum varð eigi komið við sökum snjóþyngsla“. „Fræðslu barna lét hann sér einkar annt um. Fékk hann og mestar vinsældir af því hjá þeim, er mátu slíka hluti mikils, en öðrum þótti óþarfa hlutsemi, og var eigi trútt um, að það bryddi á þeirri skoðun hjá gömlum mönnum, að mest væri það fyrir prestinn gert að kenna börnum meira en „kverið“. Byrjaði hann jafnan með vetri að spyrja börn eftir messu á sunnudögum, og hélt því áfram til vors. Fermingarbörn tók hann til sín nær hálfan mánuð, áður þau skyldu fermast, kenndi þeim kristin fræði og annað það, er þá var áskilið til fermingar. Eigi gekk hann mjög eftir því, að við börn kynnum fræði okkar utanbókar, en því meir, að við kynnum efni þeirra.“ „Heimilisfaðir var séra Magnús ágætur. Hjóna- band þeirra Torfastaðahjóna var jafnan talið fyrirmynd. Hjú hans elskuðu hann og virtu, enda var hann þeim alúðlegur í viðmóti og áreiðanlegur í viðskiptum, en starfa höfðu þau nægan jafnan. Sú var venja hans á vetrarkvöldum, er fólk sat við vinnu sína í baðstofu, og hann átti eigi annríkt mjög við lestur eða skriftir, að sitja hjá því og lesa upphátt sögur eða fræðibækur. Þá langt var liðið á vetur og hætt var að kveikja ljós í baðstofunni, sagði hann sögur.“ „Búmaður var séra Magnús góður og sat jörð sína vel. Bær var niðurníddur er hann kom þar, en orðinn reisulegur hin síðustu ár. Bætti hann jörðina allmikið, eftir því sem þá gerðist, og var hvatamaður að jarðarbótum og öðrum búnaðar- framförum í sveitinni. Fyrstur Árnesinga keypti hann skilvindu. Vinsæll var séra Magnús af sóknarbörnum sín- um og vel metinn sem von var, einkum hin síð ari ár. Báru menn mikið traust til hans og réði hann miklu um almenn mál. Þótti þeim málum vel til Sr. Magnús Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.