Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 29. nóvember
H
ugur Bjarka Hólmgeirs
Halldórssonar hefur
dvalið á myrkum slóð-
um undanfarin ár en
hann hefur sökkt sér ofan í ís-
lensk mannshvörf. Málin eru
furðumörg og sum þeirra dular-
full og óhugnanleg. Afrakstur
þessa grúsks birtist nú í nýrri bók
Bjarka, Saknað – Íslensk manns-
hvörf. Áður en við víkjum betur
að efni bókarinnar viljum við
forvitnast örlítið um manninn á
bak við höfundinn. Hver er Bjarki
Hólmgeir Halldórsson?
Hann er fæddur 17. júní
árið 1984 og ólst upp í Aðaldal í
Suður- Þingeyjarsýslu. Bjarki bjó
á sveitabæ en þar var þó ekki bú-
skapur heldur rak faðir hans verk-
stæði fyrir bíla og landbúnaðar-
tæki í héraðinu. Móðirin vann í
mötuneyti skólans á svæðinu.
Bjarki var langyngstur fjögurra
bræðra og aðspurður segir hann
að æska hans hafi verið upp og
ofan:
„Ég lenti í miklu einelti í
grunnskóla. Það varði megnið af
minni skólagöngu en orðið ein-
elti var ekki til þá,“ segir Bjarki.
Aðspurður hvort ofbeldið hafi
verið líkamlegt eða andlegt segir
hann að andlega hliðin hafi veg-
ið þyngra. Hann viðurkennir að
minningarnar um eineltið hafi
fylgt honum fram á fullorðinsár.
„Ég gerði þetta upp fyrir
nokkrum árum þegar ég gaf út
fyrsta lagið mitt, Fortíð,“ segir
Bjarki en hann hefur mikið
fengist við tónlist. „Ég hef spilað á
gítar, bassa og trommur í hljóm-
sveitum og gefið út tvær fjögurra
laga plötur. Ég á síðan í skúffu um
70 lög og texta sem ég hef samið.“
Bjarki hefur átt í mismiklum
samskiptum við ofsækjendur
sína úr æsku og gert upp mál-
in við suma þeirra. „En ég nenni
ekki að eyða meiri tíma og orku í
þetta, mér finnst svo margt annað
mikilvægara í lífinu,“ segir hann.
„Ég er fyrir löngu búinn að sleppa
frá mér allri biturð vegna einelt-
isins.
Ég sótti mikið í frænda minn
sem bjó á næsta bæ en hann lést
í fyrra og andlát hans var mér
þungbært. Hann og kona hans
voru ekki bara skyldfólk mitt og
nágrannar, þau voru í raun bestu
vinir mínir á þessum tíma.“
Bjarki fluttist síðan á mölina.
Hann býr á höfuðborgarsvæðinu
og starfar sem vinnuvélastjórn-
andi hjá Ístaki, mest á jarðýtu og
gröfu. Í frístundum sinnir hann
skrifum og tónlist. Bjarki á eina
dóttur og hann er í sambúð með
konu sem á son fyrir. Bjarki lítur
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
„ÉG HEF MÍNAR KENNINGAR UM
AFDRIF GUÐMUNDAR OG GEIRFINNS“
n Myrkar ráðgátur n Bjarki rannsakar íslensk mannshvörf n Var lagður í einelti allan grunnskólann
M
Y
N
D
IR
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N