Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 112

Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 112
Á yfirlitssýningunni á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar í Ljósmynda- safni Reykjavíkur verða sýndar nýjar handstækk- aðar ljósmyndir gerðar eftir filmum  sem voru teknar á árabilinu 1947- 1964. Auk þess sýnir Kvikmyndasafn Íslands valin myndbrot úr kvik- myndum Gunnars Rún- ars. Gísli Helgason hjá Ljósmyndasafni Reykja- víkur hefur að undan- förnu unnið að undirbúningi sýn- ingarinnar og þekkir flestum betur áhugaverðan feril Gunnars Rúnars. „Það vita nú ekki allir en ferill Gunnars Rúnars hófst sem áhuga- manns í Hafnarfirði, þar sem hann var fæddur árið 1917 og lést 1965, tæplega 48 ára gamall. En í upp- hafi ferilsins fór hann um bæinn og tók portrettmyndir af eldri borgurum bæjarins, mest voru þetta karlar en þó var eitthvað um myndir af konum þarna í bland. Það voru gefnar út bækur með þessum myndum á sínum tíma og þá fylgdu vísur og kveðskapur myndunum. Ég er ekki frá því að þetta hafi gengið alveg ágætlega.“ Gísli segir að Gunnar Rúnar hafi svo seinna lært ljósmyndun í New York Institute of Photography sumarið 1945. „Þaðan fór hann til Los Angeles og kynnti sér kvik- myndagerð hjá einu stærsta kvik- myndaveri Bandaríkjanna, Metro Goldwyn Mayer í Hollywood. Þar var hann viðstaddur upptökur fjölmargra kvikmynda og starfaði m.a. við hlið margra af þekktustu leikurum samtímans og eflaust hefur þessi tími í Hollywood haft einhver áhrif á hann. Eftir heimkomuna 1946 og fram til 1957 starfaði Gunnar einkum sem kvikmyndagerðar- maður en tók að auki ljósmyndir fyrir Morg- unblaðið 1953–1957. Frá 1958 starfaði Gunnar sem iðnaðar- og auglýsingaljós- myndari og tók myndir fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og stofnanir. Hann myndaði m.a. fyrir Rafha hf., Hafnarfjarðarbæ og Akureyri, auk þess nýttu Sjálfstæðisflokkurinn og búnaðarfélög víða um land sér þjónustu hans. Gunnar Rúnar myndaði líka reglulega fyrir Reykjavíkurborg. Á þeim tíma hafði Sjálfstæðis- flokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn og áhrifafólk innan borgarinnar þekkti vel til natni Gunnars Rúnar og listfengis. Það hefur eflaust ekki heldur komið að sök að Gunnar Rúnar var sjálf- stæðismaður, var virkur í félags- starfi í Hafnarfirði og svona. Þegar hann fer að vinna fyrir Reykjavík þá var hann afskaplega flinkur við að láta borgina líta vel út. Séð í gegnum myndavél Gunnars Rúnars er Reykjavík einkar viðkunnanleg borg, nútímaleg, vel skipulögð, björt og krakkarnir hressir. Snyrti- legir almenningsgarðar mynda fagur lega umgjörð utan um heil- brigt mannlíf og kraftmikil upp- bygging á sér stað. Þarna má líka finna stórskemmtilegar myndir af börnum og unglingum bæði í leik og starfi. Málið er að þegar maður fer að skoða feril Gunnars Rúnars þá sér maður hvað hann var markaðs- þenkjandi. Hann var líka með markaðsnef og opnaði til að mynda minjagripaverslun, gerði líka póstkort fyrir Árbæjarsafnið og fleira. En svo var hann líka mikið að pæla í fortíðinni. Nútíminn er í myndunum en hann er líka mikið að mynda handrit og kirkjubækur, byggðasöfn og fleira sem snýr að ákveðnum menningargrunni eins og Hafnfirðingarnir sem hann myndaði fyrst á ferlinum. Eins tók hann að sér að mynda fyrir bún- aðarsambönd og fór þá í að mynda alla íbúana og bæina í sveitunum. Þá fóru einhverjir karlar með honum og tóku viðtöl við fólkið sem einhver sá svo um að hljóðrita líka og þetta er afar skemmtileg heimild.