Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 26
Ég er eiginlega orðinn svona skrítni karlinn á hjólinu, ég hjóla allt sem ég fer,“ segir Steinn Ármann hlæjandi þegar við hitt- umst á Súfistanum í Hafnarfirði rétt fyrir hádegi í miðri viku. Það er vel við hæfi að hittast í hjarta Hafnarfjarðar enda hefur hann búið hér í firðinum nánast alla sína ævi. Hann kom til fundarins á hjóli og er íklæddur hjólaklæðnaði með buff um hálsinn. Hreystin holdi klædd myndu einhverjir segja og kannski viðeigandi þar sem líf hans hefur á undanförnu ári tekið miklum breytingum. Hann er töluvert betur á sig kominn í dag en hann var á svipuðum tíma fyrir ári. Þann 10. september í fyrra setti hann nefnilega tappann í flöskuna og kvaddi Bakkus, samferðamann til margra ára. Þá hafði hann fyrir löngu gert sér grein fyrir því að áfengisneyslan stjórnaði lífi hans en sjálfsblekkingin var sterk. „Þetta hafði auðvitað mikil áhrif. Ég fékk lítið að gera. Ég hélt ég væri að fela þetta en ég var dagdrykkjumaður, það var mitt mynstur,“ segir hann. „Þetta er helvíti lúmskur sjúkdómur og maður er ansi góður að ljúga að sér. Þessi fræga mýta: Ég ætla að hætta að drekka á morgun. Menn lifa ansi lengi á því.“ Áfengið var númer eitt og allt hitt kom á eftir. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en hvenær ég gæti fengið mér í glas næst. Þetta er bara þessi klassíska saga sem er alveg sönn, ég faldi vín úti um allt. Ég laug og var óheiðarlegur. Svo einangrast maður og það var eiginlega ekkert orðið að gera hjá mér,“ segir hann og heldur áfram: „Undir það síðasta var ég far- inn að reyna að stjórna þessu, stjórna magninu, og ef ég þurfti að gera eitt- hvað, að reyna að mæta ódrukkinn eða þunnur, sem getur nú stundum verið verra þegar maður er svona langt leiddur, þynnkan var orðin alveg skelfileg. Ég fékk líka alveg ofboðsleg fráhvörf. Þá var bara beðið eftir því að klára þetta verkefni sem ég var að gera, svo bara beint í Ríkið að kaupa sér nokkra bjóra.“ Praktísk ákvörðun að verða leikari Steinn Ármann er einn þekktasti grínisti landsins og á að baki langan feril sem leikari og skemmtikraftur. Um tvítugt lá leiðin í Leiklistarskól- ann en þó eiginlega fyrir hálfgerða tilviljun. „Þetta var mjög praktísk ákvörðun. Ég vissi að ég gæti þetta, þetta væri svona þægileg innivinna. Ég hafði hrökklast úr Flensborg, átti tvo áfanga eftir en var samt búinn með tíu annir. Það var spurning á þessum tíma um annaðhvort að fara í Leiklistarskólann eða verða smiður en ég var alltaf með annan fótinn í smíðinni frá 16 ára aldri. Ég sá síðan auglýsingu frá Leiklistar- skólanum og ákvað að sækja um.“ Steinn hafði þá leikið í leikritum í Flensborg auk þess sem vinirnir úr Hafnarfirði með þeim Davíð Þór Jónssyni fremstum í flokki, höfðu gert stuttmyndir. „Ein myndin sem við gerðum fékk gullverðlaun á samnorrænni kvikmyndahátíð. Við vorum fyrstu Íslendingarnir til þess að fá gullverðlaun í kvikmyndagerð, það er aldrei minnst á það,“ segir hann hlæjandi. Hann hafði einnig leikið í leikritum í Flensborg. Árin í Leiklistarskólanum voru strembin en skemmtileg. „Stund- um var ég rétt að ná síðasta strætó heim í Hafnarfjörðinn. Við vorum oft langt fram á kvöld í skólanum og lærðum mikið.