Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 62
stöðluðum framgangsmáta sem er ítarlega lýst í handbók (jette o.fl., 2002a). LLfDi mælitækið inniheldur 64 atriði alls og gefur af sér 10 mælikvarða, fjóra sem lýsa athöfnum (athafnahluti LLfDi) og sex sem lýsa þátttöku (þátttökuhluti LLfDi). athafnahluti LLfDi inniheldur 32 atriði þar sem viðmæl- andi metur hversu erfitt hann á með að framkvæma hjálpar- laust daglegar athafnir sem reyna á líkamlegt atgervi. Svör við þessum hluta gefa stig á heildarmælikvarða sem kallast „Erfið - leikar við athafnir — heild“. Þessum stigum er síðan deilt á þrjá mælikvarða. Þeir eru: „Erfiðleikar við athafnir sem reyna á efri útlimi“ (svo sem að skrúfa lok af krukku), „Erfiðleikar við at- hafnir sem reyna á neðri útlimi“ (svo sem að fara inn og út úr bíl) og „Erfiðleikar við athafnir sem reyna mikið á neðri útlimi“ (til dæmis að standa upp af gólfi). fyrir þá sem nota göngu- hjálpartæki að staðaldri er hægt að velja hvort þeir svara miðað við að þeir noti hjálpartækið eða ekki (haley o.fl.,2002). Í þess- ari rannsókn voru þátttakendur beðnir um að svara spurning- unum miðað við að þeir væru með þau hjálpartæki sem þeir nota venjulega. Þátttökuhluti LLfDi greinist í tvo heildarmælikvarða sem kallast „Tíðni þátttöku — heild“ og „Takmörkun á þátttöku — heild“ og hvor um sig inniheldur 16 atriði. fyrir „Tíðni þátttöku — heild“ metur viðmælandinn hversu oft hann tekur þátt í ákveðnum athöfnum (svo sem heimilishaldi eða skipulögðu félagsstarfi). Svör um tíðni þátttöku deilast síðan á aðra tvo mælikvarða, „Tíðni samskipta við aðra“ og „Tíðni eigin umsjár“. fyrir „Takmörkun á þátttöku — heild“ metur viðmælandinn að hvaða marki hann álítur þátttöku sína í þessum athöfnum takmarkaða vegna persónulegra eða utanaðkomandi hindrana. Þegar um slíkar hindranir er að ræða er viðmælandinn beðinn um að tilgreina þær. Svör um takmörkun á þátttöku deilast síðan á aðra tvo mælikvarða, „Takmörkun á virkni“ og „Tak- mörkun á stjórn á eigin lífi“ (jette o.fl., 2002b). Öll atriðin í LLfDi eru metin á fimm þrepa raðkvarða. gildið 5 stendur fyrir minnstu erfiðleika við athafnir, hæstu tíðni þátttöku og minnstu takmörkun á þátttöku og gildið einn fyrir mestu erfiðleika, lægstu tíðni og mestu takmörkun. reikn - uð er samtala (e. raw score) fyrir hvern mælikvarða og henni umbreytt í mælitölu (e. scaled score), þ.e. tölugildi með jöfnum bilum frá 0–100, samkvæmt töflu í handbók mælitækisins (jette o.fl., 2002a). Taflan byggist á rasch-greiningu á niður - stöðum úr rannsóknunum sem gerðar voru í stöðlunarferli mælitækisins (haley o.fl., 2002; jette o.fl., 2002b). rannsóknir á LLfDi hafa leitt í ljós vel viðunandi áreiðan- leika og réttmæti og að gólf- og rjáfuráhrifa gætir í takmörk - uðum mæli. rannsóknir á áreiðanleika hafa sýnt innanflokks - stuðul (e. coefficient alpha) á bilinu 0,91–0,98 fyrir athafna- hlutann (haley o.fl., 2002) og 0,68–0,82 fyrir þátttökuhlutann (jette o.fl., 2002b). niðurstöður þáttagreiningar og rasch- grein ingar renna stoðum undir réttmæti mælitækisins (jette o.fl., 2002a haley o.fl., 2002; jette o.fl., 2002b). að auki hafa fjöl margar rannsóknir stutt við hugsmíða (e. construct) rétt- mæti og sýnt fram á