Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 16
Yngri hjúkrunarfræðingar og þeir sem eru með allt að 20 ára starfsaldur töldu starfsumhverfi og aðbúnað óviðunandi á meðan eldri hjúkrunarfræðingar með lengri starfsreynslu sögðu þessa þætti viðunandi (sjá töflu 7). Sama á við um hjúkr- unarfræðinga sem starfa á almennum markaði og öðrum vinnustöðum, þeir telja starfsumhverfið betra (sjá töflu 8). Betri Lakari Aldur 60 ára og eldri Yngri en 30 ára 50–59 ára 30–39 ára Starfsreynsla 30 ár eða meira Minna en 5 ár 20–29,9 ár 10–19,9 ár Vinnufyrirkomulag Dagvinna Vaktavinna Tafla 7. Er tölvubúnaður/annar búnaður viðunandi eða óviðun- andi til þess að þú getir sinnt starfi þínu eins og best verður á kosið? Enn eru það yngri hjúkrunarfræðingarnir með minni starfs- reynslu sem eru óánægðari og einnig þeir sem vinna vakta- vinnu. Þegar skoðað er hvaða hópar hjúkrunarfræðinga telja starfsumhverfi og þá sérstaklega húsnæði óviðunandi kemur fátt á óvart þar sem það eru þeir sem starfa á Landspítala og Sjúkrahúsinu á akureyri. Tafla 8 sýnir helstu vinnustaðina, en vert er að geta þess að tæp 73% hjúkrunarfræðinga sem þátt tóku í könnuninni vinna hjá þeim stofnunum sem síst koma út úr henni. Enn og aftur er þetta staðfesting á því að starfsum- hverfi hjúkrunarfræðinga er mjög ábótavant og það getur haft mikil áhrif á störf þeirra og líðan í starfi. hér er því enn eitt tækifærið fyrir stjórnendur og yfirvöld að bæta úr málum. Í fjölmörgum rannsóknum hefur verið sýnt fram á mikilvægi heilbrigðs vinnuumhverfis í hjúkrun fyrir vellíðan starfsfólks og afdrif sjúklinga. heilbrigt vinnuumhverfi styður við betri nýt - ingu á þekkingu starfsfólks, ánægðari starfsmenn og góða hjúkr - un sem aftur eykur öryggi sjúklinga og dregur úr dánartíðni. Ánægð(ur) 42,6% Óánægð(ur) 26,8% Starfsumhverfi annar vinnustaður Landspítali almennur markaður Sjúkrahúsið á akureyri Sveitarfélög utan rvík. heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Tafla 8. Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með núverandi starfsumhverfi? Fjöldi starfsmanna, álag í starfi og starfsþróun Í könnuninni var jafnframt spurt um atriði sem snerta fjölda starfsmanna og samsetningu starfshópsins miðað við þörf, álag í starfi og starfsþróun. Álag í starfi Mjög stór hluti hjúkrunarfræðinga telur álag í starfi vera of mikið, eða 83%. Þetta telja greinarhöfundar mikið áhyggjuefni en kemur ekki á óvart. Þar sem innan við 1% svarenda sögðu að álag í starfi væri alltof lítið eða mjög lítið koma þau svör ekki fram á myndinni. Tafla 9 sýnir frekar niðurstöðurnar um álag í starfi út frá þeim hóp sem telur það of mikið. hópurinn sem um ræðir eru yngstu hjúkrunarfræðingarnir, þeir sem eru með stuttan starfs- aldur, þeir sem vinna vaktavinnu og starfa á stærstu vinnu - stöðum hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera. greinilegt er að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur áhrif á álagið. Of mikið Aldur Yngri en 30 ára 30–39 ára Starfsreynsla < 5 ár 5–9,9 ár Vinnufyrirkomulag Vaktavinna Aðalvinnustaður Landspítali Sjúkrahúsið á akureyri Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu Tafla 9. Myndir þú segja að álag þitt í starfi sé mikið eða lítið? Þegar kemur að því að skoða álag vegna veikinda samstarfs- manna meta 93% hjúkrunarfræðinga það aukaálag nokkuð eða mikið og því er ljóst að lítið má út af bera á vinnustöðum hjúkr- unarfræðinga til þess að breytingar verði á álagi. Hæfilegur fjöldi hjúkrunarfræðinga á vinnustað Þegar niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega út frá því hvort hjúkrunarfræðingar telja nægilega marga hjúkrunarfræðinga á vinnustað kemur í ljós að um 70% telja þá of fáa eða alltof fáa (sjá töflu 10). Sérstaklega eru það yngri hjúkrunarfræðingar með styttri starfsreynslu sem telja þá of fáa. aftur á móti er at- hyglisvert að það eru ekki einungis þeir yngri heldur einnig elstu hjúkrunarfræðingarnir með mestu starfsreynsluna sem telja að hjúkrunarfræðinga vanti. Einnig er umhugsunarvert að á þeim þremur vinnustöðum þar sem hjúkrunarfræðing- arnir töldu of fáa hjúkrunarfræðinga að störfum starfa tæp 64% þeirra sem þátt tóku í könnuninni. Þetta telja greinarhöfundar vera einn af stóru þáttunum sem gera það að verkum að yngri hjúkrunarfræðingar leita í önnur störf. Of fáir hjúkrunarfræðingar eru til staðar til að sinna mikil - vægum hjúkrunarstörfum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem kom fram í útgefinni skýrslu fíh um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga 2017. niðurstöður þeirrar könnunar byggðu á mati framkvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkrunarforstjóra á heilbrigðisstofnunum á því hversu marga hjúkrunarfræðinga guðbjörg pálsdóttir, gunnar helgason, aðalbjörg finnbogadóttir 16 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Álag í starfi  Aðeins of lítið  Hæfilegt Aðeins of mikið Mjög mikið  Allt of mikið 0% 100% 16% 19% 41% 23% Álag vegna veikinda  Breytir engu um álag  Eykur álag nokkuð Eykur álag mikið 0% 100% 7% 36% 57%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.