“ Gísli segir að það verði líka gaman fyrir sýningargesti að sjá kvikmyndað efni eftir Gunn- ar Rúnar. „Við höfðum samband við Kvikmyndasafn Íslands sem fór í gegnum og skannaði inn marga klukkutíma af efni og tók svo saman í skemmtilegan u.þ.b. 50 mínútna bút sem fær að rúlla í Kubbnum. Við nýtum nefnilega allt pláss hér á safninu undir sýn- ingu, hvern krók og kima.“ Reykjavík var björt og falleg í gegnum linsu Gunnars Rúnars Í dag verður  opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur yfirlits- sýning á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem myndaði mannlíf og menningu í Reykjavík af stakri natni. Bækur Hendingskast Höfundur: Sigurjón Bergþór Daðason Útgefandi: Veröld Reykjavík 2015 „Ég sé sjálfan mig speglast í glerinu.“ Með þessari einföldu setningu hefst fyrsta skáldsaga Sigurjóns Bergþórs Daðasonar, Hendingskast. Þar segir ungur maður frá lífi sínu, vina sinna og fjölskyldu, yfir nokkurra mánaða skeið í Reykjavík samtímans. Þetta tímabil er um margt viðburðaríkt í lífi unga mannsins sem er nýbúinn að missa vinnuna sama dag og góður vinur vinnur stóra vinning- inn í lottó, brestir koma í samband aðalpersónunnar og kærustunnar, foreldrar standa í miðaldurskreppu, hús er málað að næturlagi og svo mætti jafnvel áfram telja. Líf aðalpersónunnar, kærust- unnar, vina og fjölskyldu er líf for- réttinda þeirra sem hafa í raun flest öll allt til alls en kunna fátt að meta. Aðeins Anton, vinur aðalpersón- unnar og ungur lögfræðingur, er ekki alinn upp við líf forréttinda enda er hann eina persónan sem hefur í sér dugnað til þess að koma sér áfram í lífinu og standa á eigin fótum. Aðalpersónan hins vegar stundar vinnu fremur með það markmið að reyna að öðlast meira sjálfstæði frá efnuðum foreldrum en þó ekki meir en svo að það er alltaf hægt að biðja um meiri pen- ing þegar á móti blæs. Lífsstíllinn er heilt yfir þannig að það er erfitt fyrir marga að finna til samkenndar með raunum ungs manns sem hefur allt til alls. Þetta er frásögn ungs manns sem lifir sínu sjálf- hverfa lífi og leiðist seint að skoða spegilmynd sína. Þarna birtist sjálfhverfa kynslóðin í hnotskurn. Því þrátt fyrir viðburðaríka daga líður sagan og líf aðal- persónunnar áfram í sjálfhverfu tilbreytingarleysi. Það er logn yfir lífi þeirra sem láta sig örlög ann- arra litlu varða. Sagan er reyndar dálítið lengi að koma sér af stað og ná almennilegum skriðþunga en eftir því sem á líður grípur frásögnin lesandann fastari tökum. Fyrstu persónu frásögn líður dálítið fyrir hversu áhugalaus aðalpersónan er í raun um fólkið í kringum sig því það gerir höfundi erfitt fyrir með að draga upp skýrar og áhugaverðar aukapersónur. En eftir því sem líður á frásögnina eru aukapersónur betur mótaðar og lifna fremur við í framvindu sögunnar. Það er líka sjálfsagt að hafa í huga að hér er á ferðinni fyrsta skáldsaga höfundar og það er ekki laust við að honum vaxi ásmegin eftir því sem á líður. Þó svo styrkur Sigurjóns Bergþórs sé enn sem komið er ekki í persónu- sköpuninni þá er hann ótvírætt til staðar í stílnum. Frásögnin flæðir fallega áfram, orðfærið er breitt og skemmtilegt og setningarnar eru margar hverjar fallega mótaðar. Þá hefur Sigurjón Bergþór einnig einkar gott lag á að lýsa umhverfi, nýta liti og draga upp myndir af húsakosti í örfáum en meitluðum orðum. Táknheimur