Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 16

Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Orðið eitt getur fengið hörðustu karlmenn til að roðna. Það ætti þó kannski ekki að koma á óvart. Um er að ræða upprunalega tabúið. Orðið „taboo“ barst í ensku úr pólónesískri tungu. „Tapua“ merkir bannhelgi. En það þýðir líka tíðir. Tíðir. Eflaust óskar helmingur lesenda þess að ég sé að tala um bænagjörð. Svo er hins vegar ekki. Já, þú ert að fara að lesa um mánaðarlegar blæðingar kvenna yfir morgunkaffinu þínu. Alla sögu mannkyns hefur fyrirbærið vakið furðu, óhug og ótta. Rómverjinn og náttúrufræðingurinn Gaius Plinius eldri fullyrti árið 77 eftir Krist að tíða- blóð kvenna ylli uppskerubresti, gerði vín súrt, dræpi býflugur, léti járn ryðga og ávexti hrynja af trjám. Á miðöldum töldu menn að holdsveiki smitaðist með slíku blóði. Árið 1878 fjallaði The British Medical Journal um að konur ættu ekki að koma að reykingu á kjöti þegar þær væru á blæðingum því þær gætu skemmt matvælin. Langt fram á 19. öld töldu menn blæðingar vera leið náttúrunnar til að losa konur við umfram blóð sem olli í þeim blóðhita og hysteríu. Í Nepal eru konur enn settar í einangrun í litlum moldarkofum á meðan á blæðingum stendur þótt athæfið hafi verið bannað árið 2005. En nú, tvö þúsund árum eftir að Gaius Plinius eldri varaði við því að konur á blæðingum gætu eyðilagt gljáa á speglum og fílabeini, virðist sem tækla eigi tabúið. Tíða-frí Fyrirtæki í Bristol leggur nú drög að því að verða fyrsta fyrirtækið í sögu Bretlands til að bjóða kven- kyns starfsmönnum upp á „tíða-frí“. Fríið dregst ekki af veikindaleyfi starfsmanna en ætlast er til að starfsmenn bæti upp vinnutapið þegar þjáningarnar sem hrjá margar konur á blæðingum eru liðnar hjá. Umrætt fyrirtæki sem nefnist Coexist og rekur lista- og félagsmiðstöð í Bristol hyggst halda ráðstefnu um fyrir- komulagið eftir helgi þar sem breytingin verður kynnt starfsfólki sem og stjórnendum annarra fyrirtækja sem hafa áhuga á að fylgja fordæmi þess. „Blæðingar hafa allt of lengi verið álitnar tabú á vinnustöðum,“ sagði Bex Baxter, framkvæmdastjóri Coexist, í samtali við fjölmiðla. „Margar af þeim konum sem vinna hjá mér hafa sagt að þær skammist sín fyrir að viðurkenna að þær líði kvalir. Ég vil útrýma þessari skömm. Ef karlmenn hefðu blæðingar væri þessi stefna orðin útbreidd fyrir löngu.“ Hitakóf og minnistruflanir Svo virðist sem augu fólks séu að opnast fyrir vel- líðan kvenna á vinnustöðum. Í lok síðasta árs hvatti Sally Davies, landlæknir Bretlands – fyrsta konan til að gegna embættinu – atvinnurekendur til að ræða við starfsfólk um annað tabú sem við kemur konum: Breytingaskeiðið. „Ég vil að stjórnendur geri konum jafnauðvelt að ræða við þá um breytingaskeiðið og öll önnur vinnutengd mál,“ sagði Davies. Hún lagði áherslu á að óþægindi tengd breytingaskeiðinu á borð við hitakóf og minnistruflanir væri hægt að gera bæri- legri með einföldum aðgerðum á borð við að breyta hitastigi á skrifstofum og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýtt baráttumál Í dag fagnar Alþýðusamband Íslands hundrað ára afmæli sínu. Í heila öld hafa samtökin barist fyrir bættum kjörum launafólks, réttindum þess og mann- sæmandi skilyrðum á vinnumarkaði. Um leið og