Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 51
þörf fyrir aukna þjónustu vegna minnkaðrar getu og sjálfstæðis. Þessa þjónustu er hægt að veita fólki heima með litlum kostnaði ef heilbrigðis- og félagsþjónusta við hæfi er í boði alla daga og allan sólarhringinn (Williams o.fl., 2009). heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta gegna mikil- vægu hlutverki í heilbrigðiskerfinu en ljóst er að með aukinni þörf er mikilvægt að þjónusta sé veitt í samræmi við þörf og að stuðst sé við viðmið til að úthluta takmarkaðri heimaþjónustu svo hún verði sem áhrifaríkust (hirdes o.fl., 2008). Það er því mikilvægt að hafa tæki sem metur þjónustuþörf og hjálpar við að finna þá sem þurfa heilsufars síns vegna að fá mikla þjón- ustu. Matstæki, sem styður slíka greiningu, er interrai-hC- matstækið (e. interrai-home Care) ásamt tilheyrandi MaPLe- reikniriti (e. Method for assigning Priority Levels). Í interrai-hC-mati eru 360 breytur þar sem skráðar eru upplýsingar um líkamlegt og andlegt heilsufar, færni og félags- legt umhverfi einstaklingsins og nýtist það við að gera áætlanir og skipuleggja heimaþjónustu, hvort sem hún er frá heima- hjúkrun eða frá félagslegri heimaþjónustu. MaPLe-reikniritið sem notar upplýsingar úr 36 breytum í interrai-hC- matinu er notað til að raða einstaklingum í flokka eftir þjónustuþörf og var útbúið til að styðja ákvarðanir fagfólks um þjónustu til einstaklinga (hirdes o.fl., 2008). Árið 2013 var byrjað að nota interrai-hC-upphafsmat, sem er stytt útgáfa matstækisins (inniheldur 80 breytur þar af þær 36 breytur sem MaPLe-reikniritið þarfnast), ásamt MaPLe- reikniritinu í tengslum við verkefni á vegum Velferðar ráðu - neytisins (ingibjörg hjaltadóttir, 2014). Þátttakendur í verkefn- inu voru nokkrar heilbrigðisstofnanir á landinu, þar á meðal á Sauðárkróki, og ári síðar var byrjað að nota matstækið á akra- nesi. Markmið þess verkefnis var m.a. að kanna notagildi stytts matstækis, þ.e. 80 atriða úr interrai-hC og reikniritsins MaP - Le við að ákvarða og velja hentug þjónustuúrræði fyrir einstak- linga sem þarfnast heimaþjónustu. niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að MaPLe-flokkarnir gæfu rök fyrir ákvörðun um þjónustu, mætu alla einstaklinga jafnt og gætu aukið á sam- ræmi í þjónustu milli landshluta (ingibjörg hjaltadóttir, 2014). Þegar byrjað er að nota nýtt matstæki, eins og interrai- hC-upphafsmatið, er mikilvægt að skoða hvernig það reynist. Einnig er mikilvægt við skipulagningu þjónustu að þekkja heilsufar, færni og þjónustuþarfir skjólstæðinganna og kanna hvort verið er að veita þjónustu í samræmi við þær þarfir. kerf- isbundið mat á þjónustuþörfum einstaklinga, sem þiggja heimaþjónustu, og samanburð á milli sveitarfélaga hefur skort á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar á akranesi og á Sauðárkróki samkvæmt upplýsingum úr inter - rai-hC-upphafsmati og MaPLe-reikniritinu sem forgangs - raðar einstaklingum í þjónustuflokka eftir upplýsingum úr mat inu. jafnframt var ætlunin að bera saman niðurstöður og skoða muninn á þeim og athuga hvort gagnlegt er fyrir heima- hjúkrun og félagslega heimaþjónustu að nota slíkt matstæki. Aðferð Rannsóknarsnið rannsóknin var megindleg afturskyggn lýsandi samanburðar- rannsókn þar sem interrai-hC-upphafsmat og MaPLe-reikni - ritið var notað til að meta heilsufar, færni og þjón ustu - þarfir hjá skjólstæðingum heimahjúkrunar á akranesi og á Sauðárkróki. Úrtak rannsóknarúrtakið voru allir þeir einstaklingar sem nutu heimahjúkrunar í janúar og febrúar 2014 á heilbrigðisstofnun Vesturlands á akranesi (n=60) og í maí og júní 2013 á heil- brigðisstofnun norðurlands á Sauðárkróki (n=42). Matstæki Matstækið sem notað var í rannsókninni er interrai-hC-upp- hafsmat sem er stytt útgáfa matstækisins interrai-hC (inni- heldur 80 breytur, þar af þær 36 breytur sem MaPLe-reikniritið þarfnast). Einnig var notað reikniritið Method for assigning Priority Levels (MaPLe) sem forgangsraðar einstaklingum í fimm þjónustuflokka eftir upplýsingum úr interrai-hC-mati. MaPLe-reikniritið notar 36 breytur úr interrai-hC-mati þar sem skoðuð eru spágildi fyrir langtímavistun, umönnun- arþyngd og mat á aukinni þjónustuþörf (hirdes o.fl., 2008). höfundar MaPLe-reikniritsins hafa bent á að það er áreiðan- legt stuðningstæki til að forgangsraða einstaklingum sem hafa þörf fyrir heimaþjónustu eða langtímavistun og auka þannig gæði þjónustunnar og stuðning við óformlegan umönnunar - aðila (hirdes o.fl., 2008). Í töflu 1 er gerð grein fyrir einkennum og þjónustuþörfum einstaklinga sem falla í MaPLe-flokkana fimm með stuttum skilgreiningum (sjá töflu 1). Framkvæmd notuð voru gögn sem starfsfólk heimahjúkrunar hafði aflað með interrai-hC-upphafsmati annars vegar vorið 2013 á Sauðárkróki og hins vegar í byrjun árs 2014 á akranesi, en á mynd 1 má sjá þjónustusvæði heimahjúkunar á báðum stöð - um. Enginn var útilokaður frá rannsókninni og engin íhlutun gerð. umrædd gögn voru hluti af sjúkraskrárgögnum einstak- linga sem þáðu heimahjúkrun á þessum stöðum. Þar sem um fyrirliggjandi gögn var að ræða var ekki fengið upplýst sam - ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 51 Tafla 1. Skilgreining á þjónustuþörf samkvæmt MAPLe-flokkunum MaPLe 1. Lítil þörf. Sjálfstæði í ákvörðunum og góð andleg og líkamleg færni MaPLe 2. Væg þörf. Væg færniskerðing í heimilishaldi, þarf ekki aðstoð við matseld MaPLe 3. Meðalþörf. Skert færni í heimilishaldi, lyfjatiltekt, væg aDL- skerðing MaPLe 4. Mikil þörf. Skert vitræn geta eða aDL-færni, kyngingarvandi, dettni MaPLe 5. Mjög mikil þörf. Verulega skert vitræn geta og aDL-færni, hegð - unar vandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.