Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 31
Skissustund fyrir alla fjölskylduna
Í dag milli kl. 13 og 16 býðst allri fjölskyldunni að gera
eigin skissur með leiðbeiningum frá snjöllum hönnuðum
í Arion banka, Borgartúni 19.
Skissugögn á staðnum.
Í tilefni af HönnunarMars sýna íslenskir hönnuðir
og arkitektar skissurnar sínar í Borgartúni 19 og veita
innsýn í hvernig hugmyndir verða til og öðlast form.
Sýningin er opin um helgina milli kl. 13 og 17.
Allir velkomnir – kaffiveitingar í boði.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
6
-0
8
5
9
honum nammi. Einu sinni fór ég
með honum og þá var hann með
bland í poka og vildi gefa brósa
nammi. Svo segir hann: Heyrðu, nei
amma, brósi vill ekki nammi, hann
segir að ég megi eiga það, og stakk
molanum upp í sig,“ segir hún hlæj-
andi að minningunni. „Svo leit hann
oft upp í himininn og sá stjörnurnar
og þá voru það mamma og pabbi að
fylgjast með honum.“
Reynslan þroskar mann
Eftir því sem Anton varð eldri
talaði hann minna um atburðinn.
„Ég held það sé í fyrst núna þegar
hann samdi þetta lag sem hann er
að tjá sig um þetta frá eigin brjósti.
Mér finnst gott að maður var ekki
að pressa á hann að tala um þetta
heldur fékk þetta bara að fljóta
þegar hans tími var kominn. Þetta
er mikil reynsla sem enginn ætti að
hafa á bakinu. Þó að þetta sé skelfi-
legt þá þroskar svona reynsla mann.
Hann er að taka út þennan þroska
núna,“ segir Gunnhildur.
Sjálf segist Gunnhildur ekki geta
útskýrt það hvernig maður nái að
halda áfram að lifa eftir svona hrika-
legan atburð. „Ég veit það eiginlega
ekki sjálf. Það einhvern veginn ger-
ist, maður þarf að halda áfram. Ég
á fjögur önnur börn og auðvitað er
fullt af góðu fólki í kringum mann,“
segir hún. „Stuttu eftir þetta sat ég í
eldhúsinu heima og hugsaði að ég
væri að fara yfir um. Þetta væri of
mikið. Ég spáði í því hvort ég ætti
ekki fara bara til læknis og fá ein-
hverjar pillur, ég hafði ekki tekið
eina einustu svefntöflu allt þetta
ferli. Þá hugsaði ég með mér að ég
væri komin í stórhættu ef ég færi
að éta eitthvað svoleiðis en ákvað
í staðinn að fara út í göngutúr. Það
má eiginlega segja að ég sé búin að
vera upp um fjöll og firnindi síðan.
Ég hugsa stundum hvar ég væri í dag
hefði ég valið hinn kostinn.“
Mikilvægt að tala um hlutina
Gunnhildur segir það líka mikilvægt
að tala um hlutina. „Fyrir einhverj-
um áratugum talaði fólk ekki um
svona hluti. Það talaði ekki um sorg-
ina. Maður átti að þegja og harka af
sér. Sumir komast hins vegar aldrei
í gegnum svona en ég blessunarlega
tilheyri ekki þeim hópi. Það sem
skipti líka miklu máli er að það var
allt í sátt og samlyndi þegar þau
dóu. Enginn var í fýlu við neinn. Það
skiptir miklu máli að eiga ekki neitt
óuppgert. Auðvitað er það ekkert
alltaf þannig en við vorum heppin
þarna,“ segir Gunnhildur. „Auðvitað
hefur þetta samt reynt mikið á alla
fjölskylduna eins og hún leggur sig.
Að missa næstum heila fjölskyldu úr
fjölskyldunni.“
Eftir brunann var sett í gang átak
til þess að vekja fólk til umhugs-
unar um að setja upp reykskynjara
á heimilum sínum.
„Það var mikil vakning eftir þetta
varðandi reykskynjara. Það var ekki
reykskynjari í íbúðinni. Það var gert
mikið átak í þessum málum. Við
vorum ófeimin við að segja frá því
að þarna vantaði reykskynjara og
hugsanlega hefði ekki farið svona
illa ef það hefði verið. Þarna varð
engu breytt en það kannski breytti
fyrir einhverja eftir á. Og ég er alveg
viss um að það hafi gert það. Þó það
sé andskoti sárt að læra svona af
reynslunni þá er alltaf eitthvað sem
skilar sér. “
Gunnhildur segir þau
Hreiðar og Ingibjörgu
hafa verið yndislegt
fólk. Þau voru aðeins 16
og 18 ára þegar Anton
fæddist. Hún segir þau
hafa lifað hratt en þau
giftu sig sumarið áður en
þau létust. „Það lýsir þeim
vel að brúðkaupsnótt-
inni eyddu þau í tjaldi sem
hann hafði tjaldað deginum
áður. Þau sóttu strákana
svo morguninn eftir og fóru
með þeim í útilegu. Þau voru
mikið fjölskyldufólk.“
Bræðurnir
saman.
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 31l A U g A R D A g U R 1 2 . m A R s 2 0 1 6