Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 24
24 29. nóvemberFRÉTTIR
B
lessað golfið, helsta áhugamál Don-
alds Trump, forseta Bandaríkjanna,
hefur kostað Bandaríkjamenn ansi
mikið síðan hann tók við embætti
í janúar árið 2017. Áætlað er að 115 millj-
ónir dollara, rúmlega 14 milljarðar króna,
hafi farið í golffrí forsetann síðustu tæpu
tvö árin. Það jafngildir því að hann myndi
þiggja forsetalaun í 287 ár, en hann nýt-
ir hvert tækifæri til að monta sig af því að
þiggja ekki forsetalaun.
Hins vegar er ekki hægt að slá upp-
hæðinni sem hefur farið í golfið fastri
því Hvíta húsið neitar að gefa upp þess-
ar upplýsingar, eins og fram kemur í grein
Huffington Post um málið. Huffington Post
óskaði eftir upplýsingum um hve margir
opinberir starfsmenn væru með í för í
þakkargjörðarfríi Trump á Palm Beach
í Flórída, á hótelinu sem hann sjálfur á,
nú um helgina og hvað ferðin kostaði, en
golf mun leika þar veigamikið hlutverk.
Svar Stephanie Grisham, fjölmiðlafulltrúa
Hvíta hússins, var stutt og laggott: „Nei.“
Rennur allt í vasa Trump
Hvíta húsið þarf ekki að veita þessar upp-
lýsingar þar sem það er undanskilið upp-
lýsingalögum. Hins vegar er það brot á
stjórnarskrá Bandaríkjanna að Trump
þiggi aukagreiðslur, utan forsetalauna, frá
bandarískum yfirvöldum. Af þessum 115
milljónum dollurum sem hafa runnið í
golfferðir forsetans að því er virðist, hef-
ur mikill peningur farið í að borga fæði og
uppihald fyrir öryggisverði, starfsfólk Hvíta
hússins og aðra opinbera starfsmenn enda
þarf mikið fylgdarlið þegar forseti Banda-
ríkjanna er annars vegar.
Ýmsir fjölmiðlar hafa látið á það reyna
fyrir dómi hvort þessar upplýsingar ættu
ekki erindi til almennings. ProPublica fékk
til að mynda upplýsingar varðandi kostnað
við heimsókn kínverska forsetans Xi Jinp-
ing árið 2017, en forsetarnir tveir skemmtu
sér á Mar-a-Lago á Palm Beach á Flór-
ída, á sama stað og Trump fagnar þakk-
argjörðarhátíðinni. Hér er vert að minna
á að hótelið og golfvöllurinn eru í eigu
Trump. Samkvæmt upplýsingum ProPub-
lica borguðu bandarískir skattgreiðendur
546 dollara, tæplega 70 þúsund krónur, fyr-
ir nóttina á hótelinu fyrir hvern af þeim 24
starfsmönnum Trump sem gistu á svæð-
inu. Er þetta talsvert hærra gjald en rukk-
að er vanalega fyrir herbergi á staðnum. Þá
borguðu skattgreiðendur einnig rúmlega
1.000 dollara, um 122 þúsund krónur, fyr-
ir 54 drykki á barnum sem pantaðir voru af
starfsmönnum Hvíta hússins.
Property of the People ljóstraði ný-
lega upp að leyniþjónustan hefði fengið
254.021 dollara fyrstu fimm mánuðina sem
Trump var forseti fyrir að fylgja honum í 25
golfferðir. Fram að síðasta miðvikudegi
hafði Trump farið í golf 223 sinnum síðan
hann varð forseti. Því má leiða að því líkur
að 2,3 milljónir dollara hafi farið til leyni-
þjónustunnar í forsetatíð Trump.
Gagnrýndi Obama
Þessi mikli golfáhugi Trump og peningarn-
ir sem renna í áhugamálið eru einnig ansi
spaugilegir því Trump gagnrýndi fyrr-
verandi forseta Bandaríkjanna, Barack
Obama, ítrekað fyrir að spila mikið golf.
„Barack Obama spilar golf til að flýja
vinnuna á meðan Bandaríkin fara í ræsið,“
tísti Trump í desember árið 2011.
Í kosningabaráttunni sagði Trump enn
fremur að hann myndi aldrei hafa tíma til
að fara í golf ef hann yrði kosinn forseti.
„Ég elska golf en ég held að ég myndi
aldrei sjá Turnberry aftur ef ég kæmist í
Hvíta húsið. Ég held að ég myndi aldrei sjá
Doral aftur,“ sagði hann á kosningafundi
í febrúar árið 2016 og vísaði í tvo golfvelli
í hans eigu. „Ég held að ég sæi ekkert. Ég
myndi vilja vera bara í Hvíta húsinu og
vinna eins og brjálæðingur.“
Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hefur
Trump leikið mun meira golf en fyrir-
rennari hans. Þegar Obama hafði verið
í embætti í tæp tvö ár, líkt og Trump er
núna, þá hafði hann eytt 88 dögum á golf-
velli. Trump hefur eytt 223 dögum í það.
Auk þess kaus Obama yfirleitt að spila golf
í grennd við Hvíta húsið en Trump ferð-
ast langar vegalengdir til að sinna áhuga-
málinu og spilar á sínum eigin golfvöll-
um í New Jersey og Flórída. Síðan Trump
tók við embætti hefur hann aðeins tvisvar
leikið golf á golfvöllum sem hann á ekki,
bæði skiptin í Japan. Sérfræðingar hafa því
haldið fram að þessi gífurlegi kostnaður
við golfið sé eingöngu til að færa peninga
úr vasa skattgreiðenda í vasa Trump. n
á þinni leið
Á ÞINNI LEIÐ
HRINGDU Í SÍMA 522 4600
TAKTU KRÓK Á
LEIÐARENDA
Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björun
ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar
sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun thónabifreiða og annarra
birfreiða samkvæmt óskum viðskiptavina.
Krókur búður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
• 24 stunda þjónustu allt árið um kring
• björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þar þá á verkstæði
Krokur.net / Suðurhraun 3 / 210 Garðarbær
FJÁRDRÁTTUR Á FLÖTINNI
n Áætlað er að golfferðir Donalds Trump hafi kostað skattgreiðendur 115
milljónir dollara n Golfar nánast alltaf á sínum eigin völlum Lilja Katrín Gunnarsdóttirlilja@dv.is
Fylgdarlið Fjölmargir starfsmenn
fylgja Trump hvert sem hann fer.
Fugl eða fiskur? Vonandi er Trump orðinn
góður í golfi eftir allar þessar ferðir.
MYNDIR: GETTY IMAGES