sögunnar er heildstæður og vel mót- aður og þá einkum er varðar sterka litabeitingu og skýra rýmisnotkun. Sem fyrsta skáldsaga er Hend- ingskast vel heppnuð og full ástæða til þess að vonast eftir að Sigurjón Bergþór haldi ótrauður áfram. Gallinn er að persónur Hendings- kasts eru sjálfhverfar og spegla sig í sífellu í glerinu og til þess að gera þær aðeins meira spennandi hefði kannski þurft aðeins þéttari fram- vindu, eins og er að finna í seinni hluta bókarinnar, og aðeins meiri slagkraft í annars kómíska viðburði. Magnús Guðmundsson Niðurstaða: Vel heppnuð fyrsta skáldsaga hjá góðum stílista um helst til óáhugaverðar persónur. Að sjá sjálfan sig speglast í glerinu Í dag opna 8 íslenskir mynd- listarmenn sýninguna Reykjavík Stories í Quartair-galleríinu í Den Haag í Hollandi. Sýningarstjóri er Tim Junge og hann hefur haft veg og vanda af undirbúningi verkefnisins. Finnur Arnar er einn listamannanna sem taka þátt í sýningunni og hann segir að Quartair-galleríið eigi sér tals- verða sögu af því að vinna með Íslendingum. „Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni eru auk mín Jón Óskar, Hulda Hákon, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhanns, Guðmundur Thoroddsen, Sindri Leifsson og Dodda Maggý. Verk okkar allra á sýningunni tengjast með einum eða öðrum hætti Reykjavík. Höfuðborg sem við þekkjum og upplifum hvert með sínum hætti og höfum kynnst misvel og lengi. Það er mikil hefð fyrir samstarfi á milli landanna í myndlist enda hafa gríðarlega margir íslenskir mynd- listarmenn stundað nám í Hol- landi og fundið sig vel. Ekki eru það fjöllin sem toga okkur hingað því ég hef nú ekki séð nema eina brekku hérna í borginni enn sem komið er. Að sjálfsögðu sneri ég snarlega við og fann mér aðra leið að mínum áfangastað,“ segir Finnur og hlær. Finnur bætir við að það séu líka ákveðin hugmyndafræðileg tengsl á milli Quartair-gallerísins og Nýló en bæði eru þessi gallerí í raun lista- mannarekin. Þar sem Tim Junge býr heima á Íslandi og hefur þar verið maðurinn á bak við art 365 og þekkir einnig vel til Nýló fannst honum tilvalið að efla samstarfið þarna á milli. Verkin á sýningunni eru í raun jafn ólík og listamenn- irnir eru margir; það eru þarna myndbandsverk, ljósmyndir, mál- verk, skúlptúrar og Sindri Leifsson ætlar að performera við opnunina.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg bók um sýninguna og verk listamannanna þar sem Markús Þór Andrésson skrifar megintexta en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ritar formála. Hún mun einnig opna sýninguna formlega. Finnur bendir á að þau hafi fengið styrk frá Reykja- víkurborg til þess að standa straum af kostnaði við útgáfuna. „Við erum ákaflega þakklát fyrir stuðninginn og vonum að það geti orðið fram- hald á samstarfinu. En nú er allt tilbúið og við að fara á listviðburð á ströndinni og hér er enn sumar og sól. Það verða s.s. léttklæddir listamenn á ströndinni – það er eitthvað.“ – mg Sneri við um leið og ég sá brekku Gísli Helgason ★★★★★ ListamenniRniR sem taka þátt Í veRk- efninu að þessu sinni eRu auk mÍn JÓn ÓskaR, HuLda Hákon, JÓHann LudwiG toRfason, RaGnHiLduR JÓ- Hanns, GuðmunduR tHoR- oddsen, sindRi Leifsson oG dodda maGGý. veRk okkaR aLLRa á sýninGunni tenGJ- ast með einum eða öðRum Hætti ReykJavÍk. Finnur Arnar 2 6 . s e p t e m B e r 2 0 1 5 L a u G a r D a G u r56 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.