Litli Bergþór - des. 2018, Síða 54

Litli Bergþór - des. 2018, Síða 54
54 Litli-Bergþór 8 Í manntalinu 1901 er Lárus á Eiðsstöðum en 1910 í Stóradal. 9 Einar Helgason: „Seyðisárferð 1916“ Göngur og réttir II, Bragi Sigurjónsson bjó til prentunar, 1984, bls. 225. 10 Þorsteinn Bjarnason. Samtíningur um Gnúpverjahrepp á 19. öld. 3. hluti. Óútgefið en aðgengilegt á internetinu með skýringum Einars Ólafssonar sonarsonar Þorsteins. 11 Lárus er sagður kominn þangað í sókn árið 1922 frá Laugarvatni. Súluritið hér til hliðar sýnir vel muninn á fóðurþörf ánna og sauðanna og einnig mismun heygjafar milli ára. Veturinn 1890/91 hefur verið hagstæður, sauðunum var gefið aðeins 34 sinnum á rúmlega tveimur mánuðum og um 20 kg af heyi fóru í hvern sauð. Dæmi um uppgjör Lárusar eftir veturinn er eftirfarandi færsla fyrir Dalhúsið vorið 1894 (stafrétt eftir vasabókinni): Þanninn hef eg gefið þennann vetur hjer um bil 52 hesta af heyi 63 ám í 14 vikur og 3 daga, í hverjum hesti nálægt 14 kírl[aupar], hver kírl. að vikt 10 π [pund] svo hver ær hefur jetið nálægt 114 π af heyi eða ekki fullkomlega 1 heyhest, því hver hestur nærri 140 π. Eftir dvölina í Tungufelli var Lárus árum saman norður í Húnavatnssýslu.8 Þá var hann oft fyrirliði Húnvetninga í fjallferðum (göngum) suður á Kjöl, þar sem þeir smöluðu með Biskupstungnamönnum svæðið frá Sandkúlufelli norðan Seyðisár suður í Gránunes sunnan Kjalhrauns. Einar Helgason í Holtakotum fór í fyrsta sinn að Seyðisá haustið 1916 og segir þannig frá kynnum sínum af Lárusi í þeirri ferð:9 Ég hlaut það besta sem ég gat kosið en það var að vera í leit með fyrirliða Húnvetninga sem komu í Gránunes, hinum góðkunna og þaulvana fjallmanni Lárusi Jónssyni frá Tungufelli, en hann var þá eins og oft áður fyrirliði norðanmanna í Gránunes. Ég notaði því tækifærið eftir því sem kostur var á að fræðast af honum um allt er fyrir augu bar þegar fór að halla norður af Kili og ég var kominn á ókunnar slóðir. Hann lét og ekki sitt eftir liggja að fræða mig, enda hefi ég furðanlega notið þess síðan er ég hef átt leið þar um. Þorsteinn Bjarnason (1865 – 1951) bóndi og fræðimaður í Háholti segir í fróðleiksgrein um Jón í Minni Mástungum föður Lárusar:10 Launson átti Jón er Lárus hét. Barst hann norður í Húnavatnssýslu um eitt skeið. Lárus var manna kunnugastur í óbyggðum milli norður og suðurlands. Var hann oft fylgdarmaður bæði útlendra og innlendra manna. ... Hann var maður fróður um margt. Var aldrei við konu kenndur. Upp úr 1920 er Lárus aftur kominn suður í Árnessýslu og dvaldi síðustu æviárin á Bergsstöðum í Biskupstungum. Þar er hann skráður vinnumaður í manntali árið 1930.11 Kristrún Sigurfinnsdóttir í Efstadal, fædd árið 1919 og upp alin á Bergsstöðum var þar samtíða Lárusi síðustu 13 æviár hans, 1924 – 1937. Að sögn Kristrúnar var Lárus að ýmsu leyti sérstæður maður. Hann hafði sérherbergi á Bergsstöðum sem hefur varla verið algengt um vinnumenn á þeim tíma og átti mikið af bókum sem hann hafði þar hjá sér í læstum skáp. Hann hafði þó ekkert á móti því að lána heimilisfólkinu bækur en brýndi fyrir krökkunum að fara vel með þær. Lárus las að jafnaði húslestra á Bergsstöðum og Kristrún segir hann hafa lesið mjög vel. Heima fyrir var hann nokkuð út af fyrir sig og þoldi t.d. illa hávaða og ærsl í krökkum. Hann hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, auk venjulegra starfa vinnumanna gerði hann nokkuð af því að spinna hrosshár og vinna úr því. Gjafatöflur Lárusar vitna um óvenjulega nákvæmni hjá ungum manni, jafnvel vísinda- legar tilhneigingar. Aðrar heimildir þótt fátæklegar séu, svo og bókaeignin, benda til að Lárus hafi verið ágætlega gefinn og viðað Merkiplata á leiði Lárusar í Tungufellskirkjugarði. Súlurit um heygjöf samkvæmt gjafatöflum Lárusar, í Dalhúsi (ær) og Skógarkoti (sauðir).

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.