Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 18

Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 18
Stjórnarskrárnefnd Alþingis var skipuð gagngert til að leita leiða til að vanvirða úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar um frumvarp Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnar- skrár 20. október 2012. Ásetningur ríkisstjórnarinnar lýsir sér m.a. í því að fyrst var nefnd- inni skipaður formaður, Sigurður Líndal prófessor, sem hafði ítrekað lýst sig andvígan breytingum á stjórnarskránni bæði fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012. Þegar hann hætti störfum 2014 var nefndinni skipaður nýr formaður, Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneyti. Hann hafði áður orðið uppvís að því ásamt fáeinum öðrum lögfræðingum að brjóta gegn skýrum fyrirmælum stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar (SEN) Alþingis 2012-2013 með því að leggja til gagngerar efnisbreytingar á verki Stjórnlagaráðs þótt SEN hefði mælt skýrt fyrir um að lögfræð- ingateyminu væri aðeins ætlað að leggja til orðalagsbreytingar, ekki efnisbreytingar. Það var skoðun SEN þá að Alþingi gæti ekki leyft sér að vanvirða vilja kjósenda eins og hann birtist í úrslitum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar 2012. Undir það sjónarmið hljóta allir lýðræðis- sinnar að taka. Rétt er að rifja upp brot núv. for- manns stjórnarskrárnefndar gegn fyrirmælum SEN 2012-2013. For- maðurinn ásamt fáeinum öðrum lögfræðingum skilaði SEN ger- breyttri greinargerð með 34. grein frumvarps Stjórnlagaráðs um nátt- úruauðlindir. Í hinni gerbreyttu greinargerð sagði ítrekað með ýmsu orðalagi: „Með ákvæðinu er ekki hróflað við þeim eignarréttindum sem þegar kunna að vera fyrir hendi að auðlindum og þeim heimildum eigenda sem slíkum eignarrétti fylgja.“ Einnig þetta: „Með ákvæð- inu er ekki hróflað við þeim nýt- ingarleyfum eða óbeinu eignarrétt- indum sem þegar eru fyrir hendi.“ Og þetta: „ ... í samræmi við það sem stjórnlagaráð ætlaðist til, að ekki verði hróflað við þeim eignarrétt- indum sem þegar eru fyrir hendi og njóta stjórnarskrárverndar.“ Ekkert af þessu kemur þó fram í skýringum Stjórnlagaráðs við auðlindaákvæð- ið. Lögfræðingarnir virtust þar að auki gefa í skyn að t.d. útvegsmenn kunni að hafa unnið sér inn eignar- rétt til kvótans þótt það standi skýrum stöfum í fiskveiðistjórnar- lögunum og í frumvarpinu að það hafa þeir einmitt ekki gert. Þess var gætt í skýringum Stjórnlagaráðs að gefa ekkert slíkt í skyn. Mylja undir ríkjandi sérhagsmuni Þessi upprifjun bregður birtu á bakgrunn þess starfs sem stjórnar- skrárnefnd Alþingis hefur unnið á 48 fundum. Öll frumvarpsdrög nefndarinnar ásamt greinargerð- um miða að því að veikja samsvar- andi ákvæði í frumvarpi Stjórn- lagaráðs og mylja undir ríkjandi sérhagsmuni gegn almannahag og lýðræði. Nefndin virðist hafa leitað eftir lægsta samnefnara til að koma til móts við þá sem urðu undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Niðurstaðan er frumvarps- drög sem eru í litlu samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpsdrögin um náttúru- auðlindir markast af undanslætti. Tónninn er sleginn strax í byrjun: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni.“ Greinargerðin með frumvarpsdrögunum viður- kennir undansláttinn: „Með þessu orðalagi er ekki vísað til hefðbund- ins eignarréttar“. Þarna er gefið í skyn að þjóðareign eigi heima skör lægra en aðrar eignir. Í greinargerðinni er einnig að finna afhjúpandi málsgrein: „Vart finnast nokkur dæmi um hagkerfi sem er eins háð auðlindanýtingu og hið íslenska.