Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 37
Í einni vinnusmiðjunni fólst vinnan í því að koma með hug- myndir að starfsvenjum sem myndu auka öryggi skjólstæðinga við mismunandi aðstæður og á ólíkum deildum. Dæmi um niðurstöðu úr þessari vinnusmiðju er að á barnadeildum ættu ávallt tveir að fara yfir lyfjaskömmtun og þar ætti starfsum- hverfið að vera lagað meira að börnum en almennt er gert, svo sem að hafa vökvasett fyrir börn. Þegar kemur að heimahjúkr - un ætti að vera einn sameiginlegur gagnagrunnur sem allir læknar skjólstæðinganna hefðu aðgang að svo yfirsýnin sé betri og lyfjalistinn verði ekki óþarflega langur. hjúkrunarfræðingar þurfa að vera mjög gagnrýnir á þau lyf sem gefin eru og fylgjast vel með því að lyfjarúllurnar séu réttar. Það er líka öryggisatriði að fræða skjólstæðingana og aðstandendur þeirra um lyfin sem þeir sjá um heima (gillespie o.fl., 2014). Í annarri vinnusmiðju byggðist vinnan á því að skoða lyfja- mistök sem þátttakendur höfðu lent í eða tekið eftir og mark - miðið var að koma í veg fyrir þessi mistök. Þetta er frábær leið til að halda umræðunni opinni um lyfjamistök og ræða hvernig bæta má stöðuna. Í þessari vinnusmiðju kom fram mikilvægi samskipta við skjólstæðinginn og hversu mikilvægt það er að gefa sér tíma til að hlusta á hann, einnig hve miklu máli skiptir að fylgjast með áhrifum lyfja og skrá þau. nemendurnir kom- ust að því að oft og tíðum er slíkt eftirlit ekki nægilega mark- visst. Öryggisviðhorf fjallað var um hugtakið „öryggisviðhorf “ (e. safety culture) sem er skilgreint sem samþætt viðhorf, skoðanir, skynjun og gildi sem starfsmenn deila í tengslum við öryggi á vinnustað (Cox og Cox, 1991). Eftir að hafa skoðað hugtakið settu nem- endurnir upp lista af atriðum sem stuðla að betra öryggis - viðhorfi á heilbrigðisstofnunum. atriðin, sem stóðu upp úr voru heiðarleiki starfsmanna, jákvæð styrking frá stjórnendum og beiting heildrænnar hjúkrunar. Einnig fengu nemendurnir í MS-námi það verkefni að komast að því hvernig stjórnendur stuðla að öryggisviðhorfi, sjá mynd 1. Umræður hjúkrun og menning í þátttökulöndunum var mikið rædd meðal nemenda og þá komu í ljós ýmis vandamál tengd heil- brigðiskerfinu sem eru sameiginleg milli landa, sérstaklega í tengslum við lyfjaöryggi. Skortur á fjármagni til að betrumbæta heilbrigðiskerfið var það helsta, vinnuálag á hjúkrunarfræð - ingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki var einnig nefnt. Oft van- tar skýrar leiðbeiningar frá hinu opinbera til að samræma vinnureglur á öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Við um - ræður komu fram dæmi um vandamál sem sum lönd voru búin að finna ráð við en önnur lönd eru enn að glíma við. Til dæmis fylgja í noregi myndir af töflunum með lyfjarúllunni og það auðveldar skjólstæðingnum að þekkja lyfin sín. Þetta eykur ein- nig öryggi þegar hjúkrunarfræðingar þurfa að fara yfir rúll- urnar. Þetta eykur lyfjaöryggi þar í landi en nemendur annarra landa könnuðust ekki við þessa aðferð. farið var yfir margt á þessum stutta tíma á námskeiðinu og helst hefðum við, hjúkrunarfræðinemarnir, viljað vera lengur og læra meira. Það sem stendur upp úr eftir þessa viku er að öryggi við lyfjavinnu er forgangsatriði sem við þurfum alltaf að hafa í huga. Við hjúkrunarfræðinemar (mynd 2) getum stöðugt bætt okkur og þá stefnu sem við vinnum eftir. Við megum aldrei gleyma því að vera gagnrýnin á það sem við erum að gera. að lokum stendur það upp úr að hjúkrunarfræðingar eiga að vera stoltir af sínu starfi, verklag þeirra ætti alltaf að vera til fyrir- myndar og það á ekki síst við þegar kemur að lyfjaöryggi. Heimildir Cox, S., og Cox, T. (1991) The structure of employee attitudes to safety: a European example. Work and Stress, 5, 93–106. gillespie, r., Mullan, j., og harrison, L. (2014). Managing medications: The role of informal caregivers of older adults and people living with dementia. a review of the literature. Journal of Clinical Nursing, 23 (23–24), 3296–3308, doi:10.1111/jocn.12519. helga Bragadóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Brynja ingadóttir, katrín Blöndal, Lovísa Baldursdóttir og Elín j.g. hafsteinsdóttir (2013). Örugg lyfjavinna hjúkrunarfræðinga: Lengi býr að fyrstu gerð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 89 (5), 44–47. lyfjavinna hjukrunarfræðinga og lyfjaöryggi: lærdómur úr medico-námskeiðinu 2018 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 37 Mynd 1: Verkefni MS-nema um hvernig stjórnendur geta eflt öryggis- menningu á vinnustöðum. Mynd 2: Þátttakendur í MEDICO-námskeiði í lyfjaöryggi í mars 2018.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.