Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 46

Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 46
FÓLK| HELGIN Söngkonunni og tónskáldinu Ólöfu Arnalds finnst gott að fá heimatilbúið læri í matinn um helgar og best finnst henni að hanga með fjölskyldunni. Í kvöld halda hún og hörpuleikarinn Katie Buckley tónleika í Mengi þar sem þær flytja tónlist Ólafar í bland við tónlist annarra tónskálda. Ólöf og Katie hafa þekkst um nokk­ urt skeið og dreymt um ýmis samstarfsverkefni. Tónleikunum lýsa þær þannig að hljóð­ heimurinn verði tær og látlaus þar sem saman koma söngrödd, gítar og harpa og lofa þær töfrastund. Lesendum gefst hér tækifæri á að skyggnast inn í helgarlíf Ólafar og hvernig henni þykir best að haga því. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Djúsí ommeletta. Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Ommel­ etta. Þegar þú ferð út að skemmta þér hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að ná í skottið á gömlum vini eða vinkonu og vera ekki með neitt plan. Sefur þú út um helgar? Gjarnan. Uppáhaldshelgarmaturinn? Sunnudagslærið. Hvar er best að borða hann? Heima. Vakir þú fram eftir? Oftar en ekki. Ef þú ferð út að dansa hvert ferðu þá? Eitthvert random og helst ekki á sama stað og síðast. Hvernig er draumahelgardagurinn? Snemmsum­ arsdagur í litlum bæ í Suður­Evrópu án tölvu eða síma. Lesa og synda til skiptis, leggja sig síðdegis og eiga svo ljúfan langan málsverð um kvöldið í skemmtilegum félagsskap. Ef þú ert nátthrafn færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Ég er ólæknandi nátthrafn og svæsinn næturgoggur. Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Þegar ég kaupi laugardagsnammið fyrir son minn, slengi ég jafnan í mig einni mánarúllu honum til samlætis. Hvar er best að eyða laugardagseftirmiðdegi? Heima að sýsla. Með hverjum er best að hanga um helgar? Fjöl­ skyldunni. Hvað verður í sunnudagskaffinu? Kaffi fyrir full­ orðna. Kakó og bakkelsi fyrir börn. Hvað er annars að frétta? Bara gott. Ég var að ljúka við tónlist fyrir kvikmynd og er að leggja drög að upptökum á næstu plötu. ÓLÆKNANDI NÁTTHRAFN HELGARLÍF Hljómlistarkonan Ólöf Arnalds notar helgina í tónleikahald og heimastúss. Draumafrídeginum myndi hún verja í litlum bæ í Suður-Evrópu. TÓNLISTARKONA Ólöf Arnalds heldur tónleika í kvöld með Katie Buckley hörpuleikara og á von á að það verði yndislega gaman. MYND/GVA Í tengslum við sýninguna „Í íslensku skógunum“ í Borg- arbókasafninu Grófinni í Tryggvagötu, er boðið upp á smiðju fyrir börn sem er kölluð „Skemmtilegir skógar, dagur lítilla málara“. Í smiðjunni sem haldin verður bæði klukkan 14 og 16 fá börnin meðal annars tæki- færi til að feta í fótspor listmálarans Pekka Halonen og skapa þeirra eigin list með innblæstri frá skógunum. Fjölbreyttur efniviður verður í boði á staðnum. Dag- skrá dagsins inniheldur leiðsögn við skapandi vinnu þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín. Sigurbjörg Karlsdóttir mun segja börnunum heillandi sögur um töfra og leyndardóma skóganna. Frásögnin verður bæði á íslensku og ensku eftir þörfum. Börn eru beðin um að koma með tómar mjólkurfernur eða annað áþekkt sem notað verður til að byggja fuglahús. Allt annað efni fyrir smiðjuna verður í boði á staðnum. SKEMMTILEGIR SKÓGAR Í BORGARBÓKASAFNI Leiðbeinendur eru: Halla Birgisdóttir fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi, Jónas Þór fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur, Ómar Valdimarsson blaðamaður, Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursson fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í., Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S . 551 0770 Haust- dagar! Glæsilegar haustvörur komnar. Valdar vörur á einungis 3 verðum. 5.000- kr, 10.000- kr og 15.000- kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.