Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 11
Framkvæmd könnunar, úrtak og svörun könnunin var lögð fyrir alla starfandi félagsmenn fíh og er þetta í fyrsta skipti sem slík könnun er framkvæmd. fyrirtækið Maskína ehf., sem m.a. gerir starfsmanna- og markaðsrannsóknir, var fengið til að framkvæma könnunina og fór hún fram dagana 1.–28. nóvember 2017. könnunin var send rafrænt til allra starfandi félagsmanna fíh, yngri en 70 ára. Tölvupóstur var sendur til félagsmanna og samtals fjórar áminningar til þeirra sem ekki höfðu svarað. Þá var hringt til þeirra sem enn svöruðu ekki og einnig til þeirra sem sem ekki höfðu skráð netfang í félagaskrá fíh. Starfandi hjúkrunarfræðingar sem fengu könnunina senda voru 2.908. Þátttakan var mjög góð eða rúm 74%. Slík þátttaka er fáheyrð í sambærilegum könnunum hjá öðrum stéttarfélögum en algengt er að svörun í könnun sem þessari sé í kringum 20%. Það er því óhætt að segja að niðurstöðurnar gefi mjög sterka mynd af viðhorfi hjúkr- unarfræðinga til starfsumhverfis og álags í starfi. Stjórn félagsins vill þakka hjúkrunar- f ræðingum kærlega fyrir þessi góðu viðbrögð. nánari útlistun á úrtaki og svörun í könnuninni má sjá í töflu 1. upphaflegt úrtak 2.908 Ekki meðlimur/talar ekki íslensku/ófær um að taka þátt 9 Endanlegt úrtak 2.899 næst ekki í 31 neita að svara 50 Fjöldi svarenda 2.151 Svarhlutfall 74,2% Tafla 1. Úrtak og svörun. könnunin samanstóð af 29 spurningum. Meginþema þeirra var viðhorf til starfsins, starfsánægja, vinnuumhverfi, aðbúnaður og líðan í starfi. Spurningarnar voru hvort tveggja fjölvalsspurningar, þar sem hægt var að merkja við mismunandi svarmögu- leika á fimm eða sjö punkta Likert-skala, og opnar spurningar, þar sem hjúkrunar - fræðingar gátu svarað með eigin orðum. Dæmi um opnar spurningar er t.d.: „hvað er það jákvæðasta og neikvæðasta við að vinna sem hjúkrunarfræðingur?“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 11 Frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga Könnun á viðhorfi, ánægju og ýmsum þáttum sem snerta starf hjúkrunarfræðinga Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Aðalbjörg Finnbogadóttir Könnunin samanstóð af 29 spurningum. Meginþema þeirra var viðhorf til starfs- ins, starfsánægja, vinnuum- hverfi, aðbúnaður og líðan í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa“ er heiti á skýrslu sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gaf út um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga í byrjun árs 2017. Skýrslan sýndi, líkt og fyrri skýrslur félagsins, sláandi niðurstöður um það hversu marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Ríkisendurskoðun gaf einnig út skýrslu í október 2017 sem fjallaði um hjúkrunar fræðinga; mönnun, menntun og starfs umhverfi en þar var fjallað um skort á hjúkrunarfræðingum og áhrif hans á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Báðar þessar skýrslur gefa greinargóða lýsingu á hvað marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa innan hins íslenska heilbrigðiskerfis. En hver er sýnin á ástandið frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga sjálfra? Til að fylla betur upp í þá mynd ákvað stjórn Fíh að gera könnun meðal starfandi hjúkrunar fræðinga um viðhorf, líðan og ýmislegt annað sem viðkemur starfi þeirra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.