Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 94

Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 94
Jeremy Corbyn ∙ Fæddur 26. maí 1949 í Chippenham á Englandi∙ Corbyn er þrígiftur og á þrjá syni. Núverandi eiginkona er Laura Alvaréz∙ Hann notar reiðhjól til að komast á milli staða, á ekki bíl. Hefur verið grænmetisæta frá því hann var tvítugur∙ Corbyn hefur setið á breska þinginu fyrir Islington North kjördæmið síðan 1983∙ Kosinn leiðtogi Verkamanna-flokksins 12. september 2015 Nordicphotos/AFP Corbyn enn óskrifað blað Á morgun mætir hann félögum sínum á flokksþingi Verkamannaflokksins. Fyrstu skoðanakannanir sýna að fáir treysta honum, en sjálfur er hann óhræddur og ætlar sér stóra hluti. Nú í vikunni gaf hann kost á sér í viðtal við blaðamann hjá tímarit­ inu New Statesman þar sem hann var spurður hvert yrði hans fyrsta verk, fari svo að hann verði forsætis­ ráðherra: „Að taka á húsnæðisvandanum, taka á ójöfnuðinum, taka á fátæktar­ vandanum í Bretlandi. Og móta utanríkisstefnu sem snýst um frið og mannréttindi, ekki um hernaðar­ íhlutun víðs vegar um heim.“ Þarna virðist birtast í fáum orðum stefna hans í hnotskurn. Hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín, draga úr forréttindum hinna betur stæðu og gjörbylta utanríkisstefnu Bretlands. Og ekki hafði hann neinar áhyggj­ ur af því að flokkurinn muni klofna: „Nei, hvers vegna ætti flokkurinn að klofna? Við erum með opið lýð­ ræðislegt ferli,“ sagði hann í viðtali við vefmiðilinn Middle East Review, stuttu fyrir leiðtogakjörið. Vill stærri flokk „Ég vil stærri flokk, virkan flokk sem fólk vill ganga til liðs við. Flokk sem vill berjast fyrir málefnum, flokk sem er ekki hræddur við sjálfan sig,“ sagði Corbyn. „Við þurfum ekkert að herma eftir íhaldinu og koma með léttar aðhaldsaðgerðir. Við getum gert betur en það, og ég ætla mér að gera betur en það.“ Hægri menn hafa áhyggjur af því, að hann muni með stefnu sinni bæði rústa efnahagslífinu og stofna öryggi Bretlands í hættu. Hann vísar þessu á bug og segist sannfærður um að öryggi Bret­ lands muni styrkjast hætti Bretar að fylgja Bandaríkjunum eftir í einu og öllu. „Ég held að við myndum treysta öryggi okkar með því að sýna að við höfum skilning á því hversu fjöl­ breytt trúarbrögðin eru og hversu fjölbreyttar óskir og væntingar fólks eru víðs vegar um heiminn, og einnig ef við yrðum mannrétt­ indaafl í staðinn fyrir að vera afl hernaðar íhlutunar.“ John Smith 1992–94 Neil Kinnock 1983–92 Gordon Brown forsætisráðherra 2007–2010 Ed Miliband 2010–2015 Leiðtogar Verkamannaflokksins 1983-2015 Tony Blair 1994–2007 forsætisráðherra 1997-2007 F lokksþing breska Verka­mannaflokksins hefst á morgun og stendur fram á miðvikudag. Þar mætir Jeremy Corbyn væntan­lega verulegri tortryggni frá hluta flokksfélaga, enda þótt góður meirihluti þeirra hafi kosið hann til formennsku fyrr í mán­ uðinum. Ný skoðanakönnun frá Ipsos­ MORI gefur honum ekki góðan byr. Aldrei áður hafa kjósendur almennt haft jafn lítið álit á nýkjörnum leið­ toga Verkamannaflokksins í fyrstu skoðanakönnun eftir að hann tekur við embættinu. Útkoman er mínus 3, en léleg­ ustu útkomuna fékk Michael Foot árið 1980, en tæp þrjú prósent voru ánægð með frammistöðu Foots stuttu eftir að hann tók við leiðtoga­ embætti flokksins. Þykir heiðarlegur Hins vegar  eru mun fleiri  á þeirri skoðun að Corbyn sé heiðarlegur en að David Cameron, leiðtogi Íhalds­ flokksins, sé það. Hvernig svo sem framhaldið verður þá hefur Corbyn tekist að hrista verulega upp í breskum stjórnmálum með nokkuð gamal­ dags róttækni. Hægri menn eru margir hverjir sigri hrósandi, sannfærðir um að Corbyn muni aldrei takast að vinna meirihluta kjósenda á band Verka­ mannaflokksins undir sinni stjórn. Margir vinstri menn óttast að það mat geti verið rétt. Corbyn er hins vegar enn að mörgu leyti óskrifað blað, meðal annars vegna þess að hann hefur eftir bestu getu reynt að forðast fjöl­ miðla, sem verður að teljast harla óvenjulegt hjá stjórnmálamanni. Óhræddur við kosningar Sjálfur segist hann hafa fulla trú á því að flokkurinn geti sigrað í næstu þingkosningum, sem líklega verða haldnar árið 2020. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 1979 1983 1987 1992 1997 2001 2005 2010 2015 Kosningaárangur Verkamannaflokksins - hlutfall atkvæða % Ár 50 40 30 20 36,9% 27,6% 30,8% 34,4% 43,2% 40,7% 35,3% 29,1% 30,5% 269/635 Fjöldi þingsæta Verkamannaflokksins af heildarfjölda þingsæta∙ Íhaldsflokkurinn í meirihluta∙ Verkamannaflokkurinn í meirihluta 209/650 229/650 271/651 419/659 413/659 356/646 258/650 Enginn fékk hreinan meirihluta: Samsteypustjórn Íhaldsflokks og Frjálslyndra tók við 232/650 2 6 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.