Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 61
aldraðra nr.125/1999). Til að geta boðið upp á lögboðna og viðeigandi öldrunarþjónustu þurfa þeir sem skipuleggja og veita hana að hafa greinargóðar upplýsingar um færni, fötlun og heilsufar eldri borgara á hverjum tíma. Ein leiðin að slíkum veruleika er að rannsakendur á sviði öldrunar og forsvarsmenn í heilbrigðisþjónustu vinni saman að því að undirbúa þjóð - félagið fyrir fyrirséða fjölgun í elstu aldurshópunum með því að greina, fylgjast með og nýta upplýsingar um faraldursfræði fötlunar meðal eldri borgara í ólíkum byggðum landsins. færni, fötlun og heilsa eru flókin hugtök sem erfitt getur verið að mæla. Þessi þrjú hugtök mynda kjarnann í hugmynda - fræði flokkunarkerfisins „International Classification of Func - tioning, Disability and Health“, eða iCf, (World health Organ iz- ation [WhO], 2001) sem tengist flokkunarkerfinu iCD-10 fyrir sjúkdóma og aðra heilsufarsvanda (alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, 1996). Samkvæmt iCf ráðast færni og fötlun aldraðs manns af samspilinu milli heilsufars hans og aðstæðna en aðstæður eru ýmist umhverfis- eða einstaklingsbundnar (WhO, 2001; alþjóðaheilbrigðismálastofnunin o.fl., 2015). færni og fötlun birtast meðal annars í athöfnum og þátttöku fólks en þessi hugtök hafa sterka tengingu við sjálfs bjargar getu og al- menna líðan fólks á efri árum. Í iCf er athöfn skilgreind sem verk sem einstaklingur innir af hendi og þátttaka skilgreind sem félagsleg aðild einstaklings að daglegu lífi (WhO, 2001; alþjóðaheilbrigðismálastofnunin o.fl., 2015). Tilgangur þessa verkefnis var að rannsaka athafnir og þátt- töku í daglegu lífi meðal eldri borgara sem búa í heimahúsum á sunnanverðum Vestfjörðum. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: (1) hversu erfitt eiga eldri borgarar með margbreytilegar athafnir sem reyna á líkamlega getu? (2) hversu oft taka eldri borgarar þátt í einstaklingsbundnum og félagslegum athöfnum? (3) hversu takmarkaðir eru möguleikar eldri borgara á að taka þátt í einstaklingsbundnum og félags- legum athöfnum? Aðferð Rannsóknarsvæði rannsóknin fór fram á sunnanverðum Vestfjörðum sem ná yfir tvö sveitarfélög á rúmlega 1500 ferkílómetra svæði. Þorpin Patreksfjörður og Bíldudalur tilheyra Vesturbyggð og það gera einnig sveitirnar á Barðaströnd. Í Tálknafjarðarhreppi er þorpið Tálknafjörður og sveitirnar þar í kring (mynd 1). Þátttakendur Í þýði rannsóknarinnar voru allir íbúar svæðisins sem bjuggu í heimahúsum og höfðu náð 65 ára aldri, en þegar gögnum var safnað árið 2013 voru þeir 13,6% af heildaríbúafjöldanum, eða 161. Einföld greining á tölfræðilegu afli (e. power analysis) með forritinu g*Power 3 sýndi að það þurfti 128 þátttakendur til að ná miðlungsáhrifastærð (Cohens d = 0,5) (faul o.fl., 2007). útreikningarnir byggðust á óháðu t-prófi, (1 - β) = 0,80, α = 0,05 og tvíhliðaprófi. reiknað var með 80% þátttökuhlutfalli og því var úrtakið skilgreint sem allt þýðið. Siðfræði rannsóknin var samþykkt af Siðanefnd Sjúkrahússins á akur- eyri (nr. 1/2013). nöfn, heimilisföng og kennitölur voru fengn - ar hjá Þjóðskrá og væntanlegum þátttakendum send upp - lýsingabréf um rannsóknina og þeim boðin þátttaka. Bréfunum var síðan fylgt eftir með símtali til að kanna hug fólks til þátt- töku. Ekki náðist í sjö manns, aðrir sjö voru fjarverandi á rann- sóknartímabilinu og 15 afþökkuðu þátttöku. alls urðu það því 129 manns sem tóku þátt í rannsókninni, eða 80,1% af upphaf- legu úrtaki (þýðinu öllu). Mælitæki Tvö stöðluð mælitæki, Efri árin, mat á færni og fötlun (e. Late Life function and Disability instrument), eða LLfDi, (jette o.fl., 2002a) og Mini Mental State Examination (MMSE) (fol- stein o.fl., 1975) voru notuð til að afla gagna auk sérútbúins lista fyrir bakgrunnsupplýsingar. rannsakandi hitti alla þátt- takendur á heimilum þeirra þar sem gögnunum var safnað með samtölum. Í upphafi heimsóknar var gengið frá siðfræði - legum atriðum sem fólu í sér nákvæma útskýringu á fram- kvæmd rannsóknarinnar og undirritun upplýsts samþykkis. Því næst var safnað viðeigandi bakgrunnsupplýsingum og MMSE og LLfDi lögð fyrir. Í lokin voru þeir þátttakendur, sem töldu möguleika sína á þátttöku vera töluvert, mjög eða algjör- lega takmarkaða, beðnir um að tilgreina hvaða umhverfis - þættir og einstaklingsbundnu þættir hindruðu þátttöku (til dæmis heilsufar, andleg eða líkamleg orka, fjarlægðir milli staða, að gengi, fjárhagur eða félagslegar aðstæður). heimsóknin tók að meðaltali einn klukkutíma á hvern þátttakanda (0,5–2,5 klst. á þátttakanda) og gagnasöfnunartímabilið spannaði 6 mánuði í allt. LLfDi (jette o.fl., 2002a) er staðlað mælitæki sem er ætlað til að nota með einstaklingum 60 ára og eldri. Það er samið eftir hugmyndafræði nagi en niðurstöður þess má auðveldlega túlka í ljósi hugtaka iCf. Mælitækið er til í íslenskri þýðingu og hefur verið notað í rannsóknum á högum aldraðra hér á landi (Árna- dóttir, 2010). Það er lagt fyrir með viðtali þar sem fylgja þarf ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 61 Mynd 1. kort af rannsóknarsvæðinu, sunnanverðum Vestfjörðum (birt með leyfi frá Landmælingum Íslands).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.