Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 36
Í mars síðastliðnum fór fram námskeið í öruggri lyfjaumsýslu. námskeiðið var haldið
á Laugarvatni á vegum MEDiCO-hópsins (nordic Medication Educators’ Collabora-
tion) sem er hópur kennara í hjúkrunarfæði á norðurlöndunum og Eistlandi. hóp-
urinn vinnur að eflingu kennslu í öruggri lyfjavinnu hjúkrunarnema og er verkefnið
styrkt af nordplus, menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar. frá árinu 2011
hefur hópurinn stuðlað að skipulagningu menntunar um örugga lyfjaumsýslu í hjúkr-
unarfræði í þessum löndum. MEDiCO-hópurinn hefur skipulagt og staðið fyrir ár-
angursríkum námskeiðum fyrir bæði BS- og MS-hjúkrunarfræðinema. Slíkt námskeið
var haldið í fyrsta skipti í finnlandi árið 2017 og hér á landi í mars síðastliðnum.
guðrún Björg Erlingsdóttir sá um skipulagningu námskeiðsins að þessu sinni og dr.
Virpi Sulosaari, sem er formaður MEDiCO-hópsins og lektor við Turku-háskóla í
hagnýtum vísindum í finnlandi, stýrði báðum námskeiðunum. Íslensku þátttakend-
urnir voru sjö á að þessu sinni, fjórir kennarar og þrír nemendur í BS-námi. kennar-
arnir voru dr. helga Bragadóttir, guðrún Björg Erlingsdóttir og Margrét Sigmunds -
dóttir frá háskóla Íslands og dr. Margrét hrönn Svavarsdóttir frá háskólanum á
akureyri. nemendur frá háskólanum á akureyri voru Elín María gunnarsdóttir og
Magali Brigitte Mouy. frá háskóla Íslands var arndís Embla jónsdóttir.
Örugg lyfjavinna hjúkrunarfræðinga
Á námskeiðinu kynntumst við hjúkrunarfræðináminu í nágrannalöndum okkar og
hvernig lyfjaöryggi er háttað þar. hæfni hjúkrunarfræðinga í öruggri lyfjavinnu var
skoðuð þverfaglega með stuttum fyrirlestrum og fjölbreyttum hópverkefnum. gefin
hafa verið út hæfniviðmið um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga og greind hafa
verið ellefu hæfnisvið sem er grundvöllur öruggrar lyfjavinnu, sjá töflu 1 (helga Braga-
dóttir o.fl., 2013). hæfniviðmiðin komu margsinnis fram í öllum hópverkefnum á
námskeiðinu.
1. Líffæra- og lífeðlisfræði 7. Lyfjaumsýsla
2. Lyfjafræði 8. Símenntun í lyfjavinnu
3. Samskipti 9. Eftirlit og endurmat
4. Þverfagleg samvinna 10. Skráning
5. upplýsingaöflun 11. Efling öruggrar lyfjavinnu sem hluti af
6. Stærðfræði og lyfjaútreikningur öryggi sjúklinga
Tafla 1. Hæfniviðmið hjúkrunarfræðinga (Helga Bragadóttir o.fl., 2013).
hópverkefni voru unnin í vinnusmiðjum þar sem vinnan fólst meðal annars í að koma
með hugmyndir að úrræðum til að efla lyfjaöryggi út frá fimm mismunandi sjónar-
hornum; á landsvísu, út frá stofnunum, fræðilegum sjónarhornum, hjúkrunar -
fræðingum og skjólstæðingum. Það var einróma álit þátttak enda námskeiðsins að
vinnusmiðjurnar hefðu skilað árangri, kennsluaðferðirnar þar hefðu virkjað nemendur
vel í námi. Sameiginleg niðurstaða hópavinnunnar var að það sé mikilvægur hluti af
heilbrigðisþjónustu að uppfræða skjól stæðinga um lyf og lyfjameðferð. Þar er sam-
vinna hjúkrunar fræðinga og skjólstæðinga þeirra lykilatriði. Það eykur lyfja öryggi að
virkja skjólstæðinga og aðstandendur þeirra í meðferðinni með fræðslu um lyfin og
notkun þeirra. Okkar hlutverk sem hjúkrunarfræðinga er að halda áfram að fræðast
um örugga lyfjaumsýslan, vera gagnrýnin og festast ekki í viðjum vanans.
36 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Lyfjavinna hjúkrunarfræðinga og lyfjaöryggi:
Lærdómur úr MEDICO-námskeiðinu 2018
Arndís Embla Jónsdóttir, Elín María Gunnardóttir, Magali Brigitte Mouy
Það er mikilvægur hluti af
heilbrigðisþjónustu að upp -
fræða skjólstæðinga um lyf
og lyfjameðferð. Það eykur
lyfjaöryggi að virkja skjól -
stæðinga og aðstandendur
þeirra í meðferðinni með
fræðslu um lyfin og notkun
þeirra