Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 92

Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 92
Reglulega má sjá undarlega hluti aug- lýsta til sölu í netheimum. Á síðunni www.therichest.com er að finna skondna samantekt á mjög svo undarlegum hlutum sem boðnir hafa verið upp á Ebay. Draugur í flösku Krukka sem átti að hafa fundist í aflögð- um kirkjugarði og sögð ásótt af draugum, var boðin upp á Ebay af seljanda frá Arkansas. Hæsta boð var rétt um 56.000 dollarar eða um það bil 717.000 krónur, þegar uppboðinu var lokað. Seljandi krukkunnar sagðist ásóttur af draugnum í krukkunni og tók skýrt fram að hann yrði ekki ábyrgur fyrir því sem gæti komið fyrir nýjan eiganda krukkunnar. Kaupandinn greiddi aldrei. Andsetin önd Foreldrar barns auglýstu leikfangaönd til sölu á Ebay sem þau sögðu andsetna. Barnið þeirra hagaði sér einnig eins og andsetið þegar öndin væri nálæg svo fjölskyldan hefði meira að segja leitað aðstoðar prests. Einnig tóku þau skýrt fram að þau afsöluðu sér allri ábyrgð á því sem gæti hent nýjan eiganda andsetnu andarinnar. Hún seldist samt, og á 107,50 dollara eða um það bil 13.800 krónur. Kornflaga í laginu eins og Illinois Ættjarðarást Ameríkana eru engin takmörk sett, í það minnsta ekki Texasbúans sem keypti litla kornflögu á 1.350 dollara af systrum frá Virginíu á Ebay, eða um það bil 172.800 krónur. Hann ætlaði flög- una, sem var í lögun eins og Illinois, í farandsafn sitt en hann safnaði hlutum sem tengdust Ameríku. ALLAR ÍSLENSKAR NETVERSLANIR Kjarni.is er eins konar verslunar- miðstöð á netinu en þar er að finna yfirlit yfir nær allar íslenskar netverslanir á einum stað. Síðuna stofnaði kerfisfræðingurinn Þór Sigurðsson en honum fannst þurfa að koma íslenskum vef- verslunum undir einn hatt. Verslununum er skipt niður í flokka. Meðal vinsælla flokka má nefna Barnavörur & leikföng, Fatn- aður & skór og Íslensk hönnun en á síðunni eru líka flokkar eins og Matvara, Mótor- & reiðhjól, Ferða- lög & afþreying, Símar & spjald- tölvur og Tónlist & tölvuleikir svo eitthvað sé nefnt. Þá er að finna flokk sem heitir Netverslanir á Face book en þar er að finna ara- grúa fjölbreyttra verslana. Tilgangur síðunnar er að auð- velda eigendum þeirra að koma sér á framfæri og auðvelda um leið netverjum að finna það sem þeir leita að. Á sama tíma er markmiðið að styrkja íslenska verslun og at- vinnulíf. Þeir sem reka netverslun geta skráð hana með einföldum hætti á síðuna. SKRÍTIN KAUP VERSLAÐ Á NETINU Á MÁNUDEGI Mánudagurinn eftir þakkar- gjörðarhátíðina í Bandaríkjunum er kallaður Cyber Monday eða Netmánudagur. Hugtakið var skapað af markaðsfyrirtækjum og ætlað til þess að fá fólk til að versla á netinu. Föstudagurinn á undan er hinn svokallaði Black Friday sem er einn stærsti dagur bandarískrar verslunar. Ellen Davies, formaður Félags bandarískra smásala, bjó til orða- sambandið Cyber Monday og var það fyrst notað í fréttatilkynningu sem gefin var út þann 28. nóvem- ber 2005 og fjallaði um það að Cyber Monday væri orðinn sá dagur sem mest væri verslað á netinu. Netsala á Cyber Monday árið 2014 var 2,68 milljarðar dollara en var 2,29 milljarðar árið áður. Tilboð verslana á Cyber Monday gilda einungis í netversl- unum og eru oftar í boði smærri verslana. Þau kaup sem gerð eru á Cyber Monday eru mikið til á tískusviðinu en síðustu tvö ár hafa að meðaltali 45 prósent fleiri kaup á fatnaði verið gerð þann dag en á Black Friday. Einnig voru fimmtíu prósent fleiri skókaup gerð á Cyber Monday en á Black Friday. Cyber Monday er orðinn að alþjóðlegu fyrirbrigði og er hug- takið notað af netverslunum í Argentínu, Kanada, Síle, Kína, Kólumbíu, Danmörku, Þýskalandi, Írlandi, Úganda, Japan, Portúgal, Svíþjóð og Bretlandi. KYNNING − AUGLÝSING 26. SEPTEMBER 2015 LAUGARDAGUR8 Netverslun og vefsíðugerð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.