Litli Bergþór - dec. 2018, Side 47
Litli-Bergþór 47
barrskógar. Þangað sóttum við aðallega bláberin
okkar. Oftast var farið á hjóli og höfðum við á
bakinu körfur, sem tóku 12-15 kg af berjum.
Smáspöl frá veginum er frumskógarsvæði, sem
ekki má hreyfa við.
Hæðin, sem ég nefndi áðan er suðaustast í
þorpinu og á hæðinni bjó móðurfaðir minn. Þangað
lá leið okkar systkina oft. En heim þurftum við
að fara yfir smá á, Örtze, sem rennur í mörgum
bugðum í gegnum mitt þorpið. (Reyndar fannst
mér hún nú ekki lítil þá, þegar ég var lítil.) Tvær
brýr liggja yfir hana, önnur var göngubrú. Hana
fórum við oftast. Svo liggur leiðin í norðvestur,
þar komum við í þorpshluta, sem er kallaður
Baven, eða Boben á lágþýsku. Boben þýðir uppi.
Ekki eru það nú miklar hæðir, því hæsta hæðin
í grennd við þorpið er 175 m. Í Baven bjuggum
við. En til norðurs liggur leiðin sem við fórum
oftast, ef við vildum gera okkur dagamun. Þar er
víðáttumikið heiðarland og þar er minnismerki
eins helsta heiðakáldsins, „Hermanns Löns“. Í
júlílok og í ágúst, fer beitilyngið að blómstra og
heiðin verður ein rauð breiða. Þá fóru bændur með
býflugnabúin sín á heiðina. Mér þótti afar vænt
um þegar ég sá líka beitilyng hér á Íslandi. - Svo
fórum við reyndar líka oft um skóginn, en stutt var
í hann. Maður gat komið hérum og rádýrum að
óvörum ef maður hafði hljótt um sig. Svo týndum
við sveppi þar. Ferðir mínar út úr þorpinu voru
ekki fáar, því að ég var talsvert rómantísk í þá
daga. – Reyndar var það nú ekki alltaf rómantíkin
sem réði ferðum mínum út úr þorpinu. Ég hjálpaði
á stríðsárunum bændunum í kring, bæði af því að
þá vantaði hjálp og okkur mat. Akrarnir voru oft
langt í burtu og ekki síður engjalandið, en mikið
af því lá meðfram ánni Örtze.
við húsið var grasgarður og leikvangur okkar
barnanna með epla- og perutrjám. Svo bak við
þennan grasgarð höfðum við grænmetisgarð, sem
var umgirtur plómutrjám og rifsberjarunnum.
Nágrannarnir voru smábændur, sem höfðu frá
einni og upp í sex kýr, svo voru svín og hænsn,
en aðaltekjurnar komu frá ökrunum. Ekki höfðu
þessir bændur hesta eða traktor til að draga vagna
sína, þeir notuðu mjólkurkýrnar sínar. Þær drógu
plóginn og drógu heim þunga vagna. Þó var einn
grannanna með tvo uxa. Ég man ég átti einu
sinni að halda í taumana á dráttarkúnum á meðan
húsfreyjan skrapp inn í búð og ég var allan tímann
hrædd við að missa þær út í buskann. En sennilega
hefur nú ekki verið mikil hætta á því. Þó gátu þær
verið stífar stundum.
Aðallega voru það konurnar, gamalmenni og
börn, sem önnuðust búskapinn, en bændurnir
voru í hernum. Í þorpinu voru reyndar franskir
stríðsfangar, sem hjálpuðu til og reyndist sá sem
var hjá granna okkar einstaklega vel. Hann heldur
ennþá uppi bréfaskiptum við það fólk.
Á vorin var akurvinna okkar aðallega að grisja
rófur og skafa burt illgresi milli kartöflugrasanna.
Svo tók við engjaheyskapur, sem gat staðið í 14
daga til 3 vikur. Og fljótt eftir það var hægt að
slá og binda korn. Oft var erfitt að bogra í 25-30°
hita við að binda korn. Til að draga sláttuvélina
fékk granni okkar að láni hross. Vélin skyldi eftir
hæfileg búnt af hálmi og við bundum svo hálm í
kring um það. Það þótti ekki góður bindingsmaður
ef það losnaði sem hann hafði bundið. Svo voru
kornbindin sett upp tvö og tvö, hvort á móti öðru,
þangað til komnar voru 6-8 samstæður. Þannig
þornaði það og svo var því ekið heim í hlöðu.
Kornakrarnir, sem fyrst voru slegnir, voru plægðir
En ég verð næst að segja ykkur
frá því hvernig umhorfs var heima.
Boben, okkar þorpshluti, er eiginlega
ein löng gata með tveim útskotum.
Það þótti löng ganga að ganga það á
enda. Bak við húsin voru svo akurlönd
og heimagarðar. Afi minn, föðurfaðir,
byggði húsið sem við áttum heima í,
en hann var vagnasmiður. Tengdafaðir
(minn, Arnór) mældi það út einu
sinni þegar hann var þar á ferð og
mig minnir að það hafi verið um 240
ferm. Ekki fannst okkur það neitt
stórt krökkunum. Húsin voru byggð
þannig að undir sama þaki voru kýr
og heybyrgi. Hjá okkur var bara búið
að breyta öllu í íbúðarhúsnæði. Hægra
megin við íbúðarhúsið var verkstæðið
og vinstra megin blómagarður. Bak Húsið í Baven eins og það leit út 2012.