Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 44
44 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Segja má að florence nightingale (1859) hafi lagt grunninn að samþættri hjúkrun þegar hún skrifaði að hlutverk hjúkrun- arfræðinga væri að sjá til þess að skjólstæðingurinn væri í bestu mögulegu aðstæðum svo að náttúran gæti brugðist við og lækning átt sér stað. Samþætt hjúkrun felur í sér eftirtalda sex þætti (kreitzer og koithan, 2014): 1. Manneskjur eru heildrænar verur — líkami, hugur, andi — og verða ekki aðskildar frá umhverfi sínu. 2. Manneskjur hafa innbyggða getu til vellíðanar og heil- brigðis. 3. náttúran býr yfir endurnærandi eiginleikum sem stuðla að heilbrigði og vellíðan. 4. Samþætt hjúkrun er einstaklingsmiðuð og byggir á sam- skiptum og tengslum. 5. Samþætt hjúkrun byggir á gagnreyndri þekkingu sem styður meðferðarlegar aðferðir sem hlúa að og efla heil- brigði og miðar að því að beita allt frá áhættuminnsta inngripi til áhættumeira inngrips, eftir þörfum og sam- hengi. 6. Samþætt hjúkrun beinir athygli hvort tveggja að heil- brigði og vellíðan þeirra sem þiggja hjúkrun og þeirra sem veita hana. Samþætt geðhjúkrun byggir á þessum sex stoðum og grund- vallast á tengslum og samskiptum á milli skjólstæðings og fagaðila, þar sem skjólstæðingurinn er leiðtoginn í þverfaglegu teymi sem vinnur á heildrænan hátt að því að samþætta ólíkar meðferðir með hagsmuni hans að leiðarljósi. Leitað er leiða til að skilja og mæta þörfum og óskum, hefðum og gildum skjólstæðinga með aðferðum og inngripum sem eru blanda af viðbótarmeðferðum og hefðbundnum meðferðum. Byrjað er á að beita minnsta mögulega inngripi miðað við áhættu. Lyf og samtalsmeðferðir eru sjálfsagður hluti af möguleikunum og lögð er áhersla á að efla sjálfsumönnun. Samþætt geðhjúkrun felur þannig í sér að veita heildræna og einstaklingsbundna þjónustu. „Eins manns samþætt nálgun er annars manns þriðjudagur“ ráðstefnan hjúkrun í fararbroddi var haldin í þriðja sinn þann 18. janúar 2018, og nú á vegum hjúkrunarfræðideildar háskóla Íslands en áður á vegum rannsóknarstofnunar í hjúkrunar - fræði við hjúkrunarfræðideild hÍ. hjúkrun í fararbroddi er tileinkuð minningu dr. guðrúnar Marteinsdóttur, sem var dósent við námsbraut í hjúkrunar fræði og ruddi brautina fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga á sviði heilsugæsluhjúkrunar. guðrún lést langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein, aðeins 42 ára að aldri. Tæpum mánuði áður skrifaði hún lesendabréf sem birtist í Tímariti hjúkrun- arfræðinga (1995) eftir andlát hennar. Þar lýsir hún reynslu af heilbrigðisþjónustu í veikindum sínum og skrifar meðal annars: Ég hef notið stuðnings, umhyggju og fölskvalausrar samhygðar fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem eflt hafa með mér bjartsýni og baráttuvilja gegn krabbameininu í líkama mínum. Í veikindunum hef ég sveiflast milli hjálparleysis, sorgar, baráttu - gleði og nýrra tilfinninga um lífið og tilveruna sem ég er enn að henda reiður á. guðrún skrifar að reynslan hafi gert henni ljóst að meðal starfs- fólks hjúkrunar togist á tæknilegur metnaður og hjúkrunar- metnaður. Með tæknilegum metnaði átti hún við verkefni eins og lyfjagjöf, mælingar og þess háttar, á meðan hjúkrunar- metnaður fæli í sér samskipti og samvinnu við skjólstæðinga í Samþætt geðhjúkrun Viðtal við dr. Gísla Kort Kristófersson Aðalbjörg S. Helgadóttir Samþætt geðhjúkrun grundvallast á tengslum og samskiptum á milli skjólstæðings og fagaðila, þar sem skjólstæðingurinn er leiðtoginn í þver- faglegu teymi sem vinnur á heildrænan hátt að því að sam þætta ólíkar meðferðir með hagsmuni skjólstæðingsins að leiðarljósi. Samþætt geðhjúkrun byggir á hugmyndafræði samþættrar hjúkrunar (e. integrative nursing) sem eflir heilbrigði og vellíðan einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga með græðandi tengslum og sam - skiptum hjúkrunar og umhyggju, og hefur að leiðarljósi gagnreynda þekkingu sem beinir sjónum að inngripum sem styðja við heilbrigði einstaklinga og kerfi á heildrænan hátt. Þetta hljómar kunnuglega í hugum hjúkrunarfræðinga, sem búa að þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum nám þar sem fáar, ef nokkrar, hliðar mannlegrar tilveru eru undanskildar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.