Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 41
Áhrif sjúkdómsgreiningar á fjölskyldu
Við greiningu á heilabilun vakna margar spurningar: hvernig
þróast sjúkdómurinn? hversu hratt? Er eitthvað hægt að gera?
hvað get ég sem aðstandandi gert?
Mikilvægt er að bæði sá sem veikst hefur og aðstandendur
hans fái góðar upplýsingar um sjúkdóminn og hvernig er að
lifa með honum. Það getur auðveldað fólki að átta sig á þeirri
stöðu sem upp er komin og þar með aukið möguleika á að
viðhalda lífsgæðum og gera áætlun fyrir framtíðina. Ef horft er
eingöngu á þann missi sem sjúkdómurinn veldur geta tilfinn-
ingar eins og hjálparleysi, vonleysi, sorg og reiði tekið völdin.
höfundar vilja að sem flestir njóti bæklingsins og að hann
sé aðgengilegur þeim sem hafa þörf fyrir eða áhuga á að lesa
hann. hann er í gæðahandbók Landspítalans þannig að auð -
velt er að endurskoða hann og bæta við nýjum upplýsingum
og taka út ef þarf. Einnig er hann aðgengilegur á netinu bæði
ef leitað er undir heilabilun — aðstandendur og einnig á
heimasíðu alzheimers-samtakanna.
Krefjandi verkefni
Það er krefjandi fyrir þann sem veikist, fjölskyldu hans og vini
að takast á við heilabilun. fræðsla og stuðningur frá fagfólki og
öðrum umönnunaraðilum er mikilvægur þáttur í því að takast
á við það verkefni. hægt er að fá ráðgjöf, fræðslu og upplýs -
ingar á minnismóttökunni á göngudeild Landakots og einnig
hjá alzheimers-samtökunum.
Heimasíður sem mælt er með:
alzheimer.is
alzheimer.dk
alz.co.uk
alzheimer-europe.org
fræðslubæklingur fyrir aðstandur einstaklinga með heilabilun
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 41
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða
auglýsir eftir hjúkrunar-
deildarstjóra á heilsugæslu
á Patreksfirði
Heilbrigðissstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar eftir að ráða hjúkrun-
ardeildarstjóra heilsugæslu í 80–100% stöðu nú þegar, eða eftir nánara
samkomulagi. Um er að ræða deildarstjórn á heilsugæslu.
Á Patreksfirði fer fram mjög fjölbreytt þjónusta heilbrigðisþjónusta á
sjúkra- og heilsugæslusviði á sunnanverðum vestjörðum. Hjúkrunar -
fræðingar hafa leyst hvern annan af og er því mikil reynsla á vinnu -
staðnum. Um að ræða spennandi stöðu fyrir réttan umsækjanda.
Hús næðishlunnindi eru góð, og eru leigulaus fyrsta árið fyrir utan raf-
magns- og hitakostnað.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Hjúkrunarábyrgð á heilsugæslu
• Umsjón með starfsmannahaldi
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði
• Umsækjandi þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæði, áreiðanleiki og frumkvæði í vinnubrögðum og teymis-
vinnu
• Áhugi á þróun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Patreksfirði
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða
auglýsir eftir hjúkrunar-
stjóra á Patreksfirði
Heilbrigðissstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar eftir að ráða hjúkrunar -
stjóra í 80–100% stöðu frá 1. ágúst 2018 eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða stjórnanda hjúkrunar á sjúkra- og heilsugæslusviði Heil-
brigðisstofnunar Vestfjarða á sunnanverðum vestfjörðum og deildar -
stjórn á legudeild.
Á Patreksfirði fer fram mjög fjölbreytt þjónusta. Hjúkrunarfræðingar hafa
sinnt jafnt legudeild, heilsugæslu, blóðtökum og að hluta blóð rann -
sóknum. Mikil reynsla er hjá núverandi starfsmönnum sem þar vinna og
spennandi verkefni eru því í boði fyrir réttan umsækjanda. Húsnæðis-
hlunnindi eru góð, góð íbúð í góðu standi er til staðar og er það leigu-
laust fyrsta árið fyrir utan rafmagns- og hitakostnað.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Umsjón með heilsugæslu og legudeild
• Ábyrgð á starfsmannahaldi
• Rekstrarleg ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Patreksfirði
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði
• Reynsla af stjórnun og heilsugæslu er æskileg
• Umsækjandi þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæði, frumkvæði og áreiðanleiki
• Áhug á þróun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Patreksfirði
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2018. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði. Laun eru
skv. gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og FÍH og stofnanasamningi HVEST
og FÍH. Nánari upplýsingar veitir Anna Árdís Helgadóttir, hjúkrunarstjóri, í s: 849
0530 og á anna@hvest.is. Vinsamlegast sendið umsóknir í pósti eða með tölvupósti
til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. hjúkrunarstjóra, Stekkum 1, 450 Patreksfirði.
Á Patreksfirði er gott að búa, bærinn er í uppsveiflu og ungt fólk sækir í auknum
mæli í að búa á svæðinu. Náttúran er stórkostleg og stutt er í alla þjónustu. Aukinn
frítími sem fólk fær vegna nálægðar við vinnu gefur möguleika á mörgum tóm-
stundum sem hægt er að stunda í fjölbreyttu og góðu mannlífi.
Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfs-
auglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið frá gengin.