Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 14
guðbjörg pálsdóttir, gunnar helgason, aðalbjörg finnbogadóttir
14 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
um leið og það er ánægjulegt að sjá að um ⅔ hjúkrunarfræðinga ætli sér ekki að skipta
um starfsvettvang á næsta ári er visst áhyggjuefni að aðeins um helmingur hjúkrun-
arfræðinga hlakki til að mæta í vinnu eða íhugi að starfa áfram innan greinarinnar. að
vissu leyti gefa þessar niðurstöður til kynna að þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar séu
ánægðir með starfsvalið sjálft séu aðrir þættir í vinnuumhverfinu sem draga úr þeirri
ánægju og talsverðar líkur á að stór hluti hjúkrunarfræðinga hætti að starfa við hjúkrun.
Stuðningur í starfi
Langflestir hjúkrunarfræðingar, eða 85%, telja sig geta leitað til einhvers í vinnunni
þegar upp koma vandamál í tengslum við starfið og er það að mati greinarhöfunda
mjög jákvætt.
Þetta er sú spurning sem kom best út úr könnuninni varðandi tengsl við starfsánægju
og í raun sú eina af 29 spurningum könnunarinnar sem flokkaðist undir svokallaðan
grænan lit þegar skoðuð var fylgni við starfsánægju. Ekki er talið að frekari úrbóta sé
þörf varðandi þetta atriði. Í öllum öðrum spurningum þar sem fylgni er við starfs-
ánægju kemur fram svokallaður rauður litur, sem merkir að tafarlausra útbóta sé þörf
varðandi þá þætti. hjúkrunarfræðingar yngri en 30 ára, á aldrinum 30–39 ára og þeir
sem starfa á öðrum vinnustað (háskólar, ráðuneyti og landlæknir), töldu líklegast að
þeir gætu leitað til einhvers í vinnunni þegar upp kæmu vandamál. aftur á móti eru
það elstu hópar hjúkrunarfræðinga og þeir sem starfa hjá reykjavíkurborg og al-
mennum markaði sem telja það ólíklegt.
Starfsandi, stuðningur í starfi og mat að verðleikum
um 78% hjúkrunarfræðinga töldu starfsanda á sinni starfseiningu mjög eða fremur góðan.
aftur á móti töldu einungis 54% að yfirmenn mætu starf þeirra að verðleikum að mjög
miklu eða fremur miklu leyti.
Elstu hjúkrunarfræðingarnir með lengsta starfsaldurinn og þeir sem starfa hjá öðrum
vinnustað, sveitarfélögum og reykjavíkurborg upplifðu í meira mæli að yfirmenn
mætu starf þeirra að verðleikum (sjá töflu 5) en ungir og óreyndir hjúkrunarfræðingar
sem starfa á Sjúkrahúsinu á akureyri og hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni.
Stuðningur í starfi er hjúkrunarfræðingum mikilvægur og einungis 43% þeirra
töldu sig fá mjög eða fremur mikinn stuðning í starfi.
Getur þú leitað til einhvers í vinnunni?
Mjög mikið Fremur mikið Í meðallagi Fremur lítið Mjög lítið / Ekkert
0% 100%
11% 43% 37% 6% 3%
Starfsandi
Mjög mikið Fremur mikið Í meðallagi Fremur lítið Mjög lítið / Ekkert
0% 100%
11% 43% 37% 6% 3%
Yfirmenn meta starf að verðleikum
Mjög mikið Fremur mikið Í meðallagi Fremur lítið Mjög lítið / Ekkert
0% 100%
11% 43% 37% 6% 3%
Langflestir hjúkrunarfræð -
ingar, eða 85%, telja sig geta
leitað til einhvers í vinnunni
þegar upp koma vandamál í
tengslum við starfið.
Aftur á móti voru einungis
54% sem töldu að yfirmenn
mætu starf þeirra að verð -
leikum að mjög miklu eða
fremur miklu leyti.
Landspítali er meðal þeirra sem eru með hæsta meðaltalið þegar
kemur að hrósi og umbun.