Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 31
um það hverjir hanna rúmin og búnaðinn sem þeim fylgir, hverjir hafi skoðanir á því hvernig rúm eru útbúin og hverjir standi að innkaupum á þeim. hversu mikla hlutdeild eiga hjúkrunarfræðingar í þeirri vinnu? Þótt ýmsar tækniframfarir hafi auðveldað vinnu við sjúkrarúm í tímans rás gætu þau samt verið orðin betri, bæði með tilliti til þarfa sjúklinga og starfsfólks. fyrirsjáanlegt er að einhvers konar vélmenni verða innan fárra ára tekin í notkun til að létta ýmis störf starfsfólks sjúkrahúsa sem nú krefjast líkamlegrar áreynslu. hjúkrunarfræðingar þurfa að taka sér forystustöðu við þróun á sjúkrarúmum og annarri tækni til að auka þægindi og öryggi við umönnun sjúkra. Ef starfsfólkið sem notar þessa tækni í daglegu lífi og starfi er ekki haft með í ráðum, er hætta á að við forritun vélmenn- anna verði þarfir annarra látnar ráða för. Heimildir hospital beds (2017). history of hospital beds. Sótt á vefinn 5.9.2017: http://www.hospitalbeds.org.uk/hospital-beds-information/history-of-ho- spital-beds.html Landspítalinn (2015). arion banki færir Landspítala 400 ný sjúkrarúm. fréttir á vefnum www.landspitali.is 3.9. 2015. Sótt á vefinn 27.3.2018: https:// www.landspitali.is/um-landspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2015/ 09/03/arion-banki-faerir-Landspitala-400-ny-sjukrarum/ Maattress Mart (2017). history of the bed. Sótt á vefinn 6.9.2017: https:// www.mattressmart.ca/history-of-the-Bed Wikipedia (2017). hospital bed. Sótt á vefinn 5.9.2017: https://en.wikipedia. org/wiki/hospital_bed sjúkrarúm, aðhlynning og tækni tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.