Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 34

Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 34
Þegar ég var sex ára, fékk ég fyrsta kæk­inn minn sem var e i n hve r n ve g i n n svona,“ segir Elva og grettir sig í framan og færir nefið til og frá. „Síðan man ég þetta svo sem ekki, Tour­ ette fylgir oft svolitlu ferli, yfirleitt byrjar þetta í andlitinu og svo sem hljóð og færir sig niður herðar og ferðast svo niður eftir líkamanum. Mitt ferli var nákvæmlega þannig, alveg skólabókardæmi. Strákurinn minn er þannig líka, hann byrjaði aðeins í andlitinu og smá hljóð. En ég á svolítið erfitt með að skil­ greina stundum hvað er kækur og hvað er árátta.“ Elva segir nefnilega mikla fylgni vera á milli áráttu­ og þráhyggjuröskunar og Tourette, hún hafi lesið einhvers staðar að fylgnin sé um áttatíu prósent. „Það er sú röskun sem bæði ég og margir sem ég hef talað við, sem hafa Tour­ ette og þessar raskanir, tala um að sé miklu erfiðara dæmi að díla við heldur en Tourette­ið sem slíkt. Sér­ staklega ef maður er barn, og maður er ekkert rosalega illa haldinn af kækjum eins og ég var. Það er ekkert mál að díla við kækina. En að díla við áráttu­ og þráhyggjuröskun er mjög erfitt, vegna þess að því fylgja miklar skapsveiflur og að vissu leyti skert félagshæfni.“ Reglufasisti sleppir ekki tökunum Hún segist hafa verið algjör reglu­ fasisti í æsku, sem fylgir þráhyggj­ unni. „Þegar krakkarnir voru úti að leika og allir voru í snúsnú og ein­ hver snerti bandið þá sögðu krakk­ arnir, æ, þetta var svo lítið leyfum henni að halda áfram, þá brást ég hin versta við. Sagði bara NEI. Hún var úr! Ég var alveg brjáluð,“ rifjar Elva upp og hlær. „Fólk hélt að ég væri bara þrjósk, en ég var ekkert þrjósk. Ég hreinlega gat ekki sleppt tökunum. Þráhyggjan var svo rosalega mikil. Það er miklu meira hamlandi en hitt. Og ég er að upp­ lifa það sama með strákinn minn í dag – sem erfði öll þessi ósköp.“ Elva segir hann þó betur staddan félags­ lega en hún var á hans aldri. „En það er kannski vegna þess að hann á mömmu sem þekkir þetta inn og út, og skilur þetta, og veit hvenær á að knúsa og hvenær á að skamma. Ég bjó ekki við það þegar ég var barn. Áráttu­ og þráhyggjuröskun kemur miklu fyrr í ljós heldur en Tourette. Ég vissi strax þegar strákurinn minn var eins árs að hann var með áráttu­ og þráhyggjuröskun. Hann tók þessi skapofsaköst eins og fylgja oft. Þetta eru kallaðir Tourette­stormar, en ég held að þetta fylgi röskuninni sem fylgir Tourette­inu, ekki Tourette­ inu sjálfu.“ Hún segir Tourette vera breiðan skala. „Líkt og einhverfurófið er breitt. Pabbi er til dæmis með Tour­ ette og það veit það eiginlega eng­ inn. Við vitum það vegna þess að þegar ég greinist, þá spyr taugasér­ fræðingurinn okkur hvort einhver í fjölskyldunni sé með kæki. Þá kvikn­ aði á perunni. Hans kækir koma í ljós þegar hann er kominn heim og er að vinda ofan af sér eftir dag­ inn. Eða ef hann er mjög stressaður, hefur miklar áhyggjur. En maður þarf að þekkja hann vel til að taka eftir því.“ Það átti bara að kenna mér að hlýða Elva segir litlar upplýsingar hafa legið á lausu þegar hún var að alast upp. Hún hafi verið talin frek, þrjósk og óþekk. „Það átti bara að kenna mér að hlýða og hver stjórnar. Það var auð vitað ómögulegt. Ég tók auð vitað tímabil þar sem ég var ógeðslega reið út í skólayfirvöld, út í foreldra mína fyrir að veita mér ekki skilning og hitt og þetta, en ég er algjörlega komin yfir það. Sérstaklega eftir að ég eignaðist mitt eigið barn og fór að þurfa að díla við þessa hluti. Því ég veit hvað er að mínum strák, samt er þetta ógeðslega erfitt. