Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 12
Inngangur
Í þessari grein er markmiðið að segja frá helstu niðurstöðum
könnunarinnar. Skýrsla sem fíh fékk frá Maskínu var um 200
blaðsíður. Þar eru helstu niðurstöður settar fram á ýmsan hátt,
meðal annars í súluritum til að bera saman niðurstöður, með
áhrifagreiningum til að skoða hvaða spurningar skýrðu töl -
fræði lega mest ánægju í starfi, fylgnigreiningum til að skoða
fylgni á milli ánægju í starfi og annarra spurninga í könnuninni
og dritritum til þess að skoða samband á milli ýmissa þátta eins
og álags, ánægju í starfi, launa og þess að skipta um starfsvett-
vang.
helstu breytur sem notaðar voru til þess að greina niður -
stöður einstakra spurninga betur og fjallað verður um í þessari
grein voru aldur, starfsreynsla, vinnufyrirkomulag og aðal-
vinnustaður. Í flestum breytum voru niðurstöður sýndar sem
meðaltal á skalanum 0–5 eða 1–5. Það segir til um hvar þunga -
miðja svara var í tiltekinni spurningu. formúla meðaltals í
orðum er einfaldlega sú að tölugildi allra svara þátttakenda eru
lögð saman og deilt í með fjölda svara. Meðaltöl einstakra
spurninga eru ekki gefin upp í þessari grein heldur skoðað
hvaða hópar innan einstakra breyta skora hátt og lágt í viðkom-
andi spurningu. Einnig eru útlistaðar breytur þar sem töl -
fræðileg marktækni er á milli hópa skv. anOVa prófi (p<0,05).
Í þessari grein er því ekki um tæmandi umfjöllun um könn-
unina að ræða.
fíh mun vinna áfram með tilteknar niðurstöður könnun-
arinnar og nýta sér þær í vinnu tengdri til dæmis kjörum og
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. niðurstöðurnar í heild gefa
góða mynd af starfsviðhorfi hjúkrunarfræðinga, líðan og
ýmsum þáttum sem snerta starf þeirra.
Við úrvinnslu gagna sem snerta breytuna „aðalvinnustaður“
voru nokkrir vinnustaðir hjúkrunarfræðinga flokkaðir saman,
m.a. vegna smæðar, þannig að hægt væri að nota niður stöð -
urnar í tölfræðiútreikninga. Til útskýringar má nefna að „al-
mennur markaður“ eru t.d. lyfjafyrirtæki, sölufyrirtæki og
tryggingafélög. „Annar vinnustaður“ eru ýmsar stofnanir ríkis -
ins, eins og t.d. háskólinn á akureyri, háskóli Íslands, ráðu -
neyti, Embætti landlæknis og reykjalundur. „Sveitafélög utan
Reykjavíkur“ eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni og „SFV“
(Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) eru hjúkrunarheimili og
endurhæfingarstofnanir, flest staðsettar á höfuð borgarsvæðinu.
Helstu niðurstöður
Starfsánægja
Starfsánægja skiptir miklu máli að mati hjúkrunarfræðinga
þegar verið er að skoða líðan þeirra í starfi. Þegar spurt var um
starfsánægju kom fram að tæp 76% hjúkrunarfræðinga töldu
starfið standast væntingar mjög vel eða fremur vel og er það
ánægjulegt. jafnframt eru 75% hjúkrunarfræðinga mjög eða
fremur ánægðir í starfi.
Þegar starfsánægja er síðan skoðuð út frá breytum (sjá töflu
2) kemur fram, og vekur vissar áhyggjur, að yngri hjúkrunar -
fræðingar með stutta starfsreynslu eru óánægðastir. jafnframt
má sjá í töflunni á hvaða vinnustöðum hjúkrunarfræðingarnir
starfa sem eru hvað ánægðastir eða óánægðastir í starfi. athygli
vekur að þeir sem starfa hjá stofnunum sem tilheyra Samtökum
fyrirtækja í velferðarþjónustu og Landspítala, fjölmennasta
vinnustað landsins, eru með lægstu meðaltals starfsánægju.
aftur á móti mælist mest starfsánægja hjá þeim sem starfa á
öðrum vinnustöðum (háskólar, ráðuneyti, landlæknir og reykja -
lundur) og þeim sem starfa á almennum markaði.
Ánægðastir Óánægðastir
Aldur 60 ára og eldri 30–39 ára
50–59 ára Yngri en 30 ára
Starfsreynsla 30 ár eða meiri 5–9,9 ár
20–29,9 ár Minni en 5 ár
Vinnufyrirkomulag Dagvinna Vaktavinna
Aðalvinnustaður annar vinnustaður Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu
almennur markaður Landspítali
reykjavíkurborg heilsugæsla
höfuðborgarsvæðisins
Tafla 2. Á heildina litið hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu
í starfi þínu?
Líkur á að skipta um starfsvettvang og hætta að
vinna sem hjúkrunarfræðingur
um 67% hjúkrunarfræðinga töldu skv. niðurstöðum könnun-
arinnar mjög eða fremur ólíklegt að þeir myndu skipta um
starfsvettvang á næstu 12 mánuðum.
Við nánari skoðun á niðurstöðum (sjá töflu 3) má sjá að það
er aftur yngri kynslóð hjúkrunarfræðinga, með minnstu starfs-
reynsluna, sem telur í meðallagi eða fremur líklegt að þeir muni
skipta um starfsvettvang á næstu 12 mánuðum og hætta að
vinna sem hjúkrunarfræðingar, á meðan þeir eldri telja það
mjög ólíklegt.
Að hlakka til að mæta til vinnu
Þegar kemur að niðurstöðum varðandi tilhlökkun eftir að
mæta til vinnu segjast tæp 54% hjúkrunarfræðinganna hlakka
mjög eða fremur mikið til þess.
hjúkrunarfræðingar með meira en 20 ára starfsreynslu
hlakka meira til að mæta til vinnu á meðan þeir sem eru með
guðbjörg pálsdóttir, gunnar helgason, aðalbjörg finnbogadóttir
12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Ánægja í starfi
Mjög ánægð(ur) Fremur ánægð(ur) Í meðallagi
Fremur óánægð(ur) Mjög óánægð(ur)
0% 100%
22% 53% 19% 4%
Líkur á að skipta um starfsvettvang
Mjög ólíklegt Fremur ólíklegt Í meðallagi
Fremur líklegt Mjög líklegt
0% 100%
35% 32% 18% 8% 6%