Fréttablaðið - 12.03.2016, Síða 112

Fréttablaðið - 12.03.2016, Síða 112
TónlisT sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Sibelius, Rakmaninoff og Beethoven Einleikari: Alexander Romanovsky Stjórnandi: Dima Slobodeniouk Fimmtudaginn 10. mars Eldborg, Hörpu Það fór illa fyrir finnska tónskáldinu Sibeliusi. Hann samdi mögnuð tón­ verk lengi framan af, en svo tók alkó­ hólisminn völdin. Síðustu 35 árum ævi sinnar eyddi hann meira og minna fullur. Þá samdi hann lítið sem ekkert. Miðað við hve mikið hann drakk, þá er eiginlega alveg furðulegt að hann hafi orðið 91 árs. Hann hefur greinilega haft sterka lifur. Ein af síðustu tónsmíðunum hans áður en hann gaf sig Bakkusi endan­ lega á vald var leikhústónlist, saman­ safn stuttra þátta fyrir Óveðrið eftir Shakespeare. Tónlistin var opnun­ aratriðið á tónleikum Sinfóníuhljóm­ sveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Þetta er hrífandi músík, full af mynd­ rænni stemningu. Maður nánast sá leikritið ljóslifandi fyrir sér. Hljóm­ sveitin spilaði af nostursemi undir vandaðri stjórn Dima Slobodeniouk. Strengjahljómurinn var hnausþykkur og munúðarfullur. Smæstu smáatriði voru fagurlega útfærð. Hver einasta hending sagði sögu. Næst á dagskránni var æskuverk eftir Rakmaninoff. Þetta var fyrsti píanókonsertinn hans. Það leið all­ nokkur tími þar til einleikarinn gekk á sviðið. Kona meðal áheyrenda fékk aðsvif og kalla þurfti eftir sjúkrabíl. Kannski hafði það eitthvað að segja að óvanalega heitt var í salnum. Ég þurfti að nota tónleikaskrána sem blævæng. Vonandi líður konunni betur núna. Þegar sjúkrabíllinn var farinn gekk einleikarinn Alexander Romanovsky ásamt stjórnandanum fram fyrir tón­ leikagesti og konsertinn byrjaði. Eins og áður kom fram er þetta æskutón­ smíð og ekki sú besta eftir Rakmanin­ off. Vissulega eru frábærir sprettir, líkt og forkunnarfögur byrjunin á öðrum kaflanum. Það versta er hins vegar óvæntur milliparturinn í síð­ asta kaflanum, ákaflega væmið og kjánalegt stef. Romanovsky spilaði af miklum látum og hristi erfiðustu tónahlaup fram úr erminni. Þó vantaði nokkuð upp á uppbygginguna í túlkuninni. Best heppnaði þáttur konsertsins, annar kaflinn, fékk ekki að fæðast eðlilega, einleikarinn lagði öll spilin á borðið strax í upphafi. Fyrir bragðið var ekki nægilegt flæði í músíkinni. Það sem á eftir kom virkaði ekki eins og eðlilegt framhald. Tónlistin hefði átt að rísa smám saman, en í staðinn spratt hún á fætur fyrirvaralaust í byrjun. Tæknilega séð var píanó­ leikurinn ægilega flottur, en maður vill meira, skáldskapurinn þarf að vera til staðar líka. Lokastykkið á dagskránni var skemmtilegra, fyrsta sinfónía Beet­ hovens sem er í C­dúr en var sögð í D­dúr í tónleikaskránni. Hún er tiltölulega formföst, mun stífari en seinni verk tónskáldsins. Engu að síður má finna byltingarkenndar hugmyndir, eins og óvæntar tónteg­ undabreytingarnar í byrjun. Þær eru langt á undan sinni samtíð. Slobodeniouk stjórnaði sinfóní­ unni af gríðarlegum krafti. Eftir því einkenndist sinfónían af miklu fjöri, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Stundum mátti finna að ögn ósam­ taka leik, en í það heila var flutning­ urinn líflegur og hnitmiðaður. Enda fögnuðu áheyrendur ákaft. Jónas Sen niðursTaða: Píanókonsert eftir Rakmaninoff var fremur yfirborðs­ kenndur, en Sibelius og Beethoven voru flottir. Ég heiti Sibelius og ég er alkóhólisti leikhús hleyptu þeim rétta inn HHHHH Þjóðleikhúsið Leikgerð eftir Jack Thorne Byggð á sænskri skáldsögu og kvik- myndahandriti eftir John Ajvide Lindqvist Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Snorri Engil­ bertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Svava Björg Örlygsdóttir Leikmynd: Halla Gunnarsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Tónlist: Högni Egilsson Hljóðmynd: Högni Egilsson og Elvar Geir Sævarsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Myndbandshönnun: Rimas Sakal­ auskas Dramatúrg: Símon Birgisson Þýðing: Magnea J. Matthíasdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi síðustu sýningu hússins á leikárinu síðast­ liðinn föstudag eftir dramatískt æfingarferli. Tveimur dögum fyrir áætlaða frumsýningu á Hleyptu þeim rétta inn slasaðist aðalleik­ konan alvarlega og tveimur vikum seinna hefur staðgengill tekið hennar stað. Í Hleyptu þeim rétta inn er áhorf­ endum boðið inn í kuldalegt sam­ félag þar sem íbúarnir eru litlu skárri en veðrið. Miðpunktur verksins er Óskar, óhamingjusamur drengur í leit að stöðugleika. Foreldrar hans eru fjarverandi, ýmist í anda eða bókstaflega, hann er lagður í einelti af samnemendum og þroskaþrepin eru erfið. Sigurður Þór Óskarsson fer fallega með þessa litlu sál en stundum er kómíska nálgunin tekin of langt. Ógjörningur er að fjalla um frammistöðu Láru Jóhönnu Jóns­ dóttur án þess að nefna þann ótrú­ lega stutta æfingatíma sem hún hafði til að koma hinni dularfullu Elí á svið. Hún á heiður skilið fyrir þetta afrek. Samleikur hennar og Sigurðar Þórs er hugljúfur en spennuna skortir. Elí er fjarlæg og framandi en má ekki vera flöt í framsetningu. Orka Láru virðist alltaf vera á sama spennustiginu. