Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 39
hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? Útskrifast sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Eftirminnilegasta ferðalagið? Los Angeles með fjölskyldunni 2017 stendur upp úr, kolféll fyrir sólinni. ☺ Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður — við erum öll að drepa okkur úr vinnu og álagi! hver er þinn helsti löstur? Vera latur á veturna. hverjum dáist þú mest að? Konunni minni, hún er snillingur. Eftirlætishöfundurinn? Sú/sá sem skrifaði bókina Secret … Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Jæja! Mesta eftirsjáin? Man ekki eftir neinu í augnablikinu … jú, nei annars … Eftirlætisleikfangið? Götuhjólið mitt, hef unun af að hjóla. Stóra ástin í lífinu? Eeeeeeeee … konan mín? hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Væri til í að geta látið mig hverfa stundum, sérstaklega þegar ég tala áður en ég hugsa. Gerist æ sjaldnar samt. Þitt helsta afrek? Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum í aldurs flokknum 30– 40 ára árið 2012 (vorum þrír að keppa). Eftirlætisdýrið? Tíkin mín, hún Aþena. hvar vildir þú helst búa? Akkúrat þar sem ég bý núna, Akureyri. hvað er skemmtilegast? Spila með hljómsveitunum mín um Hvanndalsbræðrum og Killer Queen, hjólreiðar og kaffispjall með góðum vini er gott líka. Svo bara að njóta þess að vera til. hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Tryggð, einnig þegar þeir þora að láta mig heyra það ef ég hef verið fjarverandi … eins og ég því miður er oft búinn að vera síðustu árin sökum skóla. ☺ Eftirlætiskvikmyndin? Eurotrip er langbest — alger B-mynd en best. Markmið í lífinu? Klára bráðatækninámið, sem ég er í núna, og síðan svæf- ingahjúkrun. hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en nú - verandi? Svæfingahjúkrun. ☺ Eitthvað að lokum? Ég vil fleiri karlmenn í hjúkrunarnám. Já, og vinkona mín, hún Erla sem er með mér á myndinni, borgaði ekki fyrir hjúkrunarnámið mitt. ☺ setið fyrir svörum … tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 39

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.