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um hvað var að mér. Þetta hefur verið hrikalegt fyrir þau,“ segir Elva hlæjandi og imprar á því hversu erfið hún var í uppvext­ inum. Elvu gekk framan af mjög vel í skóla. „Þangað til ég fór í framhalds­ skóla. Nú er ég greind með ADHD líka, en það eru skiptar skoðanir um hvort það sé rétt greining eða hvað. Maður veit aldrei, þetta er allt svo samofið í einhverjum hrærigraut og maður veit ekkert hvað er hvað, maður er bara einhvern veginn. En ég var þannig að allt sem ég gat gert rosalega hratt, þurfti ekki mikið að liggja yfir og svona, gat ég gert vel. Allt bóklegt lá rosalega vel fyrir mér, gat leyst það á fimm mínútum og fékk góðar einkunnir. En allar námsgrein­ ar sem þurfti úthald í, eins og smíði og handavinna, þar var ég algjör­ lega úti að skíta. En af því að þetta eru ,,bara listgreinar“ og skipta engu máli, þá var enginn að pæla í því. Þeir sögðu bara, hún er góð í stærðfræði og íslensku. Hún bara reddar sér. Og ég lærði ekki fyrir eitt einasta samræmt próf. Ég var með átta í meðaleinkunn og svo fór ég í framhaldsskóla og þá þurfti maður allt í einu að fara að sitja yfir og ég bara skeit algjörlega á mig, kunni þetta ekki, gat ekki, hafði ekkert úthald. Ég missti dampinn. Ég hafði átt mjög erfitt félagslega í skóla, var lögð í mikið einelti í mörg ár og skipti svo loksins um skóla þegar ég var nýbyrjuð í 9. bekk en ég hafði alltaf haft sjálfstraustið. Ekki félags­ legt sjálfstraust, en ég var klár. Svo dettur það niður og þá átti ég ekkert eftir. Ég var ömurleg í samskiptum, ógeðslega skrítin eitthvað og gat allt í einu ekki lengur lært. Sjálfsmyndin mölbrotnaði.“ Ekki fíkn, en veruleikaflótti Elva þróaði með sér þunglyndi, án þess að átta sig á því. „Þetta var ekki svona mikið í umræðunni á þessum tíma. Ef ég á að segja alveg eins og er þá eiginlega bara man ég ekki þetta tímabil, ég reyndi að vera í skóla, skipti um, kláraði rosalega lítið. Svo var ég að reyna að vinna, en fann mig ekki í því og hætti alltaf. Á ein­ hverjum tímapunkti fór ég að leita í kannabisefni, og reykti mikið í þrjú ár. En fíkn hefur aldrei verið sérstak­ lega sterk í mér. Ég veit það í dag því ég er búin að stúdera þetta mikið, að Elva Dögg, Jóel Máni og Gunnar búa öll saman. Elva segir Tourette vera breiðan skala, til dæmis viti eiginlega enginn af Tourette-greiningu föður hennar, Gunnars. Fréttablaðið/Vilhelm Þrjár kynslóðir af Tourette undir Elva Dögg Gunnarsdóttir uppistandari gekkst undir flókna aðgerð sem hún vonaðist til að myndi hjálpa henni að takast á við Tourette. Aðgerðin tókst ekki sem skyldi. Hún er flutt til föður síns sem glímir líka við Tourette, með syninum sem glímir við sama ættgenga sjúk- dóminn. Hún segir heimilislífið sannarlega skrautlegt á köflum.  Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is SONUR MINN ER MEÐ FULLKOMNUNARÁRÁTTU OG ÉG GET EKKERT GERT FULLKOMIÐ ÞANNIG AÐ ÉG ER EIGINLEGA ORÐIN VAN- VIRK Í HEIMILISSTÖRFUM OG ELDAMENNSKU. SVO ER PABBI AÐ SAFNA ÖLLUM FJANDANUM. sama þaki 2 6 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.