Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 30
urnar voru að skrifa fyrir börnin sín
sem höfðu tekið úr sparibauknum
sínum og keypt eitthvað handa
honum. Þetta var ótrúlega magnað
og allur þessi fallegi stuðningur
hjálpaði manni að standa í lapp-
irnar,“ segir hún og rifjar upp eina
sendinguna sem skipti hana afar
miklu máli.
„Um tveimur árum eftir slysið
fékk ég smá pakka í pósti. Það var
vídeóspóla sem hafði verið tekið
upp á. Það voru rétt í kringum
tvær mínútur af Hreiðari að leika
við strákana í læk við sumarbústað
hérna vestur í Vatnsfirði í Flóka-
lundi. Spólan kom frá fólki sem
hafði verið í bústað við hliðina á
þeim og ég þekkti þau ekki neitt.
Þau tóku þetta óvart upp því það
voru krakkar frá þeim að leika sér
í læknum. Þetta sendi konan mér
Gunnhildur segir þetta reynslu sem
enginn ætti að hafa á bakinu.
Gunnhildur og Anton saman stuttu eftir atburðinn. Fyrst á eftir talaði hann mikið um foreldrana og litla bróður sem hann færði reglulega gjafir í kirkjugarðinn. FréttAblAðið/GvA
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga honum,“ segir Gunn-h i l du r E l í a s d ó t t i r , föðuramma Antons Lína. Gunnhildur bjó á
efri hæð hússins ásamt þáverandi
eiginmanni sínum og dóttur. Þau
vöknuðu við læti á neðri hæðinni
og sáu fljótt hvað var í gangi. „Við
vöknuðum við öskur og hróp, það
var líklega Anton Líni sem náði
að vekja pabba sinn. Hin voru þá
sennilega dáin í reyknum. Það var
talið að þau hefðu aldrei vitað hvað
gerðist,“ segir Gunnhildur.
Hún hljóp út á nærfötunum
niður á neðri hæðina þar sem ekki
var innangengt af efri hæðinni. Þá
lá Hreiðar aðframkominn við úti-
dyrnar. „Pabbi hans komst með
hann hálfa leið út. Hann komst út
en týndi Antoni á leiðinni í kófinu.
Þegar ég kem að segir pabbi hans
strax: Anton Líni er inni. Ég var
ekkert að hugsa það, auðvitað voru
þau öll inni. Ég fór inn en ætlaði að
fara að snúa við út af reyk og það var
allt svart. Þá heyrði ég pínulítinn
grát í honum og það var kraftaverk
ég skyldi finna hann því ég sá ekki
neitt.“
Kom ekki til greina að flytja
Gunnhildur fór út með Anton Lína
en þá hafði Hreiðar farið aftur inn
til þess að reyna bjarga eiginkonu
sinni og yngri syni. Þau létust öll í
brunanum.
Dagarnir á eftir brunann voru
erfiðir. Nýr veruleiki blasti við og
ekki var hægt að gefast upp, þau
þurftu að vera til staðar fyrir Anton
Lína. „Þetta var ekki auðvelt. Ég fór
með honum að kveðja þau í síðasta
skiptið og það voru átök á sálinni.“
Þau fluttu úr húsinu meðan var
verið að gera við skemmdirnar eftir
brunann en fluttu aftur inn þremur
mánuðum síðar. „Fólk var svolítið
hissa á því en við sögðum alltaf að
húsið hefði ekki gert okkur neitt.“
Gunnhildur segir það ekki hafa
komið til greina að flytja frá Þing-
eyri. Þau fengu mikinn stuðning frá
bæjarbúum en litla samfélagið var
lamað af sorg. „Nokkrum dögum
eftir slysið kom áfallateymi frá
Landspítalanum. Sóknarpresturinn
sem var hérna, Guðrún Edda Gunn-
arsdóttir, og eiginmaður hennar,
Einar Sigurbjörnsson, voru okkur
stoð og stytta. Guðrún Edda skírði
báða strákana og gifti þau hjónin.
Hún er enn að veita mér áfalla-
hjálp fjórtán árum síðar. Þetta var
ómetanlegt. Hún kom stundum,
vaskaði upp, tók til og sagði manni
að borða,“ segir Gunnhildur þakk-
lát.
Hjálp alls staðar að
„Maður fékk hjálp alls staðar að.
Anton Líni fékk senda pakka og
bréf. Þetta var ótrúlegt. Hann fékk
send föt og dót frá ókunnugu fólki.
Hann var að fá bréf þar sem mömm-
Kraftaverk að hafa fundið hann
Gunnhildur Elíasdóttir, föðuramma Antons Lína, bjargaði honum úr eldsvoðanum eftir að faðir hans hafði hlaupið
með hann hálfa leiðina út. Hún segist vera þakklát fyrir þann mikla stuðning sem fjölskyldan fékk eftir slysið.
Það kom upp rosaleg
reiði og sorg. Það
rifjaðist upp hellingur
af minningum, margt
sem mér hafði verið
sagt en ég hafði lokað
á Þetta allt.
Þetta var ekki
auðvelt. ég fór
með honum að
kveðja Þau í
síðasta skiptið
og Það voru
átök á sálinni.
Anton notar tónlistina
til að takast á við erf-
iðar minningar og hefur
samið lag um foreldra
sína og bróður.
gott að gera þetta upp í þessu lagi.
Þetta er svona mín leið til að reyna
að tala um þetta og gera eitthvað.
Pabbi var mjög góður á gítar og þau
sungu bæði vel.“
Anton býr nú á Akureyri hjá
móðurömmu sinni og stefnir á að
ná lengra í tónlistinni. Hann hefur
verið að vinna lög með vinum
sínum og saman kalla þeir sig
Aquari ion.
Þakklátur fyrir stuðninginn
Eftir brunann var safnað fyrir
Anton og fjölmargir lögðu söfnun-
inni lið á ýmsan hátt. „Ég er virki-
lega þakklátur fyrir hvað ég fékk
mikla hjálp á þessum tíma. Það
var fólk úti um allt land að hafa
samband. Mér er mjög minnistætt
þegar ég var yngri og var að æfa
fótbolta. Þá kemur strákur með 50
krónur og spyr hvort ég hafi ekki
misst fjölskylduna mína. Ég segi jú
og þá segist hann vilja gefa mér 50
krónurnar sínar. Það var ýmislegt
svona sem maður fann.“
Hann segir líka mikilvægt að
minna fólk á að vera þakklátt fyrir
það sem það á. „Þetta varð líka til
þess að ég fór að hugsa hvað fólk
áttar sig ekki á hvað fjölskyldan er
dýrmæt og kann ekki endilega að
meta það sem það hefur. Fólki finnst
þetta sjálfsagður hlutur en það er
það ekki.“
↣
FréttAblAðið/Auðunn
tveimur árum seinna. Það var mjög
dýrmætt að fá þessa sendingu og
maður skildi hvað svona litlir hlutir
eru stórir í svona aðstæðum,“ segir
hún.
Fyrst eftir atburðinn talaði Anton
Líni mikið um foreldra sína og
bróður. „Við fórum mikið í kirkju-
garðinn. Við bjuggum við kirkju-
garðshornið og hann var alltaf að
færa brósa sínum eitthvað. Gefa
1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð