Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 26
Skilgreind hæfniviðmið og dæmi um undirflokka 1. klínísk hæfni Klínísk hæfni: 2. Samskipti a. Móttaka slasaðra og veikra 3. Samvinna b. Bráðaaðstæður og forgangsröðun 4. úrræði og umhverfi c. Endurlífgun 5. fagleg þróun d. Lyfjagjafir 6. Leiðtogahlutverk e. Vinnubrögð og leiðbeiningar 7. réttindi og skyldur f. Skráning hjúkrunar 8. Siðferðileg mál g. Sýnataka 9. Þátttaka í rannsóknum h. Tækjabúnaður 10. Tíma- og verkefnastjórnun i. Meðferð sára og áverka j. Sýkingavarnir k. útskrift sjúklinga Mikilvægur liður í að innleiða skilgreind hæfniviðmið og meta hæfni hjúkrunar - fræðinga á bráðamóttöku Landspítala var talin þátttaka mentora í starfsþróun þeirra. Mentor er reyndur, traustur og ráðagóður hjúkrunarfræðingur sem tekur að sér starfs- tengda leiðsögn samstarfsmanns, leiðsögn sem felst í ráðgjöf, handleiðslu og stuðningi í starfi (hamric, Spross og hanson, 2005; gazaway, Schumacher og anderson, 2016). Mentor og hjúkrunarfræðingur vinna saman að starfsþróun hjúkrunarfræðings út frá skilgreindum hæfniviðmiðum. Mentor veitir hjúkrunarfræðingi stuðning og leiðsögn við að ná markmiðum hæfnistjórnunar og vottar hæfni með mati þegar viðmiðum er náð. Mentor skal áður hafa sótt námskeið menntadeildar Landspítala um hlutverk og ábyrgð mentora. Við fyrsta mat á starfsþróun samkvæmt skilgreindum hæfniviðmiðum finnur hjúkrunarfræðingur til öll gögn sem hann á um sinn feril (t.d. námskeið, menntun, fundi, ráðstefnur, verkefni, klíníska hæfni) auk þess að bera sig saman við hæfniviðmið á því þrepi og í þeim hlutverkum sem hann telur sig tilheyra. Þegar hjúkrunar fræð - ingur hefur sjálfur farið í gegnum mat eru gögnin metin og hæfni staðfest með mentor eða í starfsmannasamtali. Eftir það miðar hjúkrunarfræðingur sig við næsta þrep eða hlutverk og setur sér markmið í samræmi við það. hjúkrunarfræðingur og mentor hafa aðgang að sameiginlegu skjali fyrir úrvinnslu hæfniviðmiða þar sem hægt er merkja og skrifa athugasemdir við það sem gert er. hjúkrunarfræðingurinn ber sjálfur ábyrgð á að kynna sér kröfur, þjálfunaratriði og skilyrði þjálfunar. hann hefur aðgang að hæfnistjórnunarkerfinu á netinu, til að opna og vinna með kröfur skilgreindra hæfni viðmiða. hjúkrunarfræðingurinn samþykkir hverja kröfu þegar hann telur sig hafa uppfyllt hæfniviðmiðin og vera tilbúinn í mat mentors. hjúkrunarfræðingur og mentor fara saman yfir hæfniviðmiðin og mentor samþykkir kröfu, að því gefnu að matið sé uppfyllt. gert er ráð fyrir 85% af hæfniviðmiðum séu uppfyllt innan þreps eða hlutverks til að geta flust milli þrepa eða til að sinna hlutverkinu sjálfstætt. hjúkrunarfræðingar geta færst um starfsþróunarstig eða öðlast hæfni í ólíkum hlutverkum mishratt í tíma. Starfsreynsla í mánuðum eða starfshlutfall kemur ekki inn í matið nema að litlu leyti heldur er alltaf miðað við hæfni til að sinna tilgreindri hjúkrun og viðmiðum þar að lútandi. Þannig má, svo dæmi sé tekið, gera ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar sem hafa reynslu frá öðrum deildum eða stofnunum við upphaf vinnu á bráðamóttöku geti færst hraðar á milli þrepa en þeir sem hafa nýlokið námi, það er að segja að hjúkrunarfræðingar með starfsreynslu geti sýnt fram á hæfni sína skjótar en þeir sem yngri eru. Samt sem áður er lögð áhersla á að uppfylla öll viðmið um sérhæfða hæfni á bráðamóttökunni sem ekki er yfirfæranleg frá öðrum deildum. Ein af stærstu áskorunum verkefnisins var að finna út hvernig hjúkrunarfræðingar gætu skráð áfanga, verkefni og hæfniviðmið sem þeir ná í starfi sínu. Leit að hentugu rafrænu kerfi leiddi fagráðið til rannsóknasviðs Landspítala þar sem gæðastjórnun- arkerfið focal hafði verið notað í nokkur ár. af hagkvæmnisástæðum var ákveðið að samnýta það kerfi með rannsóknasviði og hefur fagráðið notið góðrar leiðbeiningar gæðastjóra rannsóknasviðs við innleiðinguna. nú er verið að setja upp ítarlegar skil- þórdís, gyða, dóra, bryndís, helga, ingibjörg, kristín, ragna, sigurlaug, sólrún og sólveig 26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Mikilvægt var talið að hæfni- viðmið hefðu ekkert lagalegt gildi, heldur væru viðmið um æskilega hæfni hjúkrunar - fræð inga á bráð mó ttöku Landspítala. Hjúkrunarfræðingur finnur til gögn sem hann á um sinn feril auk þess að bera sig saman við hæfniviðmið á því þrepi og í þeim hlut- verkum sem hann telur sig tilheyra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.