Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 29. nóvember H ugur Bjarka Hólmgeirs Halldórssonar hefur dvalið á myrkum slóð- um undanfarin ár en hann hefur sökkt sér ofan í ís- lensk mannshvörf. Málin eru furðumörg og sum þeirra dular- full og óhugnanleg. Afrakstur þessa grúsks birtist nú í nýrri bók Bjarka, Saknað – Íslensk manns- hvörf. Áður en við víkjum betur að efni bókarinnar viljum við forvitnast örlítið um manninn á bak við höfundinn. Hver er Bjarki Hólmgeir Halldórsson? Hann er fæddur 17. júní árið 1984 og ólst upp í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu. Bjarki bjó á sveitabæ en þar var þó ekki bú- skapur heldur rak faðir hans verk- stæði fyrir bíla og landbúnaðar- tæki í héraðinu. Móðirin vann í mötuneyti skólans á svæðinu. Bjarki var langyngstur fjögurra bræðra og aðspurður segir hann að æska hans hafi verið upp og ofan: „Ég lenti í miklu einelti í grunnskóla. Það varði megnið af minni skólagöngu en orðið ein- elti var ekki til þá,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort ofbeldið hafi verið líkamlegt eða andlegt segir hann að andlega hliðin hafi veg- ið þyngra. Hann viðurkennir að minningarnar um eineltið hafi fylgt honum fram á fullorðinsár. „Ég gerði þetta upp fyrir nokkrum árum þegar ég gaf út fyrsta lagið mitt, Fortíð,“ segir Bjarki en hann hefur mikið fengist við tónlist. „Ég hef spilað á gítar, bassa og trommur í hljóm- sveitum og gefið út tvær fjögurra laga plötur. Ég á síðan í skúffu um 70 lög og texta sem ég hef samið.“ Bjarki hefur átt í mismiklum samskiptum við ofsækjendur sína úr æsku og gert upp mál- in við suma þeirra. „En ég nenni ekki að eyða meiri tíma og orku í þetta, mér finnst svo margt annað mikilvægara í lífinu,“ segir hann. „Ég er fyrir löngu búinn að sleppa frá mér allri biturð vegna einelt- isins. Ég sótti mikið í frænda minn sem bjó á næsta bæ en hann lést í fyrra og andlát hans var mér þungbært. Hann og kona hans voru ekki bara skyldfólk mitt og nágrannar, þau voru í raun bestu vinir mínir á þessum tíma.“ Bjarki fluttist síðan á mölina. Hann býr á höfuðborgarsvæðinu og starfar sem vinnuvélastjórn- andi hjá Ístaki, mest á jarðýtu og gröfu. Í frístundum sinnir hann skrifum og tónlist. Bjarki á eina dóttur og hann er í sambúð með konu sem á son fyrir. Bjarki lítur Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is „ÉG HEF MÍNAR KENNINGAR UM AFDRIF GUÐMUNDAR OG GEIRFINNS“ n Myrkar ráðgátur n Bjarki rannsakar íslensk mannshvörf n Var lagður í einelti allan grunnskólann M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.