“ Steinn útskrifaðist úr skólanum árið 1989. Eftir útskrift fór hann fljót- lega út í skemmtanabransann en var lítið í leikhúsunum. „Það var þannig Ég var orðinn Steinn Ármann segir líf sitt hafa stjórnast af áfengisneyslu sinni. Það hafi allt snúist um hvenær hann gæti fengið sér í glas og allt hitt hafi verið aukaatriði. Fréttablaðið/SteFÁn ↣ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is dagdrykkjumaður Steinn Ármann Magnússon sagði skilið við áfengi fyrir rúmi ári en hann segir það hafa stjórnað lífi sínu og að eflaust hafi hann misst af fullt af tækifærum þar sem fólk var hætt að treysta honum. Hann var farinn að íhuga að gerast útigangsmaður en á undan- förnu ári hefur líf hans gjörbreyst og nú lítur hann framtíðina björtum augum. að ég fékk ekki það sem ég vildi og vildi ekki þegar ég fékk. Fyrst lang- aði mig ofboðslega mikið að vera í Þjóðleikhúsinu. Fékk nokkur tæki- færi þar en ekki fastráðningu. Var í Spaugstofusýningu, svo í Gleði- spilinu, var með hlutverk hjá Guð- jóni Pedersen í Rómeó og Júlíu. Ég vandaði mig alveg ofboðslega. Kunni textann langfyrstur af öllum, ætlaði að leika í Þjóðleikhúsinu en það gekk ekki og ég fékk ekki fastráðningu.“ brjálað að gera í skemmtibransanum Á þessum tíma var hann einnig að vinna í leikmunadeild Sjónvarpsins og var farinn að vera með uppistand, einn þeirra fyrstu hérlendis. Fljótlega naut hann mikilla vinsælda. „Ég var byrjaður að vera með uppistand svona í anda Eddie Murphy og fleiri góðra. Mér var svo boðið að vera með útvarpsþátt á Aðalstöðinni. Ég fékk Davíð Þór með mér í það líka og þá varð til útvarpsþátturinn Radíus sem gekk í 3-4 ár og var óskilgetið foreldri Górillunnar sem var morgun þáttur á Aðalstöðinni og X-inu. Þetta var svona útvarpstímabilið og þá hafði ég engan áhuga á að vera í leikhús- inu.“ Þeir Davíð Þór voru vinsælir og milli þess sem þeir stýrðu útvarps- þættinum skemmtu þeir um helgar. „Á þessum tíma var mikil þörf á endurnýjum í þessum bransa. Við vorum hálfpartinn frumkvöðlar í þessu. Dónalegri og kjaftforari en áður hafði tíðkast. Það var ekki um auðugan garð að gresja í þessu gríni þannig að það varð alveg ofboðslega mikið að gera hjá okkur. Í dag hefur þetta breyst. Það er orðið jafnvel smá vesen að koma sér inn í þennan bransa. Nú kemur einhver nýr fram og allir vilja hann. Þetta er svo fljótt að breytast. “ Skemmtanabransinn tók sinn toll. „Þetta tók svolítið á mig. Ég gerði þetta líka svolítið vitlaust, þetta fór illa með okkur báða, við enduðum báðir í meðferð. Bæði var það vinnutíminn og síðan var maður alltaf innan um fólk sem var að skemmta sér og yfirleitt með áfengi. Og við báðir veikir fyrir Ég hugSaði ekki uM neitt annað en hvenær Ég gæti fengið MÉr í glaS næSt. Þetta er bara ÞeSSi klaSSíSka Saga SeM er alveg Sönn, Ég faldi vín úti uM allt. Ég laug og var óheiðarlegur. Ég var farinn að Skoða ruSlatunnugeyMSlur og var bara farinn að íhuga að verða útigangS Maður. hið róMantíSka líf, Sofa bara úti og Því fylgdi engin Ábyrgð. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r26 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.