Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 19

Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 19
Ísland steig stórt skref í átt til jafn-réttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla rétt- arbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita sam- kynja pörum um hjónavígslu. Undir- rituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnar- skrárvarinn réttur og meðal dýrmæt- ustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kyn- hneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar? Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfs- mönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sann- gjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálf- stæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Ein- faldari lausn væri að úthýsa misrétt- inu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslu- mönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðk- ast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjón- ustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjóna- band eru mikilvæg borgaraleg rétt- indi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau rétt- indi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna. Ást fyrir alla Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna Hr. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Samhliða kynningu stjórnvalda á stöðugleikaskattinum þann 8. júní 2015 var tilkynnt að í stað skattsins stæði slitabúum gömlu bankanna til boða að greiða stöðugleikafram- lag. Þetta stöðugleikaframlag átti að uppfylla svokölluð stöðugleikaskil- yrði, sem væru í raun jafngild skatt- inum í þeim skilningi að þau standi með sama hætti vörð um hagsmuni heimila og fyrirtækja. Jafnframt kom fram að ferlið við afnám gjaldeyris- hafta yrði opið og gagnsætt. Sú fyrir- ætlun var að mati undirritaðra góð enda ljóst að betur sjá augu en auga. Nú, rúmum þremur mánuðum síðar, hafa skilyrðin enn ekki verið birt opinberlega eftir því sem við komumst næst. Seðlabankinn hefur því enn ekki staðið við loforð stjórn- valda um opið og gagnsætt ferli. Svo virðist sem ekki einu sinni lykil hags- munaaðilar eins og Alþingi, efna- hags-og viðskiptanefnd eða bankaráð Seðlabankans hafi fengið kynningu á þeim. Einu aðilarnir sem vitað er til að hafi fengið upplýsingar um stöð- ugleikaskilyrðin eru slitabú gömlu bankanna og kröfuhafar þeirra. Samt eru einungis þrír mánuðir þar til frestur slitabúa til að undirgangast stöðugleikaskilyrðin rennur út. Stöðugleikaskatturinn átti að skila 850 ma.kr. til ríkissjóðs, en þó var hægt að fá afslátt þannig að lækka mætti skattinn í 682 ma.kr. gegn bindingu erlends gjaldeyris í landinu. Í nýjustu Peningamálum metur Seðlabankinn hins vegar stöðugleikaframlagið sam- kvæmt tillögum slitabúanna upp á 15% af VLF eða um 300 ma.kr. Þetta vekur upp mjög áleitnar spurningar um það hvernig stöðugleikaframlag upp á 300 ma.kr. getur verið jafngilt 850 ma.kr. stöðugleikaskatti. Miðað við gríðarlegt mikilvægi þessara aðgerða fyrir íslensk heimili og lífskjör hérlendis og loforða ríkis- stjórnarinnar viljum við undirritaðir biðja þig um að birta: a) Stöðugleikaskilyrðin og útreikn- inga á því hvernig þau eru efnahags- lega jafngild stöðugleikaskattinum með hliðsjón af greiðslujöfnuði þjóðarinnar. b) Tilboð slitabúanna um stöðug- leikaframlög og hvernig þau uppfylla stöðugleikaskilyrðin. c) Áhrif stöðugleikaframlaganna á greiðslujöfnuð þjóðarinnar. d) Endurmat á stöðugleikaskilyrðun- um með tilliti til þeirrar áhættu Ísland býr við t.d. samkvæmt viðvörunum IMF, enda ber almenningur tjón af því ef bjartsýnar áætlanir ganga ekki eftir. Þar sem mjög knappur tími er til stefnu biðjum við um að upplýsing- arnar verði birtar innan viku. Kjósi Seðlabankinn að birta þessar upplýs- ingar ekki, biðjum við um rökstuðning fyrir því af hverju enginn nema slita- búin og kröfuhafar þeirra eigi að fá að sjá stöðugleikaskilyrðin og hvernig slík ákvörðun fellur að loforðum stjórn- valda um opið og gagnsætt ferli. Birting stöðugleikaskilyrða Dr. Agnar Helgason mannfræðingur Davíð Blöndal eðlis- og tölvunarfræðingur Ólafur Elíasson MBA Ragnar Ólafsson félagssálfræðingur Dr. Torfi Þórhallsson verkfræðingur f.h. InDefence hópsins Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Al- þingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. L A U G A R D A G U R 2 6 . s e p t e m b e R 2 0 1 5 Hafa ber í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á framtíðarárangur. Gengi sjóðsins getur bæði hækkað og lækkað og fjárfestar kunna að fá minna til baka en upphaflega var fjárfest fyrir. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Landsbankanum sem er vörsluaðili sjóðsins. Landsbankinn er söluaðili sjóða Landsbréfa. Komdu við í næsta útibúi eða hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040. Landsbréf – Úrvalsbréf eru fjárfestingarsjóður, starfræktur í samræmi við lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingar sjóði og fag fjár festa sjóði og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Rekstrarfélag sjóðsins eru Landsbréf hf. og vörslufélag er Landsbankinn hf. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst almennt áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði vegna rýmri fjár festinga heimilda. Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er virði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins, s.s. ógreiddri umsýslu, þóknunum og öðrum gjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn, skattlagningu hlutdeildarskírteina og áhættu þætti við fjár festingu í sjóðnum má sjá í útboðslýsingu sjóðsins og lykilupplýsingum sem finna má á vefsvæði Landsbréfa, landsbref.is. Meðaltal nafnávöxtunar Úrvalsbréfa á ársgrundvelli miðað við 31.08. 2015 Veittur er 50% afsláttur af gjaldi við kaup út október. 4 ár 20,2% 5 ár 19,1% 3 ár2 ár1 ár 24,4%23,2% 39,5% Góð ávöxtun Úrvalsbréfa Landsbréf – Úrvalsbréf hafa skilað góðri ávöxtun síðastliðin ár. Sjóðurinn er hlutabréfasjóður. Að baki Úrvalsbréfum er teymi fólks með mikla reynslu, víð tæk tengsl við markaðinn og þekkingu á íslensku viðskipta lífi. Fjárfesting í hlutabréfasjóðum felur ætíð í sér áhættu. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum fjárfestingarsjóða er þó að jafnaði öruggari en þegar keyptir eru einstakir fjármálagerningar, þar sem hver sjóður dreifir áhættu fjárfesta með kaupum í fleiri en einum flokki fjármálagerninga. Hlutabréf eru í eðli sínu áhættusöm fjárfesting og afkoma þeirra félaga sem sjóðurinn á hlutabréf í hefur bein áhrif á gengi sjóðsins. Nauðsynlegt er að fjárfestar kynni sér vel þá áhættu sem fólgin er í því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum með því að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.