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Hákon, fylgisvein Elí, en þeirra sam­ band er flóknara en virðist í fyrstu. Þröstur Leó hefur þann einstaka hæfileika að vekja upp samúð áhorf­ enda, jafnvel með fyrirlitlegum per­ sónum. Í hans höndum er Hákon ekki ófreskja heldur maður í leit að ást. Oddur Júlíusson leikur hrottann Jonna sem gerir Óskari lífið leitt. Stutt er í klisjuna en ný hlið birtist í leik Odds þegar eldri bróðir Jonna bætist í spilið. Stefán Hallur Stefáns­ son sýnir bæði spaugilegar hliðar og ógnvænlegar. Hallgrímur Ólafsson leikur hinn umkomulausa Mikka af næmni. Pálmi Gestsson gerir ágætlega í hlutverki sínu sem lögreglumaður­ inn Hólmberg en hann hefur ekki úr miklu að moða. Svipaða sögu má segja um Baldur Trausta Hreinsson, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og reyndar Snorra Engilbertsson líka. Þó finnur Baldur kærleika í vand­ ræðalega leikfimikennaranum og Katla Margrét húmorinn í drykkju­ sömu mömmunni. Erfitt er að benda á hvaðan gall­ arnir í handritinu eiga sér upptök en margar útgáfur eru til af sögunni um Óskar og Elí. Jack Thorne virðist hafa unnið leikgerðina að mestu upp úr höfundarverki John Ajvide Lindqvist, skáldsögunni og kvik­ myndahandritinu. Of oft eru gjörðir persóna útskýrðar með orðum frekar en atferli, sumar persónur hreinlega uppfylliefni og heildar­ tónn verksins er óskýr. Vandinn liggur líka í leikstjórn­ inni en áherslurnar eru á skjön frá byrjun. Í stað þess að gefa áhorfend­ um tíma til að tengja við kaldrana­ legt umhverfi og einangrun Óskars er framvindan keyrð af stað. Selma Björnsdóttir sér um leikstjórnina og hún er einkar lunkin við að skapa eftirminnileg sjónræn augnablik á sviðinu. En vigtina skortir í hljóð­ látari atriðin og of mikill tími fer í að tengja atriði saman frekar en að leyfa þeim lifa. Hvorki slagsmálaat­ riðin né hið alblóðuga uppgjör sýn­ ingarinnar er nægilega sannfærandi. Kannski smá skrifa eitthvað á snarp­ an æfingartíma en úrvinnslunni er líka ábótavant. Umgjörðin er að mestu til fyrir­ myndar. Leikmyndina hannar Halla Gunnarsdóttir og tekst einstaklega vel til. Ólafur Ágúst Stefánsson skyggir þessi köldu skúmaskot með stórfínni lýsingu sem gefur leikmyndinni ógnandi blæ. Mynd­ bandshönnun Rimas Sakalauskas er sömuleiðis tilkomumikil og hefði jafnvel mátt nýta betur. Þess væri þó óskandi að búningar Maríu Th. Ólafsdóttur skildu meira eftir sig. Högni Egilsson semur tónlist sýningarinnar en hún var alls ekki nægilega afgerandi né áhrifamikil. Hann getur miklu betur eins og heyrist á hljóðmynd hans og Elvars Geirs Sævarssonar sem er þrumandi fín. Bergmál, beinbrot og nætur­ brölt fylla þessa köldu veröld. Hleyptu þeim rétta inn er þroska­ saga ungs drengs þar sem skuggi vampírunnar lúrir ávallt nærri, hryllingurinn felst ekki í blóð­ baðinu heldur kulda samfélagsins. Selma nær því miður ekki að halda sýningunni á gullna meðalveginum þó að sviðsetningin sé áferðarfögur. Óskar finnur ekki bara björg í utan­ garðsmanneskjunni Elí heldur finnur hann sjálfan sig. Sigríður Jónsdóttir niðursTaða: Myndrík en átakalítil sýning. Leitin að þeim rétta Atriðið úr leiksýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á fimmtudagskvöldið. Umsögn dómnefndar: „Þorsteinn frá Hamri hefur í áratugi auðgað og dýpkað íslenska ljóðagerð. Stílgáfa hans er einstök og hugsunin ætíð hnitmiðuð og öguð. Í verkum hans, ljóðum jafnt sem prósaverkum, endur- speglast ást og virðing fyrir náttúru lands- ins, sögunni og hinum þjóðlega menningar- arfi. Tilgerð, prjál og raup hafa aldrei verið fylginautar þessa hógværa skálds sem þekkir mátt orðanna og hefur alltaf nýtt þau til gagns. Íslenskir ljóðaunnendur standa í þakkarskuld við Þorstein frá Hamri sem hefur af örlæti, og án háreysti, miðlað snilligáfu sinni og séð þannig til þess að ljóðið rati til sinna.“ TIL HAMINGJU MEÐ HEIÐURSVERÐLAUN DV 2015 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 1 2 . m a r s 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r60 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.