Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 37
Eftir að hafa starfað í vef­bransanum á Íslandi í nokkur ár ákvað tölvunar­ fræðingurinn Hjörtur Hilm­ arsson að breyta um starfsum­ hverfi og f lytja til Svíþjóðar. Kveikjuna að hugmyndinni má rekja til þess að eiginkona hans, Hildur Ísdal Þorgeirsdóttir, hóf meistaranám í arkitektúr og þar hafa þau nú búið í fimm ár ásamt sonum sínum tveimur. Fyrstu tvö árin starfaði hann hjá alþjóðlegu fyrirtæki en undanfarin þrjú ár hefur hann starfað hjá eigin fyrirtæki, 14is­ lands, sem hann stofnaði ásamt sænskum félaga sínum. „Áður en við f luttum út sótti ég um starf hjá alþjóðlegri vefstofu sem heitir Fantasy Interactive en þeir voru að gera ótrúlega flotta hluti á þeim tíma. Þar starfa framúr­ skarandi starfsmenn og þar kynntist ég t.d. félögum mínum sem reka 14islands með mér í dag. Það var gríðarlega hár standard varðandi alla vinnu og oft mikil pressa. Við höfum líkt þessu í gríni við að fara í her­ búðir, erfitt á meðan á því stend­ ur en maður kemur sterkari út. Þar vann ég í tvö ár en þegar ég hætti gat ekki hugsað mér neitt annað en að vinna fyrir sjálfan mig.“ Hann segir tímasetning­ una þó ekki hafa verið þá heppi­ legustu, eiginkonan í námi og hann eina fyrirvinna heimilis­ ins. „Ég fékk þó góðan stuðning og ákvað að láta slag standa. Það hefur sem betur fer gengið vel.“ Rétt tilfinning Félagar Hjartar hjá 14islands eru Svíinn David Lindkvist, sem stofnaði fyrirtækið með Hirti, og Marco Barbosa, sem er frá Brasi­ líu. „Ég tel mig heppinn að hafa fengið þá í lið með mér því þeir eru með þeim færustu í brans­ anum. Í fyrstu unnum við hjá viðskiptavinum og á kaffihús­ um um allan bæ. Nú erum við komnir með skrifstofu svo þetta er farið að líta út eins og alvöru fyrirtæki. Nafn fyrirtækisins, 14islands, er tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að Stokk­ hólmur stendur á 14 eyjum. Það eru ekki margir Stokkhólms­ búar sem vita þetta sem skap­ ar oft skemmtilega „aha“­stund þegar við útskýrum nafnið.“ Hann segir þá félaga hafa þá sérstöðu að vera allir forrit­ ar með brennandi ástríðu fyrir því að smíða góða notenda­ upplifun. „Góð notendaupp­ lifun snýst ekki bara um flotta hönnun heldur einnig að skapa rétta tilfinningu, hafa hlutina skiljan lega og virka vel á far­ símum, spjaldtölvum og öðrum tækjum. Við drögum að okkur viðskiptavini sem hafa metnað fyrir þessu.“ Aðspurður um helsta mun­ inn á því að starfa í Reykjavík og í Stokkhólmi segir hann að fjölbreytileikinn sé mun meiri í Stokkhólmi enda starfi þar fólk víðsvegar að úr heimin­ um. „Ísland er mjög framar­ lega í tölvutækni en það vant­ ar alltaf meira af hæfileikaríku fólki og meiri fjölbreytni í brans­ ann. Markaðurinn hér er einn­ ig mun stærri, þótt við vinnum með viðskiptavinum um allan heim þá hjálpar að hafa nær­ markað sem blómstrar af bæði stórum og smáum fyrirtækj­ um. Þrátt fyrir að við séum vef­ fyrirtæki þá fáum við flest verk­ efni í gegnum meðmæli og fólk sem við hittum. Ísland er samt land sköpunar og margir að gera spennandi hluti þar.“ Spennandi verkefni Meðal stórra verkefna þeirra fé­ laga nefnir hann vefinn tic tail. com sem hefur gefið þeim mikla athygli. „Tictail er sprotafyrir­ tæki sem gerir fólki kleift að stofna eigin netverslun frítt gegnum netið. Fyrirtækið er mjög heitt hér í Svíþjóð og vef­ urinn hefur þótt heppnast vel. Við höfum einnig hjálpað til síðustu tvö ár við að þróa árlegt jóladagatal frá Google (google. com/santatracker) og munum líklega einnig hjálpa til í ár. Einnig höfum við unnið fyrir QuizUp á Íslandi og sem ráð­ gjafar í gegnum aðra fyrir Eriks­ son, H&M og ýmis önnur fyrir­ tæki. Fyrir rúmlega ári þróuð­ um við eigin vöru (responsive. io). Hugmyndin fæddist upp úr vandamáli sem við upplifðum sjálfir í verkefnum okkar, sem var að skala myndir á hraðvirk­ an hátt fyrir allar skjástærðir án þess að tapa myndgæðum. Þessi vara hefur bæði þjónað okkur vel og mörgum öðrum fyrirtækjum við vefsíðugerð. Svo eru mörg spennandi verk­ efni í pípunum. Mikilvægast er þó að halda áfram að auka gæði og gera alltaf betur.“ Sterkari eftir herbúðirnar Tölvunarfræðingurinn Hjörtur Hilmarsson hefur búið og starfað í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Síðustu þrjú árin hefur hann rekið veffyrirtækið 14islands ásamt tveimur félögum sínum og vinna þeir að mörgum spennandi verkefnum um allan heim. Hjörtur Hilmarsson hjá 14islands fyrir miðju ásamt félögum sínum, Marco Barbosa (t.v.) og David Lindkvist. MYND/ÚR EINKASAFNI Hjörtur ásamt eiginkonu sinni, Hildi Ísdal Þorgeirsdóttur, og tveimur sonum. MYND/ÚR EINKASAFNI Kynningarblað Allra Átta, Smartmedia, DK, TM Software og Exigo. NETVERSLUN LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 &VEFSÍÐUGERÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.