Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 35
Þetta verkefni varð til þess að starfsfólk varð meðvitaðra um hættuna á þrýstingsárum. Verklag varð skýrara og þar með vinna allir eins. Þrátt fyrir að árangri hafi verið náð í fækkun þrýstingssára hafa komið í ljós nokkur atriði sem má betrum- bæta. Þar má nefna hjúkrunarskráningu en ennþá eru notaðar mismunandi hjúkrunargreiningar í stað þess að styðjast við þær tvær greiningar sem stefnt var að: „þrýstingssár“ og „hætta á þrýstingssári“. Einnig hefur skráningu áhættumats verið ábóta - vant og má halda áfram að minna á mikilvægi þess að meta sjúklinga til að geta ef til vill komið í veg fyrir myndun þrýst - ingssára enda sjúklingahópurinn aldraður og stór hluti hans alltaf í hættu á að fá slík sár skv. könnununum. athygli vakti varðandi dýnurnar að þrátt fyrir að teknar hefðu verið í notkun nýjar dýnur í stað þeirra sem voru orðnar ónýtar fækkaði þrýstingsárum ekki. nýju dýnurnar komu eftir aðra könnunina og fyrir þá þriðju en þegar þær kannanir eru bornar saman má ekki sjá marktækan mun á fjölda þrýstings- sára. Lokaorð ráðist var í þetta verkefni á sínum tíma með háleit markmið, að útrýma þrýstingssárum á Landspítala. Ljóst er að þetta er verkefni sem þarf stöðugt að minna á og finna leiðir til að endur bæta til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur og auka hann enn fremur. nú er unnið að því að innleiða snúnings - skrána og breytt vinnulag á fleiri deildum Landspítala og er það ferli hafið á krabbameinsdeildinni. auðvitað kemur það fyrir að sjúklingar komi að heiman eða frá öðrum stofnunum á Landspítala með þrýstingssár en þá er mikilvægt að meta sjúk- linga við komu með því að framkvæma húðmat og gera áhættumat til að geta um leið brugðist við og fyrirbyggt meiri skaða. Eins er nauðsynlegt að vita hvort sárin komu með sjúk- lingi eða eru af okkar völdum. Því er skráningin nauðsynleg. Í maí 2017 fóru tveir hjúkrunarfræðingar, sem eru í forsvari fyrir þetta verkefni, til amsterdam á ráðstefnu EWMa (Euro- pean Wound Management association) og héldu erindi (mynd 6). Þar var verkefnið kynnt og öllu ferlinu lýst líkt og hér að framan. kynningin gekk mjög vel, fékk mjög góðar viðtökur og sköpuðust nauðsynlegar umræður á eftir. Það er mikilvægt að tala um það sem er vel gert og eins hvað betur má fara svo við getum öll lært hvert af öðru. Í starfsáætlun Landspítala 2017 er ein af lykiláherslunum að gerð verði aðgerðaáætlun til að fyrir - byggja helstu flokka óheppilegra atvika: sýkingar, föll, lyfjamis- tök og þrýstingssár og hefur framkvæmdastjóri hjúkrunar skipað faghóp til þess að vinna aðgerðaáætlun til að fyrirbyggja þrýstingssár á Landspítala. Stórt verkefni er fyrir höndum og þurfa allir að leggjast á eitt til að stuðla að öryggi sjúklinganna. þrýstingssáravarnir á smitsjúkdómadeild tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 35 Mynd 6. Frá EWMA-ráðstefnunni. Mynd 7. Lega sjúklings á smitsjúkdómadeildinni. (Ljósm. Guðbjörg Pálsdóttir.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.