Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 29
Tilfinningabækurnar eru lífsleiknibækur fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu. hjá
skólabörnum í grunnskóla reynir á samskipti á hverjum einasta degi. Það hjálpar að
geta borið kennsl á tilfinningar sínar í leik og starfi.
höfundar tilfinningabókanna eru Ásta María hjaltadóttir, þroskaþjálfi og sérkenn-
ari, og Þorgerður ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fjölmiðlafræðingur.
flest höfum við lent í því að tilfinningar bera okkur ofurliði. Stundum hellast þær
yfir í dulargervi þannig að við eigum erfitt með að átta okkur á hvað er að gerast. Oft
eiga samskipti sem hafa farið úrskeiðis hlut að máli. allt í einu brjótast tárin fram,
kinnarnar hitna og maginn herpist saman. Við bregðumst við áður en við náum að
greina aðstæðurnar og það getur verið óheppilegt. Eftir á sjáum við að kannski hefði
mátt afstýra óhappinu ef við hefðum skilið betur hvað var í gangi.
Með auknum þroska læra flestir smátt og smátt að fást við tilfinningar sínar. Það
er hægt að læra að skilja tilfinningar og æfa sig í að bregðast við á uppbyggilegan hátt
í samskiptum við annað fólk.
Tilfinningabækurnar eru samdar fyrir krakka sem eru að byrja að lesa og skreyttar
myndum eftir höfunda. Efni bókanna skapar umræðugrundvöll um tilfinningar fyrir
börn og fullorðna. Bækurnar eiga erindi inn á heimili, skóla eða bara hvar sem börn
eru að æfa sig í samskiptum við annað fólk.
fjórar tilfinningabækur hafa verið gefnar út hjá bókaútgáfunni Bókstaf á Egilsstöðum.
Þær heita:
— Stundum erum við reið
— Þekkir þú afbrýðisemi
— hvað er kvíði
— Það er súrt að vera með samviskubit
hægt er að panta bækurnar hjá:
Bókstaf á slóðinni http://bokstafur.is/index.php/panta-baekur/tilfinningabaekur/view/
form
Eymundsson á slóðinni https://www.penninn.is
hver bók er um 20 blaðsíður að stærð, verð um 1.500 kr.
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 29
Að þekkja tilfinningar — kynning