Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 10
Áhugi félagsmanna var mikill. rúmlega 250 félagsmenn sóttu málþingið auk þess sem því var streymt á facebook-síðu félagsins en þegar hæst lét fylgdust á áttunda tug með þinginu í gegnum netið. alls náði streymið til hátt í tvö þúsund manns. hlusta má á málþingið á facebook-síðu félagsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess. Lagði hún megináherslu á mikilvægi stefnumörk- unar í heilbrigðismálum sem hún sagði að unnið væri að í ráðuneytinu. Ítrekaði hún nauðsyn þess að hjúkrunarfræðingar tækju þátt í þeirri vinnu. Lagði hún áherslu á að nú þyrfti að taka til hendinni varðandi starfs umhverfi, álag og laun hjúkr- unarfræðinga til að fjölga þeim og halda í starfi. Sagði hún að ráðuneytið þyrfti að vinna markvisst að því að tryggja næga nýliðun í stéttinni og lágmarka brottfall í samstarfi við stéttina sjálfa og þá sem best þekkja til. Mikilvægt væri að skoða þessa þætti með jafnréttismál í huga eins og málþingið legði áherslu á. Skoða þyrfti m.a. vinnustaðamenningu á heilbrigðisstofn- unum m.t.t. jafnréttismála og valdeflingar hjúkrunarfræðinga í ljósi kynskipts vinnumarkaðar. Í samstarfi við mennta-og menningarmálaráðuneytið á að skoða hvaða leiðir eru færar til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að jafna kynjahlut- fallið í náminu. heilbrigðisráðuneytið gerir sér fulla grein fyrir því vandamáli sem heilbrigðiskerfið glímir við varðandi skort á hjúkrunarfræðingum og fleiri heilbrigðistéttum. Verið er að vinna aðgerðaráætlun til fjögurra ára sem byggist á mann - aflaspá sem verið er gera á vegum ráðuneytisins. Mikilvægt er að meta og vinna slíka spá í samstarfi við viðkomandi stéttir. Vænti ráðherra góðs samstarfs við hjúkrunarstéttina þar sem hjúkrunar fræðingar gegna mikilvægu hlutverki sem hryggjar- stykki heilbrigðiskerfisins. ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri reykjavíkur- borgar, kynnti jákvæð áhrif tilraunaverkefnis borgarinnar um styttingu vinnuvikunnar. fram kom í máli hennar að reynslan sýndi að hægt er að stytta vinnuvikuna hjá ýmsum stéttum sem vinna hjá reykjavíkurborg ef vilji er fyrir hendi. Þar skipti mestu máli góður undirbúningur og gott skipulag. Tilrauna- verkefnið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að taka næsta skref sem eru að fjölga á næstunni þeim vinnustöðum sem stytta munu vinnuvikuna. Þorsteinn Víglundsson talaði um möguleikann á að ná þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Sagði hann frá þings - ályktunartillögunni sem lögð var fram á alþingi og felur í sér að alþingi álykti um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að eiga frumkvæðið að viðræðum við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitafélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt laun kvennastétta. ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, m.a. kennara og hjúkrunarfræðinga, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar grein- ingar verði síðan gerður sérstakur kjarasamningur um leiðrétt- ingu á kjörum þessara stétta sem feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar almennum hækkunum kjarasamninga á vinnu- markaði. Sagði hann að mannaskortur í þessum stéttum og að stór hluti þeirra sem hefðu menntað sig til þessara starfa störfuðu nú við annað, sýndi að það væri eitthvað mikið að og vildi meina að launasetningin hefði þar áhrif. Búið er að greina að verulegu leyti kynbundna launadreifingu á vinnumarkaði og niðurstaðan er alltaf sú sama, um 20% heildarmunur er á kynjum á vinnumarkaði. augljóst er að þetta geti ekki gengið svona og þessu þurfi að breyta. Þingsályktunartillagan er nú hjá allsherjar-og menntmálanefnd. Taldi Þorsteinn nauðsynlegt að líta á þetta sem sjálfstætt viðfangsefni sem vinna þyrfti með aðilum vinnumarkaðarins. Stærsti vinnuveitandi þessara fjöl- mennu kvennastétta er hið opinbera og ætti það að auðvelda þessa vinnu. Svarið við spurningunni hvort þetta sé gerlegt sagði hann vera já, þetta væri vel hægt ef vilji væri fyrir hendi. gestur k. Pálmason ræddi um #metoo byltinguna og hvað svo? Sagði hann frá hópi karla sem kom saman til að skoða hvað karlmenn gætu gert til að styðja konur í metoo-bylting- unni og hvort hægt væri að taka á málefninu af tillitsemi, þroska og samkennd og þannig þróa samfélag sem væri fært um að eiga samræður af þessari erfiðleikagráðu og breyta þeim í jákvætt afl. facebook-hópurinn #égertil var nýttur til að veita körlum tækifæri á að taka þátt í umræðunum. niðurstaða hópsins er sú að útilokað er að karlar leysi þennan vanda og jafnframt er útilokað að konur leysi hann einar. Bæði kynin verða að vinna saman að lausn hans. að lokum fjallaði Margét Blöndal, hjúkrunarfræðingur og EMDr-meðferðaraðili, um kulnun í starfi, helstu einkenni kulnunar og mikilvægi þess að koma í veg fyrir kulnun. Brýndi hún fyrir hjúkrunarfræðingum að vera vakandi fyrir og taka mark á einkennum kulnunar og bregðast við áður en í óefni væri komið. aðalbjörg finnbogadóttir 10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.