ástæða er til að óska ASÍ til hamingju með daginn er vert að spyrja: Væri ekki tilvalið að fagna afmælinu með því að taka upp nýtt baráttu- mál sem létta myndi líf fjölda félagsmanna auk þess að hjálpa til við að tortíma meira en tvö þúsund ára gömlu tabúi? Hvernig væri að hið hundrað ára ASÍ setti blæðingar og breytingaskeiðið á baráttulistann sinn? Ef karlmenn hefðu blæðingar Á tímum þegar vinsælt er að finna stjórn-málamönnum allt til foráttu er hollt að rifja upp tilvik þegar vel hefur tekist til. Stundum er nefnilega hægt að benda á ákvarðanir sem teknar hafa verið af framsýni og hafa óneitanlega reynst happadrjúgar. Ein slík var ákvörðunin um að innleiða endur- greiðslur úr ríkissjóði vegna hluta framleiðslukostn- aðar við kvikmyndir og sjónvarpsefni. Lög um 20% endurgreiðslu vegna slíks kostnaðar voru samþykkt af Alþingi árið 1999, en renna út nú um áramót. Iðnaðarráðherra hefur tilkynnt að hún mælist til þess að sambærileg lög taki við af þeim gömlu, nema nú skal endurgreiðslan nema fjórðungi framleiðslu- kostnaðar. Það er ótvírætt fagnaðarefni enda hefur endur- greiðslan, líkt og fjallað var um í góðri fréttaskýringu á Vísi, verið ein helsta ástæða þess að alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn horfa í síauknum mæli til Íslands sem tökustaðar. Þar spilar endurgreiðslan að sjálfsögðu engan einleik – hæfileikaríkt kvikmynda- gerðarfólk og okkar fallega land eru mikilvægustu þættirnir. Hins vegar hefur sannað sig að endurgreiðslan hjálpar til við að laða kvikmyndagerðarfólk til landsins. Er það ekki einmitt hlutverk góðra stjórn- málamanna – að hindra ekki hæfileikafólk í að nýta styrkleika sína, og hjálpa heldur til þar sem það er hægt? Stjórnvöld á Íslandi virðast líka hafa gert sér grein fyrir því, hvað kvikmyndaiðnaðinn varðar, að þar er Ísland að keppa við önnur lönd um þann óneitan- lega fjárhags- og menningarlega ávinning sem fylgir framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni. Endur- greiðslan er einn af mörgum þáttum sem getur orðið til þess að Ísland vinni kapphlaup við önnur lönd. Þar leggja stjórnvöld sitt lóð á vogarskálarnar. Óskandi væri að hugsun sem þessi réði ríkjum á fleiri sviðum. Sem dæmi má nefna að á Íslandi kostar nú um 630 þúsund krónur að stofnsetja einkahluta- félag. Þar af eru fimm hundruð þúsund krónur í formi hlutafjárframlags sem nota má í reksturinn, en afgangurinn eru óafturkræf skráningargjöld. Þessi kostnaður er hár fyrir atorkusama en félitla frumkvöðla sem dreymir um að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Til samanburðar má svo nefna að í Bretlandi þyrfti að kosta til réttum 200 krónum í sama tilgangi. Smáatriði sem þessi gætu ráðið úrslitum um það hvar góðar hugmyndir skjóta rótum, með tilheyrandi ávinningi fyrir samfélagið. Vitaskuld er þetta bara lítið dæmi, en sagan af íslenska kvikmyndavorinu kennir okkur að oft veltir lítil þúfu þungu hlassi – eða á að minnsta kosti þátt í því. Þegar pólitík- usar hafa áhrif Óskandi væri að hugsun sem þessi réði ríkjum á fleiri sviðum. 365.is Sími 1817 Skelltu þér í Talent-höllina á sunnudagskvöld og njóttu veislunnar í botn, miðasalan er á midi.is BEIN ÚTSENDING MIÐASALAN ER HAFIN! SUNNUDAGA KL. 19:35NÝR TÍMI 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.