Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 69
Aðferð Til að svara rannsóknarspurningunni var valin fyrirbæra - fræðileg rannsóknaraðferð, Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem er mikið notuð innan hjúkrunarfræði (Dowling og Coo- ney, 2012). Tekin eru fyrirbærafræðileg viðtöl við einstaklinga sem hafa orðið fyrir ákveðinni reynslu og leitast er við að skilja reynsluheim þeirra, túlkun og skynjun á þessari sérstöku reynslu (Sigríður halldórsdóttir, 2013). Í töflu 1 á næstu síðu er yfir lit yfir tólf þrep rannsóknarferlisins og hvernig þeim var fylgt í þessari rannsókn. Fyrsta þrepið var að velja í úrtakið. auglýst var eftir þátttak- endum í tímaritinu Velferð, sem gefið er út af hjartavernd, og á vefsíðum hjartaverndar og hjartalífs. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni var að hafa fengið hjartaáfall í kringum fimm- tugt (50 ára +/– 6 ár, þ.e. 44–56 ára) og að a.m.k. 6 mánuðir væru liðnir frá áfallinu. Viðmælendur voru samtals 11, þrjár konur og átta karlmenn, flest svöruðu í gegnum auglýsingu í Velferð. Þátttakendur voru 44–56 ára þegar þeir fengu krans - æðastíflu og meðalaldur þeirra var 48 ár þegar þeir fengu í fyrsta sinn staðfesta greiningu um hjartaáfall. Sex höfðu fengið fleiri en eitt hjartaáfall. Tveir einstaklingar höfðu fengið hjarta- áfall fyrir minna en ári, annars voru liðin 1–10 ár frá fyrsta áfalli. Annað þrepið var „að vera kyrr“ og ígrunda. Í þessu þrepi ígrundaði fyrsti höfundur (hér eftir rannsakandi) fyrirfram- gerðar hugmyndir sínar um fyrirbærið, skrifaði þær niður og leitaðist við að leggja eigin reynslu, hugmyndir og hugsanir um efnið til hliðar. Þriðja þrepið fól í sér gagnasöfnun í gegnum samræður með beinum orðaskiptum. rannsakandi spurði op- inna spurninga í upphafi, t.d. „getur þú sagt mér frá persónu- legri reynslu þinni af því að fá hjartaáfall?“ og þrengdi svo spurningarnar til að fá skýrari mynd af fyrirbærinu, t.d. „hvernig leið þér andlega í kjölfar áfallsins?“ Þannig breyttist eðli samræðna eftir því sem leið á rannsóknina. Viðtölin voru tekin á stað þar sem engin truflun var og tóku á bilinu 35–80 mínútur. algengast var 50–60 mínútur. Þegar viðtöl voru í styttra lagi komu þátttakendur í annað viðtal til að rannsakandi fengi dýpri skilning á reynslu þeirra. haft var samband við átta viðmælendur til að fá betri útskýringar á einstökum atriðum. Sum viðtöl voru innihaldsríkari en önnur en mettun náðist eftir 19 viðtöl við 11 þátttakendur. gagnagreining hófst strax í viðtölunum og rannsakandi skerpti vitund sína varðandi hug- myndir og hugtök og fylgdi þeim eftir í viðtölunum. Þrep 4–6. allar samræður voru hljóðritaðar og síðan skráðar orðrétt. Viðtölin voru send þátttakendum til yfirlestrar til að fá staðfestingu á því sem þeir sögðu. Eftir að viðtölin höfðu verið skráð var hvert viðtal ígrundað og lesið margoft yfir með opnum huga og merkt var við mikilvægustu atriðin sem komu fram. Síðan voru viðtölin greind með þemagreiningu í megin - þemu og undirþemu. kóðar (e. codes) voru dregnir út úr afrit- unum (e. deconstruction). Þeim var síðan raðað í þemu (e. reconstruction), t.d. þróun sjálfsmyndar þátttakenda. Þemu rannsóknar þróuðust og þroskuðust eftir samræður og ígrund - un höfunda og var þess gætt að sleppa ekki mikilvægum atrið - um og tvítaka ekki önnur. niðurstöðum fyrir hvern þátttak - anda var raðað saman í greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda í samræmi við þrep 4 til 6. Öll þemun voru dregin fram til að sjá rauða þráðinn í samræðunum og niðurstöður settar fram út frá þeim. Einstaklingsgreiningarlíkön fela í sér ákveðna túlkun og í þrepi 7 fékk rannsakandi staðfestingu á greiningarlíkani viðkomandi þátttakanda og endurtók þessa aðferð með öllum þátttakend - um. Þrep 8. Eftir upphafsstarf rannsakanda tóku allir höfundar þátt í að greina rannsóknargögnin og ræddu fyrstu niðurstöður. allar mögulegar útfærslur voru skoðaðar sjálfstætt og saman og eftir mikla umfjöllun var þróað heildargreiningarlíkan um reynslu af því að fá hjartaáfall í kringum fimmtugt. Þrep 9. rannsakandi tryggði að niðurstöðurnar væru byggðar á rannsóknargögnunum með því að endurlesa öll viðtölin og bera þau saman við niðurstöðurnar. Þrep 10 snerist um að velja heiti sem lýsti niðurstöðunum í örstuttu máli. Í þrepi 11 voru niðurstöðurnar sannreyndar með tveimur þátttakendum og í þrepi 12 voru niðurstöður settar fram. Siðfræði unnið var markvisst að því að vernda þátttakendur eftir helstu leiðbeiningum um siðfræði rannsókna (Sigurður kristinsson, 2013). Þátttakendur fengu kynningarbréf ásamt bréfi um upp - lýst samþykki sem þeir skrifuðu undir eftir munnlega kynn- ingu á rannsókninni. allir þátttakendur fengu rannsóknarnafn og engin staðarnöfn eða nöfn, sem hægt var að rekja til þátt- takenda, voru skráð til að tryggja nafnleynd. Viðtölin voru tekin upp með leyfi þátttakenda. rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd og tilkynnt til Persónuverndar Niðurstöður reynsla þátttakenda af þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall í kringum fimmtugt endurspeglast í yfirþemanu „endurskilgrein- ing á lífi og sjálfi“ en það lýsir í örstuttu máli þeim miklu breyt- ingum sem urðu á lífi og sjálfi þátttakendanna við að fá hjartaáfall svo ungir. Mynd 1 sýnir grunnuppbyggingu fyrir- bærisins (e. essential structure of the phenomenon) sem Spiegel berg (1984) segir að þurfi að vera til staðar ef aðferðin eigi að geta kallast fyrirbærafræðileg. Breytingar á sjálfsmynd Að vera hjartasjúklingur eða ekki. fyrsta árið eftir hjartaáfallið litu þátttakendurnir á sig sem hjartasjúklinga, en þegar lengra leið frá því breyttist sjálfsmyndin aftur og fólk upplifði sig heil- brigt en þó með þennan „krankleika“. Þarna virðist vera um ákveðið aðlögunarferli að ræða sem þátttakendur ganga í gegnum og felur í sér ákveðna endurskilgreiningu á lífi og sjálfi. upplifun karls var að hann leit á sig sem hjartasjúkling en ein- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.