næmi LLfDi til að mæla breytingar (e. sensitivity to change) í hópi eldri borgara almennt og af- markaðra hópa með ákveðna sjúkdóma (Beauchamp o.fl., 2016). Úrvinnsla forritið SPSS 22.0 var notað við tölfræðilega úrvinnslu. Með lýsandi greiningu fengust upplýsingar um miðsækni, dreifingu, tíðni og hlutföll fyrir hópinn í heild, karla og konur og yngri (65–74 ára) og eldri (75–91 árs) aldurshópa. T-próf óháðra úr- taka voru notað til að greina marktækan mun milli hópa á sam- felldum breytum sem uppfylltu skilyrði um normaldreifingu og jafna dreifni (allir mælikvarðar LLfDi, vitræn geta, aldur og menntunarstig í árum). kí-kvaðrat próf var notað við grein- ingu á tvíkosta bakgrunnsbreytum og Mann-Whitney U próf fyrir sjálfsmat á heilsu. Miðað var við marktektarmörkin p< 0,05 og ekki var leiðrétt fyrir endurteknar prófanir. Þeir 79 þátt- takendur sem sögðu þátttöku sína vera takmarkaða voru beðnir um að nefna þær hindranir sem takmörkuðu þátttöku þeirra. Þessi svör þátttakenda voru sett upp í tíðnitöflu og flokkuð í heilsufar og líkamlega og andlega starfsemi, umhverfisþætti og einstaklingsbundna þætti, með hliðsjón af flokkunarkerfi iCf (WhO, 2001). Niðurstöður Bakgrunnsupplýsingar Þátttakendurnir 129 voru á aldrinum 65 til 91 árs og íslenska var móðurmál þeirra allra. kynjahlutfallið var nokkuð jafnt, 52,7% konur (n=68) og 47,3% karlar (n=61). Tafla 1 sýnir bak- grunnsupplýsingar um þátttakendur greindar eftir kyni og ald- urshópum. karlarnir óku frekar bíl en konurnar, voru frekar í hjónabandi eða sambúð og bjuggu síður einir. konurnar áttu frekar ættingja og vini á svæðinu og þær þáðu frekar óformlega aðstoð en karlarnir. Marktækur munur var á nær öllum bak- grunnsbreytum þegar yngri (65–74 ára) og eldri (75–91 árs) aldurshóparnir voru bornir saman. Þegar rýnt var í niðurstöður MMSE kom í ljós að 94 (72,9%) voru með stig frá 27–30 (af 30), 29 (22,5%) voru með stig frá 22–26 og sex (4,7%) voru með stig frá 17–20. Athafnir og þátttaka (LLFDI) Tafla 2 sýnir allar niðurstöður úr mælitækinu LLfDi og grein- ingu þeirra eftir kyni og aldri. niðurstöðurnar sýna að á mæli- kvörðunum fyrir erfiðleika við athafnir voru lægstu mælitöl - urnar (mestu erfiðleikarnir) fyrir athafnir sem reyna mikið á neðri útlimi. að jafnaði áttu þátttakendur síst í erfiðleikum (hæstu mælitölurnar) með athafnir sem reyna á efri útlimi. Meðaltal mælitölunnar fyrir „Tíðni þátttöku“ var frekar lágt (M=50,6) og mun lægra en fyrir „Takmörkun á þátttöku“ (M=73,6). greining á LLfDi niðurstöðum eftir kyni sýndi að í heildina voru karlar með hærri mælitölu fyrir athafnir sem reyna á líkamlega getu og byggði það á hærri útkomu fyrir bæði „Erfiðleika við athafnir sem reyna á efri útlimi“ og „Erfiðleika við athafnir sem reyna mikið á neðri útlimi“. Þrátt fyrir meiri erfiðleika kvennanna við athafnir þá mátu þær sig hærra á kvarðanum „Tíðni þátttöku“ og byggði það sérstaklega á tíðum samskiptum þeirra við aðra. Ekki greindist kynjamunur á „Tak- mörkun á þátttöku“. greining á LLFDI niðurstöðum eftir ald- urshópum sýndi að yngri aldurshópurinn (65–74 ára) var með margrét brynjólfsdóttir, guðrún pálmadóttir og sólveig ása árnadóttir 62 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.