Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 57
sem til þarf. Á móti kemur að þessari rannsókn var einungis ætlað að skoða stytt matstæki sem gæti nýst heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu til að fá yfirsýn á heilsufar, færni og þjónustuþörf sinna skjólstæðinga. Það er framtíðarviðfangsefni skipuleggjenda heimaþjónustu að koma til móts við þarfir þjónustuþega (Pappa o.fl., 2013) innan þess fjárhagsramma sem þeim er settur (Bernhardt o.fl., 2016). Það getur haft í för með sér öryggisleysi og versnandi heilsufar, bæði fyrir skjólstæðinga og aðstandendur, þegar ekki er komið til móts við þjónustuþarfir (Svanström o.fl., 2013). Því þarf að gera kröfur til stjórnenda sem útdeila þjónustunni að það sé gert samkvæmt niðurstöðum úr hlutlægu, áreiðan- legu og gagnreyndu matstæki (Dale og hvalvik, 2013). niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að það sé gagn- legt fyrir heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu að nota in- terrai-hC-upphafsmatið og MaPLe-flokkana til þess að fá yfirsýn yfir heilsufar, færni og þjónustuþarfir skjólstæðinga. Slík samræmd og nákvæm upplýsingaöflun er lykilatriði við skipu- lagningu og umbætur á þjónustu við skjólstæðinga og aðstand- endur þeirra. nú þegar heilbrigðisráðherra hefur ákveðið innleiðingu interrai-hC-matstækisins á Íslandi (Velferða ráðu - neytið, 2016) er mögulegt í framtíðarrannsóknum að bera saman heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu á mismunandi landsvæðum og kanna hvernig hægt er að jafna þjónustustig á milli landshluta. Einnig er mikilvægt að skoða hvenær heima- hjúkrun og félagsleg heimaþjónusta getur ekki lengur komið til móts við þjónustuþarfir og þörf er á stofnanavistun. Mjög erfið og krefjandi verkefni við umönnun langveikra í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu hafa reynst vera of kostnaðarsöm og reynslan af slíkri þjónustu er sú að hún komi ekki í stað stofn- anavistunar til langs tíma litið (Buhler-Wilkerson, 2007). Ályktanir og lokaorð niðurstöður gefa til kynna að interrai-hC-upphafsmatið og MaPLe-flokkarnir gefi greinargóða mynd af stöðu skjólstæð - inga og hver þeirra þjónustuþörf er. Þegar slíkt matstæki er notað þarf tíma til þess að safna saman upplýsingum bæði frá skjólstæðingi sjálfum og aðstandendum hans en til lengri tíma litið er betra að vinna grunnvinnuna vel því þegar staðan er ljós verður eftirleikurinn auðveldari. nauðsynlegt er að þeir sem skipuleggja og veita heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu geri sér grein fyrir þörfum skjólstæðinga og að þjónustu, sem er í boði, sé úthlutað í samræmi við þarfir hvers og eins. Það er samstarfsverkefni heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjón- ustu að veita góða þjónustu og útdeila henni á réttlátan hátt. Velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis gera kröfur um gæði þjónustunnar og að fjármunum sé vel varið innan mála- flokksins. interrai-hC-upphafsmatið og MaPLe-flokkarnir gefa þessum aðilum mikilvægar upplýsingar um heilsufar, færni og þjónustuþörf skjólstæðinga og hvernig þjónusta þeim er veitt. Þannig liggja fyrir hlutlægar upplýsingar um það hvernig staðan er og hægt er að nýta slíkar upplýsingar til þess að styðja ákvarðanir um uppbyggingu þjónustu og réttláta skiptingu fjár- magnsins. Þakkir höfundar vilja þakka heilbrigðisstofnun Vesturlands, akra- nesi, og heilbrigðisstofnun norðurlands, Sauðárkróki, fyrir gott samstarf. Starfsmenntunarsjóði félags íslenskra hjúkrunar - fræðinga og Öldrunarráði Íslands eru færðar þakkir fyrir fjár- hagslegan stuðning Heimildir Bernhardt, k.a., Lynn, j., Berger, g., Lee, a.j., reuter, k., Davanzo, j., Montgomery, a., og Dobson, a. (2016). Making it safe to grow old: a fin- ancial simulation model for launching medicaring communities for frail elderly medicare beneficiaries. The Milbank Quarterly, 94(3), 597–625. Sótt 26.2.2017 á http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/1468-0009. 