Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 4

Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 4
Tölur vikunnar 06.03.2016 Til 12.03.2016 4.000 kílómetra af loft- línum ætlar RARIK að leggja í jörð á næstu 20 árum. 40.000 ferkílómetra hálendisþjóðgarður er krafa náttúruverndarfólks og ferðaþjónustunnar. 70% af fasteignamarkaði er stjórnað af stærstu fasteigna- félögum landsins. 15 dómarar munu eiga sæti við nýtt milli- dómstig – Lands- rétt. 302 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn árið 2015. 194 létust eða slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2015. 181.000 farþega flutti Icelandair í febrúar sem var 26% fjölgun frá fyrra ári. Þrjú í fréttum Bið, höfuðsafn og popúlismi Snædís Rán Hjartardóttir háskólanemi sem er með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm sagði mennta- málaráðu- neytið hafa sniðgengið Félag fólks með sam- þætta sjón- og heyrnar- skerðingu. Hún kvaðst enn bíða eftir breytingum eftir að hún vann mál sitt gegn ríkinu. Henni hafði verið synjað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands sagði stöðu Nátt- úruminjasafns ins stór- undarlega nú þegar einkaaðilar setja á fót náttúrusýn- ingu í Perlunni. Þeir væru að fara að rækja lögbundnar skyldur höfuðsafns þjóðarinnar sem væri húsnæðislaust og fjársvelt. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði popúlisma vera aðal- vandamál stjórn- málanna. Stjórnmála- menn gerðu allt til að fanga athygli sjónvarpsmynda- véla. Þeir vildu breyta samfé- laginu til hins betra en stundum tæki púkinn stjórnina af þing- mönnum. Hún sagði jafnframt erfitt að eiga góða vini í pólítík. Í prófkjöri væru menn að slást við félagana. Ferðamál Umhverfisstofnun hefur umsjón með reglubundnu viðhaldi á svæðinu við Gullfoss. Nú liggja svellbunkar yfir jörð á svæðinu við fossinn og ferðamenn eiga bágt með að fóta sig. Kvartað hefur verið undan því að hálkuvörnum, söltun og söndun hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Þá hafa ferðamenn virt lokanir að stíg að vettugi en lögregluborða hefur verið komið fyrir til að hindra aðgang að stígnum sem liggur loka- spottann að fossinum. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir til standa að setja upp skilti sem vari ferða- menn við og hvetji þá til að vera á mannbroddum. „Það er í verkahring Umhverfis- stofnunar að sjá um viðhald á göngustígum. Almennt séð er það þó þannig að ferðamenn sem koma til Íslands bera ábyrgð á eigin öryggi, rétt eins og ferðamenn sem fara til útlanda,“ segir hann. Að sögn Ólafs þurfa ferðamenn að kynna sér aðstæður á hverjum stað. „Við höfum verið að sanda helstu gönguleiðir á svæðinu en stundum skapast veðurskilyrði þar sem er erfitt að halda uppi hálkuvörnum. Við erum að fara að setja upp skilti von bráðar. Á þeim verður varað við hálku og gestir beðnir um að vera á mannbroddum.“ Svæðinu er aldrei lokað þrátt fyrir vond veðurskilyrði. „Nei, það hefur ekki verið lokað og það er ekki í okkar verkahring að loka svæðinu. Það væri verk lög- reglunnar eða Almannavarna. En þegar kemur að því að loka aðgangi að ótryggum stíg, þá er það í okkar verkahring. Við ætlum að loka betur af ótryggt svæði með hliði þannig að ferðamenn eigi erfiðara með að virða lokanir að vettugi og merkja það betur,“ segir Ólafur. Þá er einnig von á betri tækja- búnaði. „Við eigum von á öflugum snjóhreinsi og sanddreifara síðar í mánuðinum. Það er bara einn starfsmaður sem sinnir þessu en við viljum bæta þjónustuna og upplýsa ferðamenn betur.“ Ólafur segir aukinn fjölda ferða- manna um vetur koma öllum á óvart. Unnið hafi verið að því að fjölga ferðamönnum til landsins yfir vetrartímann en hann telji að það hafi enginn búist við að fjölgunin yrði svo mikil svo fljótt. „Við erum að reyna eins og við getum að bregðast við þessu. Mér skilst að Íslandsstofa muni standa að átaki í þessum efnum og fræða ferðamenn betur um þær aðstæður sem ríkja hér. Það liggur líka fyrir að það þurfi að stórefla heilsárs land- vörslu á svæðinu,“ segir Ólafur A. Jónsson. kristjanabjorg@frettabladid.is Von á betri tækjum og ætla að aðvara ferðamenn við Gullfoss Til stendur að vara ferðamenn betur við hættu sem skapast við Gullfoss þegar svell liggur yfir svæðinu. Rætt hefur verið um úrbætur um árabil. Umhverfisstofnun ber ábyrgð og segir að hálkuvarnir verði bættar. Ferðamenn áttu afar erfitt með að fóta sig á svellinu við Gullfoss þegar ljósmyndara bar að á fimmtudag. FRéttAblAðIð/PjetuR lögregluborðar og skilti vara ferða- menn við ótryggum stíg sem liggur lokaspottann að fossinum. til stendur að loka svæðið betur af með hliði. FRéttAblAðIð/PjetuR Við erum að fara að setja upp skilti von bráðar. Á þeim verður varað við hálku og gestir beðnir um að vera á mannbroddum. Ólafur A. Jónsson hjá Umhverfisstofnun Heilbrigðismál Bílaskýli Land- spítalans var breytt í bráðadeild í gær. Þar verða sjúkrarúm fyrir sex sjúklinga til að bregðast við miklu álagi á bráðamóttökunni. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, sagði í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi að öryggisógn hefði skapast á spítalanum vegna mikils fjölda sjúklinga. „Við vorum með 28 sjúklinga á gangi á miðvikudagskvöldi og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfir- fullan spítala. Þetta er öryggisógn.“ Á sama degi og sjúkrarúmum var komið fyrir í bílageymslunni birti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hugmyndir sínar um að reisa nýjan Landspítala í Garðabæ frekar en við Hringbraut. Páll segir málflutning forsætis- ráðherra valda vonbrigðum. Öryggi sjúklinga sé ógnað í gömlum húsa- kosti. „Allt það sem truflar að nýjar byggingar rísi sem fyrst er stór- hættulegt. Það voru mér vonbrigði að heyra í forsætisráðherra og bæjar stjóra Garðabæjar. Ekki hafa þessir menn kynnt sér málin hjá okkur,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir staðarval fyrir sjúkrahús engin áhrif hafa á umræðuna um staðsetningu Reykja- víkurflugvallar. „Það er vel hægt að hafa flug- völlinn áfram á þessum stað þótt spítalinn verði annars staðar,“ segir Guðfinna. „Þetta snýst ekkert um það að flugvöllurinn þurfi að vera við hliðina á sjúkrahúsinu heldur þarf hann að vera nálægt sjúkra- húsinu.“ – kbg / gb Spítalastjóri gagnrýnir forsætisráðherra bílskýli landspítalans var í gær breytt í bráðamóttöku. FRéttAblAðIð/unA 1 2 . m a r s 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.