Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 52
52 MATUR 29. nóvember Smákökur hringja inn aðventuna Aðventan er á næsta leiti og þá er tilvalið að baka jólasmákökur Þ rjár uppskriftir – þrjár mismun- andi smákökur. Ef þú bakar alltaf sömu smákökusortirnar fyrir jólin þá er tilvalið að prófa eitthvað nýtt um þessi jól. Ostakökufylling – Hráefni: n 1 eggjarauða n 85 g mjúkur rjómaostur n 1/4 bolli sykur n 2 tsk. rifinn sítrónubörk- ur n 1/2 tsk. vanilludropar Aðferð: Blandið öllum hráefnum vel saman í skál og setjið til hliðar. Smákökur – Hráefni: n 1 1/4 bolli mulið hafrakex n 1 bolli hveiti n 1 1/2 tsk. lyftiduft n 115 g mjúkt smjör n 1/2 bolli púðursykur n 1 eggjahvíta Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og setj- ið smjörpappír á ofnplötur. Blandið hafrakexi, hveiti og lyftidufti vel saman í lítilli skál. Hrærið smjöri og púð- ursykri vel saman í annarri skál. Bætið eggjahvítunni út í og hrærið vel. Blandið hafrakexblöndunni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman. Búið til litlar kúlur úr deig- inu og raðið á ofnplötur. Fletjið kökurnar út með fingrunum og búið til litla holu í miðjuna á hverri köku. Setjið ostakökufyll- inguna í holuna á hverri köku og bakið í 12 mínútur, eða þar til kökurnar eru gylltar. Ég drissaði síðan smá sítrónuberki yfir þess- ar þegar þær komu úr ofn- inum. Og þótt þessar séu meira en girnilegar, mæli ég með því að þið leyfið þeim að kólna lítið eitt áður en þið borðið þær. Algjör- lega guðdómlegar! Hráefni: n 225 g smjör n 1 bolli púðursykur n 1/2 bolli sykur n 1 tsk. vanilludropar n 2 egg n 2 1/2 bolli hveiti n 2 tsk. maíssterkja n 1 tsk. salt n 1 tsk. matarsódi n 1 bolli hvítt súkkulaði, grófsaxað n 1 bolli salthnetur, grófsaxaðar Aðferð: Nú byrjum við á því að brúna smjör. Setj- ið smjörið í lítinn pott og bræðið yfir með- alhita. Hrærið stans- laust. Smjörið á eftir að freyða og síðan verð- ur það brúnt. Þegar þið finnið hnetukeim af því er það tilbúið. Takið þá pottinn af hellunni og leyfið smjörinu að kólna í korter. Hrær- ið smjör, púðursykur og sykur saman. Bætið vanilludropum og eggj- um saman við og hrær- ið vel. Blandið hveiti, sterkju, salti og matar- sóda saman í annarri skál. Blandið því síð- an varlega saman við smjörblönduna. Blandið súkkulaði og salthnetum saman við með sleif eða sleikju og kælið deigið í ísskáp í hálftíma. Hitið ofninn í 160°C og setj- ið smjörpappír á ofn- plötur. Búið til litlar kúl- ur úr deiginu og raðið á plöturnar. Bakið í 11–13 mínútur og leyfið þeim síðan að kólna – ef þið getið staðist þær! Toppur – Hráefni: n 2 msk. brætt smjör n 1/2 bolli pekanhnetur, saxaðar n 1/3 bolli púðursykur n 1/2 bolli síróp n 2 egg n 1/8 tsk. salt Aðferð: Setjið öll hráefni í pönnu og hrær- ið vel. Látið malla yfir meðalhá- um hita þar til blandan þykknar. Takið pönnuna af hellunni þegar blandan er orðin svipað þykk og búðingur. Smákökur – Hráefni: n 230 g mjúkt smjör n 1 bolli ljós púðursykur n 1 bolli sykur n 2 tsk. vanilludropar n 2 stór egg n 2 1/4 bolli hveiti n 1/2 bolli kakó n 1 tsk. matarsódi n smá salt Aðferð: Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Hrær- ið smjöri, púðursykri og sykri vel saman og bætið því næst vanillu- dropum og eggjum saman við. Blandið hveiti, kakói, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því síðan varlega saman við smjörblönduna. Búið til litlar kúlur úr deiginu og skellið á ofn- plöturnar. Athugið að þessar kök- ur dreifa úr sér. Bakið kökurnar í 8 mínútur. Takið úr ofninum og setjið um það bil eina matskeið af pekanhnetublöndunni ofan á hverja köku. Setjið aftur í ofninn og bakið í 4 mínútur til viðbótar. Þessar eru ekki af þessum heimi! Ogguponsulitlar ostakökur Sjúkar salthnetukökur Pekanhnetutryllingur Punkturinn yfir i-ið Brúnað smjör gerir bakkelsi enn betra. Súkkulaði og pekanhnetur Hvað er betra? Ostakökuást Ef þú elskar stórar ostakökur þá elskar þú ogguponsu­ litlar. MYND: SUNNA GAUTADÓTTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.