Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 42

Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 42
FÓLK|HELGIN Það er nokkuð misjafnt hvernig fólk vill eyða laugar dagskvöldi. Unga fólkið fer á djammið á meðan þeir eldri njóta þess að vera með fjölskyldu eða vinum. „Ekki hringja, það þýðir ekki neitt, nota ekki síma, sé þig hjá klukk- unni klukkan eitt,“ segir í texta Braga Valdimars Skúlasonar í Baggalútslaginu skemmtilega. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON hefur haft nóg að gera undanfarna daga. Hann söng ásamt helstu stórsöngvurum Íslands í Eldborg á miðvikudagskvöld á stórkost- legum tónleikum þar sem minn- ing Franks Sinatra var heiðruð. Í kvöld er hann með eigin tón- leika í Háskólabíói. „Það hefur verið mikill undirbúningur fyrir tónleikana í kvöld. Ég verð með góða menn með mér á sviðinu sem gera verkið auðveldara,“ segir Björgvin og bætir því við að laugardagskvöld fari oft í vinnu. „Ég myndi helst vilja eyða laugar- dagskvöldi með fjölskyldu og vinum yfir góðum mat og spjalli um allt milli himins og jarðar. En það er líka alltaf gaman í vinnunni hjá mér,“ segir Bo. LINDA PÉTURSDÓTTIR starfar sem einkaráðgjafi að bættri heilsu. Hún segist eyða laugar- dagskvöldi með dóttur sinni. „Það er kósíkvöld hjá okkur. Við klæðum okkur í náttföt, borðum góðan mat, poppum, horfum á mynd eða spilum og slökum á. Fyrir mér er þetta nærri því að vera hið fullkomna kvöld.“ ÓLAFUR STEPHENSEN, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, hefur verið tals- maður fyrir tollalækkun á innfluttum matvælum. Hann er mikill mat- gæðingur og ætlar að elda andabringur með grænpiparsósu, spari- kartöflumús og sykurbaun- um í kvöld og sitja svo að spjalli með góðu fólki fram á nótt. Þegar hann er spurður hvernig hann vilji helst eyða góðu laugardagskvöldi, svarar hann: „Elda eitthvað nýtt og skemmti- legt sem er búið að malla í hausn- um á mér alla vikuna og sitja svo að spjalli með góðu fólki fram á nótt.“ BIRGITTA JÓNSDÓTTIR, alþingis- maður og pírati, hefur haft nóg að gera á þinginu í vikunni. Hún seg- ist ekki gera mikinn greinarmun á helgum og virkum dögum. „Ef ég er í alvöru fríi, sem gerist ekki oft, þá finnst mér gaman að horfa á eitthvað í sjónvarpinu með yngri syni mínum eða fara með honum í bíó. Menning er líka skemmtileg, sér í lagi tónleikar eða leikhús. Kvöldið í kvöld er óráðið. Ef það er heiðskírt fer ég kannski á norður ljósaveiðar,“ segir hún. BUBBI MORTHENS lætur venju- lega mikið að sér kveða en í kvöld er hann í fríi og ætlar að njóta þess í faðmi fjölskyldunn- ar. „Við horfum á góða bíómynd, borðum popp og karamellur og njótum lífsins. Ég mun örugglega hafa annan handlegginn utan um dæturnar. Þetta verður fjöl- skyldukvöld.“ HREFNA SÆTRAN matreiðslumeistari sem eldar ofan í gesti á veitinga- húsum sínum dag- lega er núna í góðu fríi á Tenerife. „Í kvöld ætla ég að bera á mig after sun-krem og fara út að borða með manninum mín- um og börnum. Svo kíkjum við örugglega á hótelbarinn þar sem plötusnúður þeytir skífum og saxófónleikari spilar. Krökk- unum finnst gaman að dansa við það. Við ákváðum að prufa svona síðbúið sumarfrí meðan krakkarnir eru enn svona litlir,“ segir Hrefna. „Annars finnst mér gaman að fá fólk heim í mat og spjalla fram á nótt. Líka fara á tónleika eða leikhús. Ég er mikil félagsvera og slaka á í góðra vina hópi.“ ANDRÉS JÓNSSON, almanna- tengill og einn öflugasti Twitter- skrifarinn á landinu, hefur nóg að gera um helgina. „Í dag og kvöld er ég að fara að taka þátt í að steggja vin minn sem býður til brúðkaups á næstunni. Ég er mjög lítið fyrir allt sem tilheyrir steggjunum og ætla að afþakka slíkt prógramm þegar það kemur að mér að gifta mig en ég vona að lágar væntingar leggi grunn- inn að góðu kvöldi í kvöld,“ segir Andrés og bætir við: „Ég reyni að leggja laugardagskvöldin upp eins og öll önnur kvöld, sem felst aðallega í að að véla ein- hvern til að bjóða mér heim til sín í mat. Uppáhaldsiðja mín er annars að hitta fólk, drekka kaffi og rölta í miðbænum og ég er mikið að vinna með þessa blöndu líka um helgar. Þó er líka stundum bara fínt að hanga heima á laugardagskvöldi með fjölskyldunni (les Twitter-fam) og eiga kaldhæðnar samræður um mynd kvöldsins á RÚV. Twitt- er er öruggur staður til að vera á í flóði samfélagsmiðla.“ GERÐUR KRISTNÝ rithöfundur hefur undanfarna daga verið á Bókamessu í Gautaborg. Hún ætlar að eiga gott kvöld yfir nýj- ustu ljóðabók Kristjáns Þórðar Hrafnssonar „Tveir Elvis Presley aðdáendur og fleiri sonnettur“. Skemmtilegast finnst henni þó að horfa á góða kvikmynd með fjölskyldunni. „Fyrir viku skrupp- um við eldri sonurinn þó á leik- ritið Í hjarta Hróa hattar. Það var skemmtilegt,“ segir hún.  n elin@365.is LAUGARDAGSKVÖLD OG GLEÐIN VIÐ VÖLD PARTÍ Það er laugardagskvöld, það er gleðin við völd, söng Karl Sigurðsson og Baggalútur um árið. Rétt er að laugardagskvöld eru ljúf, hvort sem þau eru nýtt til að slaka á, skemmta sér eða vinna. Nokkrir valinkunnir einstak- lingar segja hér hvernig þeir ætla að eyða kvöldinu í kvöld. 20% AFSLÁTTUR 10% AF ÖÐRUM VÖRUM OPIÐ Á LAUGARDAG SKOÐIÐ LAXDAL.IS/BETTYBARCLAY Laugavegi 63 • S: 551 4422 20% afsláttur 10% af öðrum vörum Fæst í apótekum og heilsubúðum w w w .z e n b ev .i s - U m b o ð : vi te x e h f Friðsælar nætur Streitulausir dagar Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Vísindaleg sönnun á virkni http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/16053244 http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18066139 Melatónin Náttúrulegt Upplýsingasími 896 6949 og www.vitex.is ZenBev Triptófan úr graskersfræjum Upplýsingar www.SUPERBEETS.is vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa Nýsköpunarmiðstöð Íslands NO. - 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Betri heilsa Fæst í apótekum og heilsubúðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.