Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 25
Við skilgreiningu og framsetningu hæfniviðmiðanna var sérstaklega haft í huga að þau væru: • athafnamiðuð — lýstu einhverju sem hægt er að gera eða framkvæma. • aðlaðandi — hæfni sem hjúkrunarfræðingar vilja ná tökum á. • auðskilin — hjúkrunarfræðingar skilji hvaða hæfni átt er við. • Viðeigandi — í samræmi við raunverulegt starf/hæfni. • raunhæf — flestir muni ná tökum á hæfni leggi þeir sig fram. • Metanleg — megi mæla eða meta hvort hæfnin sé til staðar og að hve miklu leyti. • Sýnileg — skilgreind og skráð hæfni er sýnileg hér og nú og í framtíðinni. • Samhæfð — hægt að bera hæfni saman við aðrar/er- lendar bráðamóttökur og deildir LSh. Skilgreind voru tíu hæfniviðmið innan hvers starfsþróunarstigs hjúkrunarfræðinga, með mismarga undirflokka sem lýsa ólíkri hæfni á mismunandi þrepum. hæfniviðmiðin voru sett fram út frá sjónarhorni hjúkrunarfræðingsins, þau eru sérhæfð fyrir bráðahjúkrun á Landspítala hvað varðar hæfni, námskeið og þróun, óháð launatengdri starfslýsingu, en þó þannig að þau geti nýst við starfsmannasamtöl og framgangsmat. hæfniviðmiðum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku er ætlað að nýtast við að meta starfsþróun einstaklingsins. Við - miðin liggja til grundvallar þess að meta gæði og framþróun starfa hvers og eins og hæfni viðkomandi til að færast milli þrepa í starfsþróun eða til að taka að sér ný hlutverk. hæfnistjórnun sem er byggð á vel skilgreindum, viðeigandi, raunhæfum og mælanlegum hæfniviðmiðum er talin auka gæði þeirrar endur - gjafar sem hjúkrunarfræðingar fá um störf sín og hæfni. auk þess auðveldar slík hæfnistjórnun hjúkrunar fræð ingum að setja sér markmið um eigin störf og starfsþróun. hæfniviðmið í bráðahjúkrun á landspítala — skilgreining og innleiðing tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 25 forgangs- röðun Triage Vaktstjóri Triage klíniskur sérfræðingur framhalds- menntun; lítil starfsreynsla umsjónar- hjúkrunar- fræðingur nýliði — novice Þjálfun og athugun hæfur — kominn vel á veg advanced Beginner Öðlast skilning og innsæi reyndur — Competent hæfni til að kenna öðrum Sérfræðiþekking Expert-Master framhaldsnám Börn geðvandamál fjöláverkar Viðbragðssveit aldraðir neyðarmóttaka Mentor innleiðingar hjartavandamál Hæfniviðmið á bráðamóttöku Kassar — þrep: Þorskaferill hjúkrunarfræðings, til að færast milli þrepa þá þarf að hafa lokið þrepinu á undan. Hringir — hlutverk: hægt er að fara í hlutverk úr fleiri en einu þrepi. Forgangsröðun: hefur hæfni til að meta sjúklinga við komu á bráða - móttöku samkvæmt forgangsflokkurnarkerfi (ESi Triage System), er fyrsti fagaðilinn sem sjúklingur hittir. Vaktstjóri: hefur hæfni til að sinna starfi vaktstjóra á bráðamóttöku; hefur margþætta yfirsýn yfir starfsemina, þar með talið sjúklinga og starfsfólk. Umsjónarhjúkrunarfræðingur: hefur hæfni til að taka að sér umsjón með ákveðnum verkefnum eða hópum skjólstæðinga, sérþekking á einkennum og viðeigandi úrræðum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.