Litli Bergþór - des. 2018, Síða 48

Litli Bergþór - des. 2018, Síða 48
48 Litli-Bergþór strax aftur og um leið plantað út matarrófum í raka moldina. Og aftur þótti ekki gott ef margar plöntur dóu í spildunni, sem maður hafði plantað í. Oft vorum við þreytt eftir erfiðan dag og gott þótti að skrölta heim í hægðum okkar á kúavögnunum. Þrátt fyrir það tókum við oft sprettinn seint á kvöldin og syntum okkur til hressingar í ánni. Kartöflurnar tóku svo fljótlega við. Aðallega í september, þó að einstaka bóndi byrjaði að taka upp jafnvel í júnílok eða í júlí, eitthvað sem hafði hlotið sérstaka meðferð. Þegar búið var að sækja allt af ökrunum á haustin, tóku þreskingar við. Það var erfitt og rykugt verk og allt þurfti að ganga óskaplega hratt. Núna er víst (allt) mikið breytt heima. Stórbændurnir tóku aftur til sín akurlönd þau sem höfðu verið leigð og þar er ekki unnið að ráði með handafli. Smábændum hefur fækkað svo að ég veit ekki hvort nú til dags sjáist nokkur mjólkurkýr draga vagn. En ekki má ég gleyma fénu. Enn eiga nokkrir bændur kindur, „grátt stuttrófufé“, segir Sighvatur ég eigi að kalla það, og fylgir því stöðugt fjármaður og hundur, sem gætir þess að féð gangi ekki í annarra manna landi. En fé er aðeins á stórbýlum sem liggja utan við þéttbýlið. Víða sjást gömul fjárhús, sem gefa heiðinni sinn sérstaka svip. Ég hef hér reynt að lýsa umhverfinu, en núna skulum við litast um heima hjá mér. - Áður en allt fór úr skorðum á stríðsárunum. - Þar voru heima afi og amma, pabbi og mamma, við fjögur systkinin og tveir föðurbræður, sem unnu með á verkstæðinu. En pabbi minn var húsgagnasmiður. Hann smíðaði sófa og hægindastóla og þess- háttar. Tónlist æskuáranna var vélarsöngur og hamarshögg nema í frítímunum. Þá settist pabbi minn við píanóið. Yfirleitt var öll æskan einn söngur. Það var sungið við vélavinnu og inni í bænum og á kvöldin voru oft kóræfingar, því að pabbi minn var organisti og æfði kirkjukór. Ég held ég hafi fáa tíma dags ekki verið með lag í huga eða á vörum. Tónlistaráhugamenn safna sjald- an auði og ekki gat pabbi minn það. En við krakkarnir fundum ekki til þess. Það var svo margt sem hægt var að hlakka til og ætla ég að byrja á (að segja ykkur frá) jólunum. Laugardagskvöldin Stuttrófa? Er það ekki sama og dindill? fyrir aðventusunnudagana fægðum við skóna vandlega og settum þá í gluggann. Morguninn eftir hafði jólasveinninn komið með eitthvað gott í þá, innpakkað í fallegan pappír. Óskalistinn var líka settur í skóinn og jólasveinninn hirti hann um leið. Snemma byrjuðum við að pukra í laumi við að útbúa eitthvað sem enginn mátti sjá. Nokkrum dögum fyrir jól kom jólatréð og enginn sá það nema móðir okkar, sem skreytti það og útbjó stofuna. Aðfangadag var farið í kirkju kl 5. Börnin sátu í þrem hópum fremst í kirkjunni. Ég finn ennþá eftirvæntinguna, sem lá í loftinu. Eftir fyrsta sálminn var byrjað að kveikja á kertunum á jólatrénu, þau voru ekki færri en hundrað og tréð eftir því stórt. Sóknarnefndarmennirnir gerðu það og höfðu til þess langar stangir með logandi kerti á endunum og börnin stóðu á öndinni af eftirvæntingu hvort öll kertin fyndust og hvenær englarnir byrjuðu að svífa, en þeir voru í hring efst á trénu. Svo þegar því var lokið röðuðu börnin sér upp við altarið í þrem hópum og sungu jólalög, sem þau höfðu æft. Eftir það söng svo kórinn. Grátt stuttrófufé með hirði sínum.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.