Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 8
Orlofshús orlofssjóðs eru flaggskip þeirra kosta sem sjóðurinn býður uppá. Orlofs -
sjóður á nú átta húseignir; fimm sumarbústaði (þrjá í grímsnesi, einn í húsafelli og
einn á úlfljótsvatni) og þrjár íbúðir (tvær í reykjavík og eina á akureyri). Orlofsnefnd
hefur lagt kapp á að vanda valið á þessum eignum m.t.t. staðsetningar og fyrirkomu-
lags og halda þeim vel við. Til að íbúðirnar nýtist sem best í bæ eða borg þurfa þær
að vera frekar miðsvæðis þannig að stutt sé í alla almenna þjónustu. Þær þurfa að búa
yfir öllum hefðbundnum þægindum en oft er það svo að fólk dvelur ekki endilega
mikið í íbúðunum í borgar- eða bæjarferðum heldur nýtir sér frekar afþreyingu og
þjónustu. nýting á sumarhúsum er gjarnan með öðrum hætti, en þá er það gjarnan
hvíld og ástundun hugðarefna sem er kjarninn í dvölinni. Þá þarf bústaðurinn að rúma
vel gestina, viðbótarþægindi eru einnig nauðsynleg, eins og heitur pottur, fallegt um-
hverfi, aðstaða til að dvelja utandyra, útigrill og fleira í þeim dúr.
Aðrir leigukostir orlofssjóðs eru eignir sem orlofssjóður leigir af eigendum þeirra.
Orlofssjóður tekur þessar eignir til leigu í 3–6 mánuði í senn og framleigir til félags-
manna. Sumar leigueignir eru einungis í boði yfir sumartímann en aðrar allt árið.
Margir slíkir samningar hafa nýst okkur vel og verið endurnýjaðir ár eftir ár. Með
þessu fyrirkomulagi höfum við haft tækifæri til að reyna okkur á nýjum stöðum til
skemmri tíma án þess að þurfa að leggja í fjárfestingar sem síðan þarf að selja ef þær
reynast ekki nógu vel. Það er viðvarandi verkefni orlofsnefndar að vera á höttunum
eftir hentugum eignum til framleigu fyrir félagsmenn og endilega látið nefndina eða
skrifstofu fíh vita ef þið þekkið til húseiganda sem er tilbúinn að leigja félaginu góða
eign á áhugaverðum stað.
Á vordögum sendi orlofsnefndin út þjónustukönnun til félagsmanna sem hafa
skráð sig á póstlista félagsins. Þátttakan var þokkaleg, um 477 félagsmenn svöruðu og
flestir þeirra eru virkir sjóðfélagar. könnunina mun nefndin nota til að styðja við
stefnumótun og ákvarðanir um fjárfestingar og ráðstöfun fjármuna og sem hug-
myndapott fyrir breytingar eða nýja orlofskosti. Ljóst er að við munum aftur kanna
hug félagsmanna með þessum hætti síðar og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og
segja hug sinn þegar slíkt tækifæri gefst.
8 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Pistill frá orlofsnefnd
Helga Harðardóttir formaður
Orlof er tími sem við notum gjarnan til að sinna eigin hugðarefnum, til
ferðalaga eða hvíldar. Stjórn orlofssjóðs Fíh er umhugað um að létta undir
með félagsmönnum þannig að orlofið geti orðið ánægjulegt og endur-
nærandi.
… viðbótarþægindi eru
einnig nauðsynleg, eins og
heitur pottur, fallegt um-
hverfi, aðstaða til að dvelja
utandyra, útigrill og fleira í
þeim dúr. Úr þjónustukönnun: „finnst frekar stressandi að sækja um, finnst allt vera fariðþegar ég ákveð mig, en á nóga punkta.“
Við skipuleggjum sumarleyfi og utanlandsferðir með margra mánaða fyrirvara,
til að fá hagstæð kjör. Það sama þarf að viðhafa um umsóknir í orlofssjóð, hvort
sem er að vetri eða sumri. Vissulega er mesta ásóknin í kringum almenna frídaga,
en o er hægt að fá leigt að vetri til um helgar svo ekki sé minnst á lausa daga í
miðri viku. nýting eigna yfir vetrartímann er frá 57–90% þannig að möguleikinn
er vissulega fyrir hendi að komast að einhvers staðar.
Helga Harðardóttir formaður stjórnar orlofs -
sjóðs Fíh.