12199/epdf. Berta, W., Laporte, a., Deber, r., Baumann, a., og gamble, B. (2013). The evolving role of health care aides in the long-term care and home and community care sectors in Canada. Human Resources for Health, 11(25), 1-6, doi:10.1186/1478-4491-11-25. Buhler-Wilkerson, k. (2007). Care of the chronically ill at home: an unresol- ved dilemma in health policy for the united States. The Milbank Quarterly, 85(4), 611–639, doi:10.1111/j.1468-0009.2007.00503.x. Bölenius, k., Lämås, k., Sandman, O.P., og Edvardsson, D. (2017). Effects and meanings of a person-centred and health-promoting intervention in home care services: a study protocol of a nonrandomised controlled trial. BMC Geriatrics, 17–57, doi:10.1186/s12877-017-0445-0. Carpenter, i., gambassi, g., Topinkova, E., Schroll, M., finne-Soveri, h., henrard, j.C., … og Beirnabei, r. (2004). Community care in Europe. The aged in home Care project (adhOC). Aging Clinical Experimental Rese- arch, 16(4), 259–269. Sótt á http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/ 15575119. Dale, B., og hvalvik, S. (2013). administration of care to older patients in transition from hospital to home care services: home nursing leaders ex- periences. Journal of Multidisciplinary Healthcare, 6, 379-389, doi:10.2147/ jMDh.S51947. Dempsey, C., og normand, C. (2016). Towards a more person-centred home care service: a study of the preferences of older adults and home care wor- kers. Administration, 6(42), 109–136, doi: 10.1515/admin-2016-0018. Ehrlicha, k., Emamia, a., og heikkilä, k. (2017). The relationship between geographical and social space and approaches to care among rural and urban caregivers caring for a family member with dementia. Journal of Qualitative Studies on Health and Well-being, doi: 10.1080/17482631. 2016.1275107. field, a. (2009). Discovering statistics using SPSS. 3. útgáfa. London, kali - forníu, nýju-Delí, Singapúr: Sage. fokkema, T., De jong gierveld, j., og Dykstra, P.a. (2012). Cross-national differences in older adult loneliness. The Journal of Psychology, 146(1–2), 201-228. Sótt á http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22303621. gruneir, a., forrester, j., Camacho, X., gill, S.S., og Bronskill, S.E. (2013). gender differences in home care clients and admission to long-term care in Ontario, Canada: a population-based retrospective cohort study. BMC Geriatrics,13(12), 1–12. Sótt á http://www.biomedcentral.com/1471-2318/ 13/48. hagstofa Íslands (2016). Mannfjöldaspá 65 ára og eldri árið 2016 til 2065. Skoðað 19. október 2016 á vefnum http://hagstofan.is/?PageiD=2593&src= https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=Man09010%26ti =Sp%E1+um+mannfj%f6lda+eftir+kyni+og+aldri+2013%2D2061%26pa th=../Database/mannfjoldi/mannfjoldaspa2010/%26lang=3%26units=fj% f6ldi. health Council of Canada (2012). Seniors in need, caregivers in stress: What are the home care priorities for seniors in Canada? 1–64. Toronto: health Council of Canada. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2003). Skýrsla stýrihóps um stefnu- mótun í málefnum aldraðra til ársins 2015. Sótt á http://www.velferdar raduneyti.is/media/Skyrslur/stefnum-aldradir.pdf. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.