“ Þessi staðhæfing er ekki aðeins röng (sjávarútvegur stendur nú að bak við 25% af útflutningstekjum) heldur er þetta gömul áróðurslumma LÍÚ. Að þessi gamla lumma skuli rata inn í grein- argerð stjórnarskrárnefndar er vandræðalegt í ljósi þess að vitað er að fyrstu kvótalögin voru samin á skrifstofum LÍÚ. Tillögur stjórnarskrárnefndar um umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu kjósenda miða með líku lagi að því að færa frumvarpstextann fjær umhverfisverndar- og lýð- ræðismarkmiðum Stjórnlagaráðs. Frumvarpsdrög nefndarinnar vitna á heildina litið um einbeittan brotavilja núverandi meiri hluta Alþingis gegn fólkinu í landinu. Drögunum er bersýnilega ætlað að þýðast ríkjandi hagsmuni, þau öfl sem áttu mestan þátt í að koma Íslandi á kaldan klaka í hruninu 2008 og skaða ásjónu landsins í augum umheimsins. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá svaraði að lokn- um þjóðfundi og í samræmi við verkferli sem Alþingi ákvað ákalli þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, nýja siði. Frumvarpsdrög stjórnar- skrárnefndar Alþingis miða að því að bregðast þessu ákalli, ekki aðeins með því að úrbeina þrjú ákvæði í frumvarpi Stjórnlaga- ráðs heldur einnig með því leiða hjá sér allt hitt, þ.m.t. ákvæðið um jafnt vægi atkvæða, eitt brýnasta ákvæði frumvarpsins, og einnig t.d. ákvæðið um framsal ríkisvalds. Án nýs kosningaákvæðis verða næstu alþingiskosningar haldnar skv. kosningalögum sem 67% kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 2012. Án nýs framsalsákvæðis munu alþingismenn halda áfram að sæta ásökunum um að brjóta vísvitandi gegn gildandi stjórnar- skrá þar eð í hana vantar skýrt ákvæði um framsal ríkisvalds. Frumvörp stjórnarskrárnefndar Fimmtudaginn 10. mars fullyrti Frosti Logason í bakþönkum Fréttablaðsins á þessa leið: „Það er nefnilega þannig að því meira sem við vitum um eitthvað því betur kunnum við að meta það. Þetta á við um allt nema trúar- brögð.“ Hér fylgja fáeinar staðreyndir um áhrif þeirra trúarbragða sem nær- tækast er að nefna, nánar til tekið kristna trú. Veraldleg samtök á borð við Amnesty International og Green- peace eiga rætur að rekja til kristins safnaðarstarfs. Mörg önnur félög má tengja við kristna manngildis- hugsjón og má þar nefna skátana, Save the Children (Barnaheill) og Rauða krossinn. Nokkur af fyrstu sjúkrahúsum hér á landi voru reist og starfrækt af rómversk-kaþólsku kirkjunni. Háskólar vestanhafs á borð við Harvard, Yale og Princeton voru upphaflega biblíuskólar reknir af kristnum trúarsöfnuðum. Elstu háskólar Evrópu urðu til á miðöld- um og voru kristin klaustur. Flestir vita að klaustrin á Íslandi stóðu fyrir ritun og útgáfu á fjölbreyttum ritum. Það framlag til heimsmenn- ingarinnar verður seint ofmetið. Þá blómstruðu listir og vísindi í hinni kristnu Evrópu frá og með endur- reisnartímanum. Þetta eru fáein dæmi um baráttu trúarhópa fyrir betra samfélagi. Ótalin eru hin fjölmörgu hjálpar- samtök sem starfa undir merkjum ýmissa kirkna. Færum okkur framar í tímann. Frosti heldur þessu fram: „[Fyrir tuttugu árum] var íslenskt samfé- lag viðbjóðslegt.