Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 60
60 FÓKUS 29. nóvember Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka n Kvikmyndajóladagatal n Merktu þessar hjá þér n Hefurðu séð þær allar? J ólaandanum fylgir alltaf ýmis stemning með góðri aðstoð frá dægurmenningu. Í hugum sumra bresta hátíðirnar ekki á fyrr en rétta lagið er komið í gang, jafnvel rétti baksturinn og að sjálfsögðu réttu jólamyndirnar. Því er kjörið að renna í gegnum 24 jólakvikmyndir. Ein jólaræma á dag kemur hátíðarskapinu í lag með glæsibrag. Batman Returns (1992) Hér lætur stílistinn Tim Burton allt flakka í abstrakt myndarömmum, skuggamyndum í anda þýska ex- pressjónismans og köldum þemum sem snúa meðal annars að bældum kynhvötum, félagslegum grímum og ofbeldi gegn ungum börnum, að því ógleymdu að S&M-undirtónarnir eru gegnumgangandi. Svona eru jólin, krakkar. In Bruges (2008) Leigumorðingi í tilvistarkreppu í einni fallegustu borg heims býður ekki upp á það sem kallast hefðbundin jólamynd. Aftur á móti eru þeir Colin Farrell, Ralph Fiennes, Brendan Gleeson, og fleiri, algjörlega upp á sitt besta í sót- svartri kómedíu sem hringir fleiri bjöll- um en ætla mætti í fyrstu. Þessa má endalaust vitna í á réttum tíma árs. The Holiday (2006) Þegar dyr lokast opnast nýir gluggar. Eins og kemur skemmtilega fram í The Holiday geta hinir ófyrirsjáanlegustu hlutir oft leitt til óvæntrar gleði. Kvik- myndinni The Holiday má ár hvert taka á móti með opnum örmum enda er hlýjan og sjarmörinn allsráðandi, meira að segja hjá Jack Black, sem er merki- lega sjaldséð. Eden (2019) Íslenska partímyndin Eden er einfald- lega rokkandi fín, lítil ræma; unnin á hnefanum, en brött, ýkt, frumleg á köfl- um og rúllar á sterkri frammistöðu frá einni efnilegustu leikkonu landsins. Hún er mynd sem á örugglega eftir að lifa góðu költ-lífi á klakanum um ókom- in ár, sérstaklega í ljósi þess að hún er einnig hin undarlegasta jólamynd. Scrooge (1951) Það er með ólíkindum hversu oft er búið að festa Jólasögu Charles Dick- ens á filmu. Áhorfandinn, sem er ekki kominn með bráðaógeð af sögunni, er nánast með valkvíða um hvaða út- gáfu smella í tækið. Þó er til rétt lausn við því hugarangri og fer ekki á milli mála að útfærslan með Alistair Sim í burðarhlutverkinu ber af. Hún gefur kunnuglegri sögu nokkur viðbætt smá- atriði og kemur þroskasaga Skröggs- ins út áreynslulaust og vekur upp sterk áhrif. Annars má alltaf hafa útgáfuna með Prúðuleikurunum og Michael Caine sem kost til vara. Kiss Kiss Bang Bang (2005) Frasakóngurinn Shane Black (Lethal Weapon) er hér í essinu sínu með kol- ruglaðri félagakómedíu um morðgátu í Hollywood á hátíðartímum. Black er þekktur fyrir að búa til naglharðar en hnyttnar og ófyrirsjáanlegar spennu- myndir sem gerast á þessum tíma árs. Til að bæta stjörnuna ofan á þetta subbulega en meinfyndna jólatré hefur Robert Downey Jr. sjaldan verið betri, eða beittari. Miracle on 34th Street (1947) Hér er ekkert á boðstólum nema hjarta- hlýja og listin að slökkva á allri nei- kvæðni. Miracle on 34th Street, endur- gerðin frá árinu 1994, er ekki alslæm heldur. Túlkun Edmunds Gwenn á meintum jólasveini myndarinnar er ein sú allra besta og sögunni tekst af mik- illi snilld að vera dramatísk og upplífg- andi án þess að síga fullmikið út í meló- drama eða sykur. Þessi er ómissandi. The Hateful Eight (2015) Rokkstjörnuleikstjórinn Quentin Tar- antino tjaldar öllum níhilismanum til og verður seint hægt að kalla áttundu kvikmyndina hans gleðilega. Myndin sýnir þó á flugbeittan máta hvað gerist þegar hópur stórhættulegs fólks get- ur verið á hálum ís þegar allir eru fastir undir sama þaki á meðan snjóbylur geisar. Jólaandinn sest þó að með stór- glæsilegum hætti í ógleymanlegri senu þar sem Heims um ból er spilað á píanó yfir einræðu leikarans Samuels Jackson. Eins og sjá má í þessum lágstemmda en grimma snjóvestra Tarantino heldur maðurinn bæði upp á hvít jól og rauð. Því ber að fagna. The Long Kiss Goodnight Það er varla hægt að mæla hversu eitur- svöl Geena Davis er í þessari mynd. Shane Black er kominn hér í enn einn jólagírinn þar sem eltingarleik- ir, sprengingar, grafin leyndarmál og töffarastælar eru borðleggjandi. Annað væri nú hin mesta synd. Edward Scissorhands (1990) Það heldur enginn upp á melankólísk jól eins og Tim Burton, en gegnum- gangandi drunginn gerir að verk- um að vonarneistinn og hlýju undir- tónarnir skera sig þá meira úr. Johnny Depp er endalaust trúverðugur og elskulegur sem sakleysinginn með klippikrumlurnar, sem reynir sitt besta til að gera öðru fólki til geðs og heilla Winonu Ryder. Öðru af tveimur mark- miðum er náð, sem telst til mikils jóla- sigurs. Gremlins (1984) Eru börnin nógu gömul til að horfa á drungalegar myndir fyrir lengra komna en þó ekki komin á réttan aldur til að leggja í harðkjarna hryllingsmyndir? Þarna kemur Gremlins eins og kölluð; ákaflega skemmtileg, vel gerð og prakk- araleg ævintýramynd sem hefur ábyggi- lega í gegnum árin gegnt hlutverki sem martraðarfóður margra barna. Einhvers staðar þarf að byrja. Rare Exports Frændur okkar Finnar kunna aldeilis að mjólka það að nærvera jólasveinsins sé ekki alltaf af hinu góða. Rare Exports tekur flottan snúning á hefðir og fær prik fyrir einn makalaust ljótan Sveinka sem kallar ekki allt ömmu sína. 1. desember 2. desember 3. desember 4. desember 5. desember 6. desember 7. desember 8. desember 9. desember 10. desember 11. desember 12. desember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.