Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 35
Þetta verkefni varð til þess að starfsfólk varð meðvitaðra um
hættuna á þrýstingsárum. Verklag varð skýrara og þar með
vinna allir eins. Þrátt fyrir að árangri hafi verið náð í fækkun
þrýstingssára hafa komið í ljós nokkur atriði sem má betrum-
bæta. Þar má nefna hjúkrunarskráningu en ennþá eru notaðar
mismunandi hjúkrunargreiningar í stað þess að styðjast við þær
tvær greiningar sem stefnt var að: „þrýstingssár“ og „hætta á
þrýstingssári“. Einnig hefur skráningu áhættumats verið ábóta -
vant og má halda áfram að minna á mikilvægi þess að meta
sjúklinga til að geta ef til vill komið í veg fyrir myndun þrýst -
ingssára enda sjúklingahópurinn aldraður og stór hluti hans
alltaf í hættu á að fá slík sár skv. könnununum.
athygli vakti varðandi dýnurnar að þrátt fyrir að teknar
hefðu verið í notkun nýjar dýnur í stað þeirra sem voru orðnar
ónýtar fækkaði þrýstingsárum ekki. nýju dýnurnar komu eftir
aðra könnunina og fyrir þá þriðju en þegar þær kannanir eru
bornar saman má ekki sjá marktækan mun á fjölda þrýstings-
sára.
Lokaorð
ráðist var í þetta verkefni á sínum tíma með háleit markmið,
að útrýma þrýstingssárum á Landspítala. Ljóst er að þetta er
verkefni sem þarf stöðugt að minna á og finna leiðir til að
endur bæta til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur og
auka hann enn fremur. nú er unnið að því að innleiða snúnings -
skrána og breytt vinnulag á fleiri deildum Landspítala og er það
ferli hafið á krabbameinsdeildinni. auðvitað kemur það fyrir
að sjúklingar komi að heiman eða frá öðrum stofnunum á
Landspítala með þrýstingssár en þá er mikilvægt að meta sjúk-
linga við komu með því að framkvæma húðmat og gera
áhættumat til að geta um leið brugðist við og fyrirbyggt meiri
skaða. Eins er nauðsynlegt að vita hvort sárin komu með sjúk-
lingi eða eru af okkar völdum. Því er skráningin nauðsynleg.
Í maí 2017 fóru tveir hjúkrunarfræðingar, sem eru í forsvari
fyrir þetta verkefni, til amsterdam á ráðstefnu EWMa (Euro-
pean Wound Management association) og héldu erindi (mynd
6). Þar var verkefnið kynnt og öllu ferlinu lýst líkt og hér að
framan. kynningin gekk mjög vel, fékk mjög góðar viðtökur og
sköpuðust nauðsynlegar umræður á eftir. Það er mikilvægt að
tala um það sem er vel gert og eins hvað betur má fara svo við
getum öll lært hvert af öðru. Í starfsáætlun Landspítala 2017 er
ein af lykiláherslunum að gerð verði aðgerðaáætlun til að fyrir -
byggja helstu flokka óheppilegra atvika: sýkingar, föll, lyfjamis-
tök og þrýstingssár og hefur framkvæmdastjóri hjúkrunar
skipað faghóp til þess að vinna aðgerðaáætlun til að fyrirbyggja
þrýstingssár á Landspítala. Stórt verkefni er fyrir höndum og
þurfa allir að leggjast á eitt til að stuðla að öryggi sjúklinganna.
þrýstingssáravarnir á smitsjúkdómadeild
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 35
Mynd 6. Frá EWMA-ráðstefnunni.
Mynd 7. Lega sjúklings á smitsjúkdómadeildinni. (Ljósm. Guðbjörg
Pálsdóttir.)