“ Þessu er ég ósam- mála. Það hafði, rétt eins og sam- tími okkar, bæði kosti og galla. Í sumum efnum hefur aukin þekking dregið úr fordómum en óþol gagn- vart trúuðu fólki færist í vöxt svo jaðrar við ofsóknir. Vanda okkar má þó í flestum til- vikum rekja til annarra þátta. Nægir að nefna þá staðreynd að vistkerfi jarðar stendur höllum fæti og sífellt gengur á óspillta náttúru. Ekkert lát er þar á og virðist litlu skeytt um hugsjónir, þessa heims eða annars. Ef eitthvað verðskuldar að kallast „viðbjóðslegt“ þá er það meðferðin á þessum heimkynnum okkar. Þar er ekki við trúarbrögðin að sakast nema ef væri fyrir þá blindu fram- faratrú sem á okkar dögum virðist hafin yfir alla gagnrýni. Var íslenskt samfélag viðbjóðslegt? Veraldleg samtök á borð við Amnesty International og Greenpeace eiga rætur að rekja til kristins safnaðar- starfs. Mörg önnur félög má tengja við kristna mann- gildishugsjón. Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslend- inga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til lífsins sagan góða um snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslands- sól og Arnas Arnæus sem safnaði handritableðlum um land allt og bjargaði þeim úr dýnum og fletum í torfbæjum landsins. Þessi handrit eru fæst hver til sýnis þótt okkur finnist gaman að segja af þeim söguna. Þau eru læst inni í geymslum. Þar sem byggja átti hús yfir handritin er enn aðeins hola. Hús íslenskra fræða á ekki einung- is að vera staður til að sýna handrit. Þar á einnig að vera húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslensku. Bygging þessa húss var hafin á síð- asta kjörtímabili og var ætlunin að nýta til dæmis arð af bönkum til að greiða fyrir bygginguna sem var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld slógu þá áætlun af og síðan hefur ekkert annað verið á byggingarstað en hin fræga „hola“ íslenskra fræða. Engir fjármunir Síðastliðið vor leit út fyrir að stjórn- völd væru reiðubúin að taka Hús íslenskra fræða út fyrir sviga. For- sætisráðherra kynnti tillögu þar sem lögð voru til tiltekin verkefni sem átti að ráðast í til að fagna hundrað ára afmæli fullveldis. Ekki hefur sést til tillögunnar síðan. Fjár- munir birtust í fjárlögum í önnur verkefni tillögunnar, þ.e. viðbygg- ingu við þinghúsið. Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ráðamenn hafa aðspurðir sagst jákvæðir gagnvart verkefninu og bjartsýnir á framgang þess sem hljómar ankannanlegt í ljósi þess að framtíð þess liggur í þeirra höndum. Við lýsum gjarnan yfir áhyggjum okkar af stöðu íslenskrar tungu, kennslu og rannsóknum á þessu sviði, miðlun þekkingar og fræðslu. Það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við. Eitt af því gæti verið að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi. Um það hefur Alþingi raunar samþykkt ályktun en enn bólar ekki á verulegum fjár- munum til þess verkefnis. Annað raunverulegt verkefni gæti verið að byggja Hús íslenskra fræða, gera handritin aðgengileg almenningi og sinna þar með skyldum okkar gagn- vart Íslendingum en líka heims- byggðinni sem hefur sett handritin á sérstakan UNESCO-lista yfir menn- ingarverðmæti. Þar væri líka sinnt kennslu og rannsóknum, miðlun og nýsköpun á sviði íslenskra fræða, málvísinda og bókmennta. Þessu þarf hvoru tveggja að hrinda í fram- kvæmd ef við viljum standa undir nafni sem söguþjóðin í norðri. Söguþjóð í raun? Katrín Jakobsdóttir formaður VG Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Þorvaldur Gylfason prófessor í hag- fræði við HÍ Án nýs kosningaákvæðis verða næstu alþingiskosn- ingar haldnar skv. kosninga- lögum sem 67% kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæða- greiðslunni 2012. visir.is Sjá lengri gerð þessarar greinar á visir.is Fyrir þig í Lyfju lyfja.is John Frieda Full Repair línan á 20% afmælisafslætti. Tilboð gildir til 17.mars 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.